Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Page 22
Tunguna vantar í hann.
Loks fleygir hann sér á hnén, þríf-
ur hönd ábótans og kyssir hana. Úr
munni hans koma hljóð — undar-
leg, hræðileg hljóð, sem enginn skil-
ur. En brátt munu þau líka þagna.
Broddstafur,
Framhald af bls. 195
ótta svar mitt, og nú var öll smeðja
farin úr rómnum.
„Hnu! Ég hélt, að það væri nú
ekkert þjófnaðarmál, þótt ég spyrði
rétt si-svona. Þú ætlar að líkjast hon-
um móðurafa þínum að vera fljótur
til svars — bara, að ærlegheitin hans
fylgi þá með.“
Ég var tilbúinn að svara karl-
inum einhverjum ónotum, en þá kom
mamma upp með mat til hans, flat-
köku og bræðing i lítilli skál, reykt-
an lundabagga og vel barinn harð-
fisk. Hún lét matinn á borðið og
sagði:
„Þú verður nú að forláta, Þórólfur
minn, að ekki get ég gefið þér smjör
við kökunni Við höfum ekki nema
eina kú mjólkandi, og maður er ein-
att að reyna að reyta í leigurnar.“
Karlinn leit á matinn og sagði:
„Vert þú ekkert að afsaka það, sem
fram er borið Mér sýnist það boð-
legt hvaða herramanni, sem væri, og
þá ætti ég n ú ekki að vera vandlát-
ari.“
Karlinn signdi sig nú og muldraði
eitthvað í barm sinn. Tók svo loks
ofan húfuna. því að með hana hafði
hann setið síðan hann kom. Hann
var lengi að borða og tuggði matinn
vel. Mamma kom upp aftur með kaffi
í stórri leir.<önnu og steinsykur á
undirskál, og setti fyrir karlinn. Sá
ég þá, að hann leit hýrum augum til
könnunnar.
Skömmu síðai kom faðir minn
heim. Karlinn heilsaði honum alúð-
lega og tók hinn kveðju hans vel og
spurði tíðinda. En karl varðist allra
frétta.
„Þú verðui hér i nótt, Þórólfur
minn‘\ sagði pabbi.
„Ekki hafði ég ætlað það“, svaraði
karlinn. „Það talaðist svo til milli
okkar Einars frænda, að ég yrði þar
í nótt.“
Talið barst nú að dóttur gamla
mannsins, sem var veik af lungna-
tæringu — eina barnið, sem veröld-
in hafði skilað honum heim aftur
Þá var hún orðin veik. Þau hjón
höfðu eignaz,. fimmtán börn, en að
eins fimm þeirra voru á lífi. Maður-
inn með ljáinn hafði tekið hin flest
á barnsaldri. Fjögur brotið sér braut
af sjálfsdáðum og orðið nýtar mann
eskjur.
Pabbi mæiti: „Ætlaðir þú að biðja
Eftir fáa daga mun Jimmi öðlast
rétt til þess að grafa sér gröf meðal
þeirra hundraða grafa, sem bíða
þarna fyrir utan.
Akur guðs kalla munkarnir kirkju-
garð sinn. J.H. þýddi.
poki, maður-
mig einhvers, Þórólfur minn. Það
fer að verða skuggsýnt, fyrst þú vilt
ekki vera hér í nótt.“
Karlinn þagði góða stund, en sagði
svo:
„Hún Jóhanna er svo lystalaus, en
kannski hefði hún lyst á harðfiski, ef
til væri.“
Faðir minn stóð þegjandi upp, fór
ofan og var nokkurn tíma burtu. Þeg-
ar hann kom aftur, sagði hann við
gamla manninn:
„Ég ætla að fylgja þér á leið. Það
er svo sleipt að ganga núna og farið
að skyggja“. Karlinn stóð á fætur,
þakkaði fyrir matinn og fylgdist of-
an með föður mínum. Við mér leit
hann ekki. Þetta var í síðasta skiptið,
sem ég sá hann.
Þórólfur var ekki beiningamaður í
eiginlegri merkingu þess orðs, en
þegar hann hætti að geta unnið, ferð-
aðist hann um hreppinn, einkum
eftir að menn komu heim úr veri og
fyrir hátíðarnar, jól og nýár. Hann
bað aldrei að gefa sér, en menn viku
honum eftir því, sem þeir höfðu
sinnislag og getu til. Hann var alla
tíð örsnauður, og á tímabili höfðu
fyrirmenn hreppsins uppi ráðagerðir
um að styrkja þau hjón til Ameríku-
ferðar með allan barnaskarann. Úr
því varð þó ekkert nema ráðagerð-
irnar. Og loks lognaðist hann út af í
kofaskriflinu sínu á 85. aldursári.
Mér er þessi gamli maður rninnis
stæður. Ég veit, lítið meira um hann
en það, sem hér er skráð, og mig
langaði ekkert til þess að vita það.
Ég veit ekki, hvað búið hefur undir
þeirri skel, sem um hann lukti.
Kannski hefur það ekki heldur verið
neitt merkilegt. Broddstafur, poki,
maður: Þannig hefur mynd hans mót-
azt í huga mínum Hann hefur nú
hvílt rúm fjörutíu ár í gröf sinni.
Hafi hann ekki enn þá fundið frið,
þá þýðir lítið fyrir mig að segja:
„Friður sé með þér“. Því til þess að
bænir komist upp úr bæjarþekjunni,
þarf hugur að fylgja máli.
r—— -
I Lausn
5, krossgátu
Borðeyri —
Framhald af bls. 199.
fússon frá Húsavík, kvæntur Birnu
Bjarnadóttur. Allmiklar skuldir
höfðu safnazt við félagið í tíð Krist-
mundar. En í þau sex ár, sem Pétur
var kaupfélagsstjóri, minnkuðu þær
allmikið, enda stefndi Sambandið að
því, að kaupfélögin verzluðu skuld-
laust. En fyrir þetta varð Pétur ekki
sem bezt þokkaður hjá sumum fé-
lagsmönnum, þeim sem ekki vildu
skilja, hversu mikils virði var að
verzla sem mest skuldlaust, og hefur
það haldizt síðan, að skuldir eru litl-
ar í þessu félagi. En allmikið hefur
það dregizt saman hin síðari ár, sér-
staklega eftir seinni brunann, en
það var óbætanlegt tjón, er verzlun-
arhúsið með frystihúsi og vélum
fórst í eldi 1941.
Næstu kaupfélagsstjórar verða
Kjartan Guðjónsson frá Miðhúsum
og Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka,
hvor um sig örfá ár. Næstur á eftir
þeim var Jón Gunnarsson, Þingey-
ingur að ætt, sem var svo kallaður
til Vestmannaeyja eftir fimm ár, til
þess að taka við, og rétta við kaup-
félagið þar, sem Sambandinu hafði
þótt vera komið í helzt til miklar
skuldir, og fóru þau hjón nauðug
frá Borðeyri. Nú er kaupfélagsstjóri
á Borðeyri Jónas Einarsson, Hrút-
firðingur að ætt. Formaður kaupfé-
lagsstjórnar um þrjátíu ára skeið var
Gunnar Þórðarson frá Grænumýrar-
tungu, en nú síðustu árin Ólafur
Þorsteinsson á Hlaðhamri. Þeir kaup-
félagsstjórar, sem starfað hafa við
kaupfélagið, hafa allir verið ágætis-
menn, sem vildu félaginu í öllu hið
bezta, þótt af ýmsum ástæðum yrði
vera þeirra stutt.
214
T I M 1 (M N — SUNNUDAGSBLAÐ