Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 17
að samanþjappað loft drægi úr blóð- rennslinu. Um þá niðurstöðu farast Bert svo orð: „Það skrýtnasta við til raunir hans, sem eru bæði undarlega skipulagðar ->g illa framkvæmdar. er sú staðreynd að þær hafa h'e' viðurkenningu og lof báðum megin Rínar. Menn segja, að Vivenot hafi gert tilraun, og það er mörgum nóg, því að í huga margra, sem aldre; hafa verið tíðir gestir á tilraunastof- um, er orðið „tilraun“ svar við öllu. Niðurstaða Berts var hins vegar sú, að þrýstingurinn hefði ekki bein á- hrif á líkamann, heldur óbein efna- fræðileg áhrif. Hann breytti súrefnis- hlutfalli blóðsins og lítið súrefni ylli köfnun, en of mikið hefði eitrunará- hrif í för með sér. Bert sagði það banvænt að anda að sér hreinu súr- efni við mikinn þrýsting. Þýðingar- mesta uppgötvun hans var þó um áhrif köfnunarefnis, sem andað er við þrýsting. Nálægt fjórir fimmtu hlutar þess lofts, sem við öndum að okkur, er köfnunarefni. Kafari á 33 feta dýpi andar að sér helmingi meira köfnunarefni en maður við yf- irborðið, af því að hann þarf helm ingi meira loft til mótvægis við þrýst ingsaukann, sem nemur einni loft- þyngd á hverjum 33 fetum. í 66 feta dýpi andar hann að sér þrisvar sinn- um meira köfnunarefni en við yfir- borðið, á 99 feta dýpi fjórum sinnum meira o. s. frv. Þessi aukaskammtur köfnunarefnis hverfur ekki aftur við útöndun, heldur myndar efnasam- bönd í blóði og vefjum, einkum í fitu og brjóski. Þetta veldur kafar- anum engum óþægindum meðan hann er í þessum mikla þrýstingi, en þegar hann kemur upp í minni þrýst- ing losnar köfnunarefnið úr þessum samböndum og kemur fram í örsmá- um bólum eins og þeirri, sem Boyle sá í auga höggormsins. Eftir því sem þrýstingurinn minnkar, eftir því verð ur meira um þessar bólur, og að bví kemur, að þær stífla æðarnar. Þessu fv gja skaðleg áhrif á taugakerfið og geysilegur sársauki í öllum liðamót- um, svo að kafarinn engist sundur og saman. Bert sá tvö ráð við þessum áhrif- um. Annað ráðið var að draga kaf- arann mjög hægt upp, svo að hann gæti smám saman losnað við köfn- unarefnið neðan sjávar. Þetta mætti ka a afþrýstingu. Hitt ráðið var að setja kafarann, ef hann engu að síð- ur beið tjón af köfnunarefninu, i þrýstiklefa og auka þar þrýstinginn þar til hann yrði svipaður og hann var niðri í sjónum og minnka hann síðan mjög hægt og á löngum tíma. Þetta hefur verið kallað endurþrýst- ing. Haefilegur afþrýstingartími var talinn vera að minnka þrýstinginn um eina loftþyngd á tuttugu mínútum Það þýddi t. d. að kafara, sem hafðí verið á 100 feta dýpi, þar sem þrýst ingurinn er fjórar loftþyngdir, varð að draga upp á klukkutíma. Bert birti niðurstöður sínar og í vísindariti og fór síðan að vasast i pólitík. Hann varð ráðherra um skeið og árið 1886 var hann sendur til Indókína til að endurskipuleggja stjórn nýlendunnar og þar lézt hann skyndilega eftir skamma dvöl í land inu aðeins liðlega fimmtugur a' aldri. Það kom í hlut annarra manna að halda áfram köfunarrannsóknun- um á þeim grundvelli, sem hann hafði lagt. Sá, sem einkum tók þ upp þráðinn var skozkur fjallgöng’ garpur og læknir, dr. John Scott Haldane. Tilgangur I-Ialdanes var þó ekki í upphafi sá að efla köfunarstarfsemi. Rannsóknir hans beindust að áhrif- um óholls lofts í fátækrahverfum, verksmiðjum og námum. Öryggisráð- stafanir í námum, sem síðan var farið að taka upp, byggjast flestar á nið urstöðum Haldanes. Síðan tók hann til við að halda áfram rannsóknum Berts á áhrifum fjallalofts á menn. Ilann hélt með leiðangur upp á Pike’s Peak í Coloradofylki í Banda- ríkjunum. Þar fékk hann fljótlega orð fyrir að vera úrillur enda varð hann að rísa úr rekkju með dagsbirtu en heima var hann vanur að vinna langt fram á nótt og sofa til hádegis. Dag nokkurn réis hann þó upp fyrir allar aldir kátur og hress og veifaði úrinu sínu