Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 19
þrýstingartíma vœri kafað grunnt,
en mun styttri við djúpkafanir.
Þessum tilraunum var haldið á-
fram lengi. Árið 1937 var kafari lát-
inn í sama þrýsting og er á fimm
hundruð feta dýpi, en það er miklu
meira en hægl er að þola með venju-
legt andrúmsloft. En þessi andaði að
sér helium, og þegar hann var spurð-
ur, hvað hann héldi hann væri djúpt
svaraði hann hressilega: „Ja, svona
hundrað fet.“ Þegar verið var að
minnka þrýstinginn, var stanzað á
þrjú hundruð feta dýpi og skipt um
öndunarblöndu, dælt venjulegu lofti
til mannsins i stað heliumblöndunn-
ar. Um leið breyttist röddin, varð
dimm og eðlileg og hann kallaði:
Dragið mig upp. Mér líður illa. Eg
veit ekki hvað ég er að gera. Dragið
mig upp.“
Mönnum var orðið það löngu Ijóst
að það var köfnunarefni andrúms-
loftsins, sem var mestur þrándur í
götu djúpköfunar. Það var köfnunar-
efnið, sem olli því að draga þurfti
menn upp 1 áföngum, eins og áður
hefur verið lýst, og það var fyrir
áhrif köfnunarefnisins að menn, sem
köfuðu niður að þrjú hundruð feta
dýpi eða dýpra, komu upp vitskertir,
ef þeir þá héldu lífi. Við tilraunir í
rannsóknarstofum á þurru landi hafði
komið í Ijós, að það gaf góða raun
að láta helíum koma í stað köfnunar-
efnis, þegar þrýstingur var orðinn
mikill, en yrði það eins gott við raun
verulega köfun niður í hafdjúpin?
Það einsetti ungur verkfræðingur að
nafni Nohl sér að ganga úr skugga
um. Flotinn taldi sig enn ekki hafa
lokið rannsóknarstofutilraununum, en
Nohl hafði ekki þolinmæði til að
bíða. Hann-fór í kafarabúning, sem
hann hafði látið gera eftir eigin fyr-
sögn og var hann nokkuð frábrugð-
inn þeim venjulegu. Honum tókst að
komast heilu og höldnu niður á 420
feta dýpi, og þar með hafði rætzt
sú spásögn Thomsons gamla, að með
öndun heliums væri hægt að fara
50% dýpra en ella.
Bandaríkjamenn stóðu bezt að vígi
með heliumtilraunirnar. Hvergi nema
þar var hægt að fá þetta dýrmæta gas
á sæmilega viðráðanlegu verði. En
það var enginn leikur fyrir útlend-
inga að fá helium þar í landi. Út-
flutningur á því var bannaður nema
hvað rannsóknarstofur gátu fengið
það keypt að fengnu skriflegu leyfi
innanríkisráðherra, hermálaráðherra
og forseta Bandaríkjanna.
Bretar höfðu fengið nokkurt magn
af helium á striðsárunum, og árið
1948 var nokkuð af því eftir í'fór-
um hins konunglega flota. Nú var
ákveðið að nota það við köfunartil-
raunir. Útbúnaður Bretanna var nokk
uð öðru vísi en sá, sem Bandaríkja-
menn höfðu notað við heliumköfun,
og þeir urðu að hafa aðrar aðferðir
við að hrelnsa súrefnið. í einhverri
fyrstu köfuninni kom það fyrir, að
kafarinn rak upp öskur, er hann var
kominn niður á 320 feta dýpi. Ekki
var til nema eitt tæki til að blanda
saman súrefni og helíum, en dýpið
var of mikið fyrir kafara, sem andaði
að sér venjulegu lofti. Helíumkaf-
arinn var því í skyndi dreginn upp á
130 feta dýpi, en þangað var sökkt
niður þrýstiklefa og kafara. Þegar
hjálparleiðangurinn kom niður hittu
þeir helíumkafarann fyrir þar sem
hann hamaðist í leiðslunum og reyndi
að skrúfa af glerið, sem var fyrir
framan augu hans á hjálminum.
„Hleypið mér út“, öskraði hann. Að-
stoðarmennirnir brugðu skjótt við,
hindruðu hann í að brjóta glerið og
létu draga hann upp í skyndingu. Þar
var hann samstundis settur inn í
þrýstiklefa og síðan var þrýstingur-
inn þar minnkaður mjög hægt.
Kafarinn komst aftur til heilsu á
sjúkrahúsi. Læknamir þar sögðu, að
hann hefði sterkt innilokunaræði.
Það var ekki líkt honum að fá slíkt.
Skýringin fékkst nokkrum dögum síð-
ar, er foringi einn hitti kafarann, sem
leit á hann undrandi ogspurði:“Hvað
hefur komið fyrir yður, herra?" For-
inginn hafði handleggsbrotnað tíu
dögum áður og grafarinn hafði vitað
um það. En það er eitt einkenni súr-
efniseitrunar, að sá, sem fær hana,
missir minnið að nokkru leyti. Það
var því súrefnið, ekki helíumið, sem
hafði valdið sjúkleika mannsins.
