Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Blaðsíða 18
mótsvarandi 180 feta dýpi f vatns- tanki. En raunveruleg köfun var ólík þeirri tilraun. Kafarinn hangir í taug um og leiðslum í köldum og kannski lekum búningi, þarf að stríða við strauma og öldurót og loftið, sem 3ælt er niður til hans, er "volgt og Stundum mengað. Hann þarf að lugsa um búninginn til að halda rétt um loftþrýstingi til mótvægis við aukinn þrýsting að utan. Við þessi skilyrði er í rauninni erfitt að safna ílutlægum upplýsingum um það.sem fyrir augu ber niðri í djúpunum. Strax í fyrstu köfun fóru þeir báð- r, Catto og Damant niður í 138 feta 3ýpi. Næsta dag fóru þeir niður á 150 feta dýpi. Síðan fóru þeir enn dýpra og innan skamms reyndi Catto við 180 feta dýpi. Þar átti hann að halda til haga því lofti, sem hann andaði frá sér, og auk þess að gera kraftatilraunir, sem voru fólgnar í því að toga í kaðai sem mikill þungi var festur við. Catto fór niður og byrjaði að toga i kaðalinn. En þá flæktist líflína hans í skipsskrúfunni og þeir gátu ekki dregið hann upp aftur. Hann var á því mesta dýpi, sem dælurnar gátu ráðið við, og þeir sem voru uppi, dældu eins og þeir frekast orkuðu, en Catto hélt áfram að rykkja í línurnar. Loks tókst Dam- ant að greiða úr flækjunni og Catto var dreginn upp nær því meðvit- undarlaus af koldíoxíðeitrun. Hann hafði verið í kafi I 29 mínútur, og við því var að búast að hann yrði sjúkur lengi á eftir. En næsta morg- un mætti hann til starfa eins og ekk- ert hefði komið fyrir og var aldrei frískari en þá. Skömmu síðar fór Damant niður á 210 feta dýpi, en það var dýpsta köfun, sem þá hafði verið gerð. Hún gekk að óskum, en átta ár liðu, þar til aftur vat farið jafndjúpt. Haldane gaf út skýrslu um athug- anir sínar þegar árið 1906, en þeim var ekki sýnd mikii athygli í öðrum löndum, fyrr en nokkrum árum síð- ar. f Bandaríkjunum hafði köfun ver ið lítill sómi sýndur, og hún var þar iðkuð á enn frumstæðari hátt en hafði verið í Englandi áður en Haldane hófst handa. En bandarískir kafarar eignuðusl líka sinn talsmann. Árið 1912 satndi herforingi að nafni George D. Stijlson skýrslu um ástand köfunarmála i flota Bandaríkjanna, þar sem hann benti á, að brezkir kafarar gætu farið þrisvar sinnum dýpra en þeir bandarísku og gætt þó fyllsta öryggis. Hann kvað í skýrsl- unni ríkjandi aðferðir vera alls ó fullnægjandi og tækin, sem notuð væru, þurfa endurbóta við. Þessa skýrslu Jagði hann fyrir næsta yfir- mann sinn, sem sendi hana til yfir- stjórnar flotans, sem sendi hana til annarrar deildar, sem sendi hana ti' einhvers ráðuneytis, sem sendi hana til annars ráðuneytis o. s. frv. Þannig gekk skýrslan um nokkurra mánaða skeið um völundarhús embættismask- ínunnar, en síðan var Stlllson skip- aður yfirmaður köfunarstarfseminn- ar með það fyrir augum að leita ena urbóta. Honum voru vel kunnar skýrslur Haldane og hann taldi eng- an efa vera á því, að hægt væri að fara dýpra en kafarar hans hefðu gert. Og árið 1914 setti kafa/i undir stjórn Stillsons nýtt dýptarmet, 274 fet, á opnu hafi. Ári síðar var kafað enn dýpra, alla leið niður á 304 feta dýpi, en það er Elzti köfunarhjálmurinn. með því dýpsta sem kafari getur far- ið, andi hann að sér samþjöppuðu lofti. Til þess að komast dýpra varð að nota sérstakar loftblöndur til önd- unar. 300-feta línan var eins og hljóð múrinn í loftinu. Skrúfuvélar gátu komizt fast að honum, en ekki farið yfir hann. Lengi glímdu vísindamenn árang- urslaust við þessa