framan í félaga sína, sem störðu á hann skelfingu lostnir og undrandi. „Þetta er allt í stakasta lagi“, sagði Haldane. „Eg hef ekkert breytzt. En það er komið fram að hádegi í Englandi." — Rannsóknir hans þarna komu að miklu liði við Everestleiðangra Breta síðar. Merkasta framlag Haldanes til önd unarfræðinnar voru tilraunir hans með öndun koldíoxíðs við mismun-- andi loftþrýsting. Haldane gerði þess ar tilraunir á sjálfum sér uppi á fjallstindum og djúpt niðri í námum og hann komst að þeirri niðurstöðu að eð'Peg öndun væri a’gerlega háð koldíxíðsþrýstingnum á öndunarfær- in. Þessa niðurstöðu birti hann ár- ið 1905 og þá fyrst fór hann að beina athygli sinni að köfunum og vanda- málum þeirra. Hann komst fljótt að raun um, að sá starfi var iðkaður af lítilli kunnáttu og slæmri tækni og hann lagði til við flotamálastjórnina, að hún skipaði nefnd til að gera at- huganir á köfun. Sú nefnd var skipuð árið 1906 og tók Haldane sjálfur sæti í henni. Nefndin þurfti nú á köfurum að halda, og Haldane vildi ekki aðra en reynda og æfða kafara Þá fékk hann í herskipinu Excellent, skólaskipi flotans. Reyndar voru þar engir sér- stakir kafarar, en köfun hafði allt frá dögum Elísabetar drottningar I. verið aukaverkefni faljbyssuskyttna flotans. Einkum voru það tveir menn, sem köfuðu fyrii nefnd Haldanes, annar ungur liðsforingi að nafni Damant, hinn kennari hans og yfir- boðari Andrew Yule Catto, bróðir Cattos . lávarðar, sem síðar varð bankastjóri Englandsbanka. Flokkur Haldanes tók þar upp þráð inn, sem Bert hafði látið hann niður falla. Meginverkefnið var að öðlast aukna vitneskju um eitrunaráhrif köfnunarefnisins við minnkandi þrýst ing og finna ráð til að verjast þeim áhrifum. Þeir athuguðu gaumgæfi- lega allar skýrslur um djúpköfun og báru þær vandlega saman, og þeir gerðu tilraunir bæði á mönnum og dýrum í þr:ýstiklefa. Meðal annars settu þeir geitur í þrýsting samsvar- andi 200 feta dýpi, og þá kom í ljós að gamall feitur hafur, sem var kall- aður Pabbi, virtist ekki kenna sér neins meins,i en hins vegar var ung- um og horuðum hafri mjög hætt við köfnunarefniseitrun. Þetta kom ekki heim við það, sem menn höfðu hald- ið, að beztu kafararnir væru ungir íturvaxnir menn. Læknir einn í Ox- ford benti þá á, að köfnunarefni væri sex sinnum uppleysanlegra í fitu en blóði og því þyrfti það lengri tíma til að hafa skaðleg áhrif á feita menn. En sá galli var þar á, að ef köfnunarefnið væri farið að hafa áhrif á ístrubelgina, þá þyrftu þeir miklu lengri afþrvstingá^tíma en hin ir horuðu. Haldane er sagðui nafa verið á- hugalítill um þessar fyrstu tilraunir, sem var ólíkt honum. Ástæðan var einfaldlega sú, að hann vissi árang- ur þeirra. Niðurstöður Berts höfðu sannfært hann um, hver útkoman hjyti að verða og því mun hann frem ur hafa litið á tilraunirnar sem sýn- ingar til að sannfæra aðra en sjálf- stæðar athuganir Bert hafði sýnt fram á, að mönnum var meinlaust að vera dregnir hratt upp af 33 feta dýpi upp á yfirborðið, og af því dró Haldane þá ályktun að óhætt væri að draga menn í einu úr sex loft- þyngda þrýstingi upp í þriggja loft- bvngda þrýsting Það er að segia ba« þyrfti ekki að smádraga kafara upp, heldur mætti helminga þrýstinginn, án þess að það kæmi að sök Með til- raunum sýndi hann fram á, að þessi hugmynd fékk staðizt, enda hefur hún síðan verið grundvallaratriði við alla köfun, þar sem kafararnir eru dregnir upp í áföngum. En áhugi Haldanes vaknaði, þegar farið var að kafa Útbúnaðurinn var í fyrstu heldur lélegur. búningarnir lekir og loftdælurnar ófujlnægjandi. Fyrsta verkið var að kippa þessu I >ag. Síðan var hægt að fara að kafa. Áður en þessar tilraunir hófust, hafði Damant aldrei farið dýpra en nið- ur á 110 feta dýpi. Hins vegar hafði bæði hann ofc Catto verið í þrýstingi T í M l N N — SUNNUDAGSBLAÐ 209

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.