Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Síða 5
maður getur fengið þar svaladrykk og svangur saðningu, þeir, sem illa hafa þolað sólskinið á Snæfellsnesi, kaupa júgursmyrsl sér til meinabóta, og ætli menn skyndilega að efna til veglegrar veizlu, þá má velja milli þriggja gerða af krómuðum ísfötum til þess að kæla í drykkjarföngin. Ef slíkan grip vantar, þegar fagna á aflameti í fiskibæjunum norður á nesinu með verulega höfðinglegu hófi, þá er ekki annað en beizla hjólagandinn og láta hann skeiða suður í Bárðarbúð. Af er sú tíð, þeg- ar allt var armast undir Jökli — við sjálf hin auðugu og aflasælu mið. Alllangt upp frá Hellnum, að baki Stapafells, er enn eitt af furðuverk- um náttúrunnar á þessum slóðum. Örlæti hennar við Jöklara hefur sem sagt ekki verið lítið. Þetta er Söng- hellir, er fengið hefur nafn sitt af bergmáli þvi, sem í honum verður, ef þar er hljóð frá sér gefið. Sé kallað, kastast hljóðið á milli berg- veggjanna, magnast og þyngist og færist í aukana. Þetta er móbergshellir, og eru nafnaristur miklar á hellisveggjun- um, sumar firnagamlar, því að langt er síðan Söngheilir tók að laða til sín gesti. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson komu í hellinn 1754, og töldu þeir eizta ártalið þar vera 1483. Sjálfir grófu þeir fangamörk sín á hellisfegguin, og þar skarta þau enn meðal óteljandi annarra fangamarka, sem örðugt er að grynna í. X. Skammt ofan við Hellna er Laug- arbrekka. Fyrir nálega þúsund árum trítlaði þar í varpa lítil stúlka, sem síðar varð af mikil saga. Það var Guðríður Þorbjarnardóttir, Vífilsson ar, liðveizlumanns Eiríks rauða, er hann átti í málum þeim, er af set- stokkunum spruttu, þeim er hann léði Þorgesti. Hún hefur snemma ver- ið fríð sýnum, enda varð hinum unga farmanni úr Staðarsveit, Einari Þor- geirssyni undan Þorgeirsfelli, star- sýnt á hana, þegar hún gekk fyrir dyr útibúrsins á Arnarstapa, þar sem hann var með söluvarning sinn. Því hefur ef til vill verið iíkt farið um Guðríði og margar aðrar stúlkur fyrr og síðar, að hinn skrautlegi varningur kaupmannsins hafi freist- að hennar. Þessi ganga hennar að skemmudyr- unum varð til þess, að Einar lét biðja hennar sér til handa, en Þorbirni Vífilssyni féll ærið þungt, að ætt- laus leysingjasonur skyldi ieita venzla við hann og taldi það vitnis- burð þess, að fé hans þætti mjög þorrið og virðingin væri á þrotum Þetta dró dilk á eftir sér. Þorbiör Vífilsson kaus fremur að flýja ian< en auvirðast svo og lítillækka ætt sína. Er skemmst af því að segja, að hann gerði veizlu góða, kvaddi þar vini sína og gaf þeim gjafir að höfð- ingjasið, svo að enginn skyldi ætla hann örsnauðan, seldi lönd sín og lét í haf úr Hraunhafnarósi, er nú heitir Búðaós. Hélt hann svo með þrjá tugi manna til Grænlands og komst í byrjun vetrar eftir miklar hafvillur og hrakninga með helming manna sinna á lífi til Herjólfsness. Og nú komumst við að því, að Guð- ríður var ekki einungis fríð sýnum, heldur og vel að sér og búin við- brigðafagurri rödd. Svo var við vaxið, að um þetta leyti var hallæri á Grænlandi, og hinn bezti bóndi á Herjólfsnesi, Þor- kell að nafni, bauð til sín völvu og vildi gera seið til þess að forvitnast um, hvort lykta myndi senn hallæ inu og árferði batna. En völvan vih ekki fremja seiðinn, nema henm væri fengin kona, sem kynni fræði þau, er þar þurfti til — kvæðið Varð- lokk. Kom upp úr kafinu, að Guðríð- ur hafði numið fræði þessi heima á Snjófellsströnd, og kvað hún ,,kvæð- ið svo fagurt og vel, að enginn þótt- Horft niður að lendingunni á Hellnum. Baðstofan blasir við handan víkurinnar, og þar flögra háværir sjófuglar fram og aftur um hvelfinguna. — Ljósmynd: J. H. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.