gátu. Lausnin kom þó um síðir, ekki frá köfurunum sjálf um, heldur frá' stjörnufræðingum. Franskur stjörnuskoðari á hinni öld- inni var að skoða sólmyrkva í litsjá og tók þá eftir borðum umhverfis sólu, sem síðan hafa verið nefndir D-1 og D-2. Um svipað leyti tók brezkur stjömuskoðari eftir sams konar borða við sólina og honum datt í hug, að þetta gæti verið vatns- efni. Hann hóf því tilrauhastarf til að kanna, hvort vatnsefni gæti vald- ið þessu, en hvemig sem hann fór að, tókst honum ekki að búa sams konar borða tij úr því efni. Hann ályktaði því, að þarna væri um fmm- efni að ræða, sem ekki þekktist á jörðinni, og hann skýrði það helíum, en það er gríska heitið á sólinni. Þetta var nýtt efni, en það reynd- ist vera til á jörðunni. Sir William Ramsay sauð geislavirk steinefni í brennisteinsýru og fékk fram sams konar borða og þann, sem stjörnu- fræðingarnir höfðu séð. í þessum til- raunum fann Ramsay efnin neon, krypton og xenon, auk þess sem hann bjó til helíum. Gasið nýja var lyktarlaust, bragðlaust og ósýnilegt og léttast allra gasa næst vatnsefni. Og það var ekki eldfimt eins og vatns efni er. Hins vegar var það afar dýrt í framleiðslu. Um aldamótin kostaði teningsfet af helíum meira en 800 sterlingspund, en skömmu siðar fannst mjög mikið af því í jarðgas- námum í Texas. Elihu Thomson, raffræðingur og uppfinningamaður í Massachusetts- fylki í Bandaríkjunum, kom fram með þá hugmynd að nota helium við kaf- anir. Thomson þessi hafði gert meira en 700 uppfinningar og hafði með- al annars einkaleyfi á mjólkurskil- vindu og rafmagnseldavélum. Hann stofnaði fyrirtæki til framleiðslu raf- magnsvara árið 1883, en það fyrir- tæki rann nokkrum árum síðar sam- an við fyrirtæki Edisons og var þá kaljað General Electric. Thomson fór nú að athuga helíum á rannsóknar- stofum fyrirtækisins. Hann sá, að það var ekki hættulegt lifandi verum, það blandaðist öðrum efnum treglega og var sjö sinum þynnra en köfnunar- efni. Þessir eiginleikar virtist gera það ákjósanlegt köfunargas. Árið 1919 ritaði Thomson námumálastjórn Bandaríkjanna bréf, þar sem hann stakk upp á því að helium væri not- að i stað köfnunarefnis í loftblöndu kafara. Hann taldi að þeir gætu far- ið 50% dýpra væri sú blanda notuð. Ástæða þess, að hann ritaði námu- málastjórninni en ekki flotanum, sem hafði með kafanir að gera, var sú, að hann taldi aðaiatriðið, að þarna fengist markaður fyrir helíum, og sala á jarðgasi heyrði undir námu- stjórnina. Hún tók þessum tilmælum líklega og setti sig í samband við flotann og árið 1925 hófust tilraun- ir með helium og súrefni við afar mikinn þrýsting og virtust ekki láta á sjá. Einnig kom í ljós að hægt var að afþrýsta þau á sjöttungi þess tíma sem hefði þurft, ef þau hefðu andað að sér venjulegu andrúmslofti. Þá voru gerðar tilraunir með menn, sem fengu loftblöndu með 80% heli- um og 20% súrefni. Þeir komu jafn- frískir út og dýrin á fjórðungi venju- legs afþrýstingartíma. Þessir menn báru, að helium væri létt að anda og þeir höfðu einskis meins kennt við þann þrýsting, sem gerði menn vitskerta, ef þeir önduðu að sér venju legu lofti. Hins vegar fannst þeim helium kælg þá, og það breytti rödd- um þeirra í hátóna nashljóð. Þetta var skýrt þannig, að helium færi hraðar fram hjá raddböndunum en köfnunarefni og þrýsti ekki eins á barkann. Helium var auk þess miklu fljótara að leysast upp í blóðinu en köfnunarefni, og þvf þurfti jengri af- 210 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.