Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 20
væri mannheldur. En Ingimundur taldi óhætt að fara það, sem hund- urinn kæmist klakklaust. Hundurinn hikaði hvergi og fór yfir ána, og Ingimundur á eftir. En ísinn brast, svo að hann bullóð. Verður honum þá að orði: „Helvízkur Kjói, nú hefur hann létt sér á“. „Og þetta gat honum þótt“ Karl nokkur, Ólafur að nafni, bjó á Akranesi eða þar í nágrenni. Hann var orðhákur mikill og illorður. Eitt sinn kom hann til kaupmanns- ins þar og kærði fyrir honum, að utanbúðarmaður hans hefði barið sig í höfuðið með pakkhúslykli. Kaupmaður hlýddi kurteislega á kærumál Ólafs, en segir svo: „Sagðir þú nokkuð við hann áður, Ólafur minn?“ „Ég — nei, ég sagði svo sem ekk- ert, nema þetta vanalega, að hann væri kjöftugur, þjófgefinn og lyg- inn, mesti bölvaður hórujagari. — Og þetta gat honum þótt“. Aflabrögð Skafta Skafti Jónsson himnagóna steig ekki í vitið: Það varð að skúfbinda á honum höndina, sem hann átti að rétta brúðinni við hjónavígsl- una. Einu sinni sem oftar sendi hús- bóndi hans hann til sjóróðra undir Jökli. Þegar hann kom heim úr ver- inu, tók húsbóndinn að spyrja hann um aflabrögðin. „Hvað hefur þú fiskað, Skafti minn?“ „Hundrað tuttugu og tíu“, svar- aði Skafti. „Þú hefur þá fengið þrjátíu ann- ars“. „Lygi er það“, sagði Skafti. „Steldu ekki af því, sem guð gaf mér. Það voru hundruð tuttugu og tíu“. „Hljéðaöu hærra, Helga(( Eyfirðingar báru mikla virðingu fyrir frúnni á Grund, Valgerði Arnadóttur, konu Gunnlaugs sýslu- manns Briems. Það var ekki að undra, þótt eiginmenn vildu láta konur sínar taka hana sér til fyrir- myndar í öllu því, er við varð kom- ið Ekki er þess þó getið, að neinn hafi skírskotað til hegðunar frúar- innar á Grund á sama hátt og mað- ur Helgu. Svo stóð á, að þau hjónin voru fyrir skömmu gengin í hjónaband, og brátt fór sem lög gera ráð fyrir, að Helga varð þunguð. Þegar að því kom, að Helga tók léttasóttina og lagðist á sæng, gaf bóndi hennar þessi ráð: „Hljóðaðu hærra, Helga mín — GLETTUR Nv.ia þrugliö Kolbeinn Bjarnason í Haukadal á Rangárvöllum kom heim frá kirkju og sagði Helgu, konu sinni, frá því, að sér hefði verið boðin til kaups bók, er það nefndi Nýja testament- ið. Helga svaraði: „Hu — ætli það sé ekki eitthvert andskotans nýja þruglið". feta mörkin og Zetterström gafst eng- inn tími til að breyta loftinu. Hann missti meðvit’ind og um svipað leyti og hann var dreginn upp á yfirborð- ið andaðist bann Læknar sögðu banamein hans vera súrefnisskort. Örlög Zetterströms voru ekki að kenna vatnsefnisblöndu bans eða neinum tæknigöllun, við köfunina sjálfa, heldur stöfuðu af mistökum þeirra, sem stjórnuðu uppdrættinum. Tilraunum hans hefur þó ekki verið LéHsérá Ingimundur hét maður og var Ingimundarson og átti heimili í Arn arfirði. Hann þótti enginn gáfumað- ur, og er saga til um það. Eitt sinn var hann á ferð með öðrum manni á vetrardegi í nokkru frosti, og rann með þeim hundur, sem Ingi- mundur átti og kaliaði Kjóa. Þeir komu að á einni, og leizt förunauti Ingimundar illa á, að ísinn á ánni haldið áfram, en þær virðast hafa leitt ótvírætt í Ijós, að hægt er að nota vatnsefni til öndunar. Og þá vaknar sú spurning, hvort að því muni einhvern tíma koma, að mönn- um lærist að anda að sér vatni. Vatn samanstendur aðallega af súrefni og vatnsefni og blanda Zetterströms er því á vissan hátt aðeins vatn í loft- kenndu ástandi. En fari svo, hefur maðurinn snúið aftur til upphafs síns, því úr sjó er hann risinn, eins og annað líf á þessari jörð. 212 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.