Þetta varð foringjunum strax Ijóst,
en kafararnir sjálfir kenndu helíum-
inu um, kölluðu það jankagas og öðr-
um litilsvirðingarheitum.
Köfunarmetið var enn 420 fet, en
niður á það dýpi hafði Nohl farið
áratug áður. Bretarnir ætluðu sér að
fara dýpra. Og þeir gáfust ekki upp
þrátt fyrir ófarirnar í byrjun. Súr-
efnishreinsunin var bætt, en ekki
var þó unnt að ráðast þegar í stað á
djúpið aftur. Þess í stað var kafað
í smádýpkandi vatni um nokkurt
skeið, og áður en varði var dýpið
orðið meira en það, sem kafarinn
hafði áður verið dreginn óður upp
af. Útkoman varð nýtt dýptarmet 450
fet. Hálfum öðrum sólarhring síðar
var rannsóknarskipið komið á 540
feta dýpi. Þar skyldi kafari að nafni
Bojlard fara niður, sá sami og farið
hafði niður á 450 feta dýpi. Niður
að 200 feta dýpi var samþjöppuðu
Iofti dælt til hans. Þá var býrjað
með heliumblönduna. Sex mínútum
síðar var hann kominn niður á botn,
þar sem þrýstingurinn var nítján loft-
þyngdir. „Hvernig líður þér?“ var
kallað niður í símann. Og kafarinn
sem þarna andaði að sér svo miklu
lofti, að það hefði dugað tveimur
knattspyrnuliðum á þurru landi,
svaraði skrækri og gjallandi röddu:
„Vel, ég gæti farið nokkrum hundr-
uð fetum dýpra." Bolland var á botn- 1
inum í fimm mínútur og kenndi sér
einskis meins.
Þrýstiklefanum var sökkt niður á
160 feta dýpi. Þar átti að afþrýsta
Bollard í marga klukkutfma. En Boll-
ard var svo frískur, að ákveðið vai
að stytta þann tíma _og þrýstiklef-
inn var dreginn upp. Á þilfarinu fór
hann inn í endurþrýstiklefa fljótar
en auga á festi. Hann sagðist aðeins
finna til verkjar í öðrum olnbog-
anum. Örfáum sekúndum síðar var
þrýstingurinn búinn að eyða þeim
verk. f þessum klefa sat Bollard í
8% klukkustund, og þá var hægt að
tilkynna flotamálastjórninni þau ,
gleðitíðindi, »ð þetta mikla met hefði
verið sett.
Tilraunir hafa verið gerðar með að
nota fleiri lofttegundir en helíum í
öndunarblöndu kafara. Ungur sænsk-
ur verkfræðingur að nafni Arne Zett-
erström reyndi á stríðsárunum að
nota vatnsefni til öndunar. Hann
vann í nokkur ár að tilraunum með
þetta við Tækniháskólann í Stokk-
hólmi, en þær voru ijjjög erfiðar
vegna þess, að vatnsefm er sprengi-
efni. Árið 1944 var Zetterström þó
búinn að finna ráð til að forða spreng-
ingu. Aðferð hans var sú, að kafar-
inn skyldi fá dælt til sin venjulegu
lofti fyrstu hundrað fetin. Þar skyldi
hann nema staðar meðan skipt væri
yfir í súrefnis-vatnsefnisblönduna. Þá
skiptingu var ekki hægt að gera
beint, því að vatnsefni springur, er
það kemur saman við venjulegt and-
rúmsloft. En sprengihættuna mátti
uppræta með því að láta fyrst blöndu
með 4% súrefni og ?6% köfnunar-
efni leysa loftið af hólmi. Síðan :
skyldi byrja með vatnsefnisblönduna
og þá fyrst átti kafarinn að halda á-
fram dýpra. Zelterström fór sjálfur
niður á 363 feta dýpi með þessum
útbúnaði. Þar kom í Ijós að rödd
hans varð óskiljanleg, því að hljóð
fer enn hraðar um vatnsefni en hel-
íum. í næstu köfun varð hann því
að hafa táknsíma.
Daginn eftir að fyrstu kjarnorku-
sprengjunni var varpað á Hírósímu,
7. ágúst 1945, hélt Zetterström út á
Eystrasalt. Þar ætlaði hann að kafa
dýpra en áður hafði verið gert. Nið-
urferðin gekk að óskum, Við htindrað
feta dýpi var skipt um öndunar-
blöndu og vatnsefnið látið koma í
stað köfnunarefnis. Hann fór niður
á 528 feta dýpi, eu það var 88 fetum
dýpra en farið hafði verið með helí-
umútbúnaði til þessa. Síðan var far-
ið að draga Zelterström upp. Á fyr-
irfram ákveðnum stöðum nam hann
staðar og beið en þegar hann var kom
inn upp í 165 feta dýpi, þar sem átti
að breyta öndunarblöndunni yfir í
eðlilegt horf aftur, láðist þeim. sem
uppi voru, að stanza. Þeir drógu
hann áfram langt upp yfir hundrað
T í M l N N — SUNNUDAGSBLAB
211