Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Qupperneq 6
Gamlar tóftir undlr kletti ofan vlS Hellnavör. — Ljósmynd: J.H.
ist heyrt hafa með fegurri rödd
kvæði kveðið, sá er þar var hjá.“ Nú
opnaðist völvunni sýn inn í framtíð-
ina við svo fagran söng, og gat hún
heitíð því, að hallærinu myndi linna,
er vetur væri úti, en Guðríði spáði
hún því, að hún myndi kvonfang fá á
Grænlandi, en „eigi tll langgæðar,“
og myndi vegur hennar liggja til ís-
lands á ný, þar sem mikil ætt myndi
af henni spretta — „og yfir þínum
kynkvíslum skína bjartari geislar en
ég hafi megin til að geta slíkt vand-
lega séð,“ sagði völvan.
Þorbjörn komst nú til Brattahlíðar
á fund vinar síns, Eiríks rauða, er
gaf honum land á Stokkanesi, þar
sem nú er flugvöllurinn í Eiríksfirði.
Svo er að sjá, að Guðríður hafi
fyrst verið gefin Þóri nokkrum Aust-
manní og verið í förum með honum,
og bjargaði Leifur heppni þeim hjón-
um úr skeri við fimmtánda mann, er
hann kom úr Vínlandsför sinni. En
Þórir Austmaður var bráðfeigur. Sótt-
fellt var sem oftar á Grænlandi og dó
Þórir um veturinn og sumir manna
hans. Þá gekk Þorsteinn Eiríksson
að eiga Guðríði. En ekki naut hann
hennar lengur. Hann dó í Vestri-
byggð í Lýsufirði, og er sums staðar
talið, að hann hafi farið þangað til
að vítja bús, sem hann átti, en ann-
ars staðar er svo frá sagt, að hann
hafi ætlað að sækja lík Þorvalds,
bróður síns, vestur um haf, velkt úti
sumarlangt og tekið loks land í
Vestribyggð í vetrarbyrjun. Hin heim
ildin telur Þorvald hafa lifað Þor-
stein. •
Skammt var milli stórtíðinda í lífi
Guðríðar frá Laugarbrekku. Árið
1006 kom Þorfinnur karlsefni til
Grænlands, sonur Höfða-Þórðar, og
gekk hann að eiga Guðríði í Bratta-
hlíð um veturinn. Réðust þau síðan
til Vínlandsferðar næsta sumar með
þeim Bratthlíðingum. í þessari för
ól Guðríður Snorra Þorfinnsson, er
’ fyrstur fæddist hvítra manna vestan
Atlantshafs. Að sjö árum liðnum
sigldí Þorfinnur karlsefni skipi sínu
til hafnar í Skagafirði og settist að
í Glaumbæ með konu sína. Ferðum
Guðríðar var þó ekki lokið. Hún fór
enn utan á gamalsaldri og gekk suð-
ur. Að lokinni Rómargöngu sinni
gerðist hún eínsetukona í Skaga-
firði, og hefur þessi kona fræg-
ust og víðförlust fæðzt upp á Hellis-
völlum á Snæfellsnesi.
XI.
Þegar átta hundruð ár voru liðin
frá uppvexti Guðríðar Þorbjarnar-
Þesslr gömlu vegglr standa vel, enda englnn hörgull á hellum í bergstálinu við
vlð Hellna. — Ljósmynd. J. H.
846
T « Itt 1 N ISI — SUNNUDAGSBLAÐ