Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Page 1

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Page 1
Það er sumarmorgunn í Eldgjá, sól í heiði og tjöld og farartæki ferðafólksins kasta skugg- um á grundina. Sumir eru teknfr að fella tjöld sín, því að senn skal haldið úr áfangastað — aðrir eru enn við ána að snyrta sig og þvo. Hver er sá, er legið hefur úti sumarnótt í skauti íslenzkrar náttúru, sem ekki kannast við slíka morgunstund. Þú færð glýju í augun, þegar þú kemur út í glampandi sólskinið, tært fjallaloftið er sem hunang. Hvort tveggja er jafn notalegt — ylur rísandi sólar og svali vatnsins í ánni. Slíka stund er ekki unnt að lifa nema í fjallalandi, og það hefur fallið okkur í skaut. Þess skyldum við neyta. Ljósmynd: Óskar Sigvaldason.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.