Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Síða 12
Það hefur áður verið vikið að því
hér í Sunnudagsblaðinu, hvernig sí-
fellt er að koma í ljós, að saga manns
ins er miklu lengri en áður var tal-
ið. Nú er svo komið, að fundizt hafa
bein úr mannlegum verum, svonefnd
um homo habilis, er iíklega hafa ver
ið uppi fyrir tveimur milljónum ára.
Fregnirnar af þessum beinafundi
birtust í þorra blaða í aprílmánuði
síðastliðnum, en mun þó hafa verið
heldur lauslega getið hérlendis. Vís-
indamenn tóku þessum fregnum með
varúTS fyrst í stað, því að ekki er
það háttur slikra manna að gleypa
fyrirvaralaust við hverju því, sem
birt er á prenti. En tortryggnin rén-
aði, þegar á daginn. kom, að það var
hinn heimsfrægi Englendingur,
mannfræðingurinn dr. Leakey, sem
fyrir þessu var borínn, og enn þóttu
meiri líkuf til þess, að hér væri satt
frá sagt, er það vitnaðist, að bein
þessi hafa verið að finnast síðastlið-
in fjögur ár. Þau höfðu því verið
rannsökuð gaumgæfilega, áður en
frá fundinum var skýrt í blöðum.
Það hafði ekki verið flanað að neinu.
í kjölfar blaðafréttanna kom svo
greinargerð Leakeys sjálfs og nokk-
urra aðstoðarmanna hans í viður-
kenndum vísindaritum. Þetta var þó
einungis undanfari miklu rækilegri
greinargerðar, sem ekki er að vænta
fyrr en síðar.
Dr. Leakey og kona hans hafa stað
ið fyrir umfangsmiklum rannsókn-
um á fjölmörgum stöðum í Mið-
Afríku og gert þar margar stórmerk
ar uþpgötvanir, meðal annars við
Viktóríuvatn og þó einkum í Oldú-
vægljúfrunum í Tanganíku. Þýzkur
landkönnunarleiðangur, sem dr. Katt
winkel stýrði, fann þessi gljúfur af
tilviljun árið 1911. Urðu Þjóðverj-
arnir þess þegar vísarí, að þar var
mikið af steingervingum, en fengu
engri rannsókn komið við. Árið 1913
fór annar þýzkur leiðangur, sem dr.
Hans Reck stjórnaði, á þessar slóðir,
en þá runnu rannsóknirnar út í sand
inn vegna styrjaldaræðisíns. Dr.
Hans Reck vildi taka þar til að stríð
inu loknu, er hann hafði orðið frá
að hverfa, en tókst ekki að afla fjár
til þess. Þegar hann var vonlaus orð-
inn um það, að honum auðnaðist
efna til nýs leiðangurs, skrifaði hann
dr. Leakey, er þá var ungur maður,
stjórnandi Þjóðminjasafnsins í
Næróbí, og bað hann að takast þess-
ar rannsóknir á hendur.
Fjáðum mönnum og stofnunum
var ekki hugleikin þessi rannsókn.
Dr. Leakey gekk illa að afla peninga
til hennar, þó að hann hefði útí all
ar klær, og það var ekki fyrr en árið
1931, að það tókst. En jafnskjótt og
hann var kominn á staðinn, varð hon
um ljóst, að Oldúvægljúfrin myndu
hvergi eiga sinn líka í veröldinní.
Niðri í gljúfrunum var mergð grófra
og ólögulegra verkfæra úr steini og
fjöldi steingervinga úr dýraríkinu.
Dr. Leakey fann þar þegar í fyrstu
lotu leifar hundrað dýrategunda.
Þetta var ekki anna. en upphaf
langra og mikilla rannsókna, sem var-
að hafa áratugum saman og varpað
óvæntu ljósi á þróunarsögu mann-
kynsins. Þessar rannsóknir hafa mest
hvílt á dr. Leakey og konu hans,
en á síðari árum hafa synir þeirra
tekíð vaxandi þátt í þeim.
Ár eftir ár hélt dr. Leakey til
Oldúvægljúfranna, og sífellt fjölgaði
steinverkfærum þeim og steingerving
um, sem hann flutti þaðan. En það
dróst á langinn, að hann fyndi leif-
ar þeirra vera, sem höfðu búið til
verkfærin.
Oldúvægljúfrin í Tanganíku eru
nyrzt í landinu, nokkuð fyrir sunn-
an miðjarðarbaug. Þau eru fjörutíu
til fimmtíu kílómetra löng og níutíu
til hundarað metra djúp. Endur fyr-
ir löngu hefur fljót rist sér farveg í
tiltölulega losaralegt, fornt set frá
kvartertíma jarðsögunnar niður á
hraungrýti, er undir var. Setinu í
gljúfurbörmunum hefur dr. Leakey
skipt í fjögur lög eftir aldri þeirra.
Þrátt fyrír margendurtekin von-
brigði hélt dr. Leakey áfram að leita
leifa frumstæðra mannvera í þessu
seti. Og loks varð honum að von
sinni. 17. júlí 1959 var hann sjálfur
lasinn og hafðist við rúmfastur í
tjaldi sínu, og fór kona hans ein
þennan dag til þess að vinna við
uppgröftínn. Sem hún skreið á fjór-
um fótum fram og aftur um gryfju
þá, er hún var að grafa, rak hún
allt í einu augun í litla beinflís, sem
hún þóttist þegar sjá, að væri úr
hauskúpu. Litlu síðar fann hún tvær
brúnsvartar tennur nokkru ofar í
gryfjubarminum. Hún merkti stað-
inn, sem var í elzta setlaginu miðju,
hljóp til bifreiðar sinnar og ók sem
hún máttí heim að tjaldinu. Dr.
Leakey heyrði hana hrópa, er hún
nálgaðist tjaldið:
f^Í^^nniH4nuni nra I
<52
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