Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 16
sagnfræðmgur: SUÐUR MED SJÓ Straumsvíkín er fegursti staðurinn á leiðinni út Reykjanesskaga. Þar eru miklar uppsprettur í fjörunni og sæmiiegt drykkjarvatn, þegar lág- sjávað er. Uppspretturnar, straum- arnir, gefa víkinni nafn. .Húsin, sem standa að Straumi, voru reist af Bjarna Bjarnasyni. skólastjóra á Laugarvatni, en hann rak hér bú um og eftir 1920. Austan víkurínnar standa fornieg hús eyðijarðarinnar Lambhaga, sem var hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum, eyöibýlis í hrauninu sunnan vegar. Einníg stóðu hér í eina tíð Péturs- ko1 og Gerði. en út með víkinni Þýrkabúð og Jónsbúð, og stendur kofi á stað þeirrar fyrrnefndu. Hér vai verzlunarhöfn á þeim öldum. er útlendii kaupmenn slógust um hverja krummavik við Faxaflóa. .'eg- ar Þjóðverjai tóku að sækja til Hafnarfjarðar, slógu Englendingar búðum í Straumsvíkinni. Þannig var það vorið 1486. Þá unnu Þjóðverjar kappsiglinguna til fjarðarins, svo að Englendingar lögðu skipum sínum við klettana sunnan víkurinnar. Það- an gerðu þeir áhlaup á Hafnarfjörð, tóku þá Hansakaupfar herskildi og nokkurn hluta áhafnarinnar. Þeir sigldu með aflann til írlands og seldu þar skipið og mennina 11 að tölu í Calway. Það er eitt hið síð- asta, sem vitað er um þrælaveiðar á fslandi, unz Hundtyrkinn kom hing- að 1627. Vorið 1551 sendi Kristjan kon- ungur III skipalið til íslands til þess að brjóta niður uppreisn kaþólskra manna. Frægasti sjóliðsforingi og víkingur í Danaher um þær mundir var Otti Stígsson. Hann lenti tveim- ur herskipum á Straumsvíkinni fyr- ir alþingi. Hernum var ekki veitt nein mótspyrna, af því að Jón Ara- son biskup og synir hans höfðu fall- ið fyrir böðulsöxi haustið áður. Norð lingar drápu Kristján skrifara og menn hans seint í janúar um vetur- inn á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi. Nú varð herinn að vinna sér eitt- hvað til frægðar og sneri því vopn- um sínum gegn bóndanum á Kirkju- bóli, Jóni Kenikssyni, og Halli, hús- manni hans í Sandhólakoti. „Þeir voru báðir teknir um sumarið eftir og áttu að flytjast til alþingis. En þeir voru þverbrotnir og bágir við- ureignar, fluttu þá að Straumi, og voru þeir þar báðir hálshöggnir. Þar ÖNNUR GREIN var þá kaupstefna. Höfuðin voru fest á stengur, en bolirnir á hjóli sundur slitnir, og sá til merkis meir en 20 eður 30 ár.“ Þeir Jón og Hallur voru þverbrotn ir og bágir viðureignar, svo að her- inn þorði ekki með þá til alþingis. Þar var herskipið og kanónurnar svo langt í burtu. Hér svalaði herinn metnaði sínum með því frægðarverki að stegla þá félaga. Hér gat að líta pyndingatækin og líkami píslarvott- anna við götuna vegfarendum til áminningar. Um túnið á Straumi liggur braut að Óttarsstöðum, fornri útvegsjörð í hrauninu utan við víkina. Þar voru kot í túni, m.a. Eyðikot og Lónakot nokkru utar með ströndinni. Þar eru harðbalatún, erfitt um ræktun og engjar engar, en fjárbeit góð. Þótt byggðin standi við steypta bíla- braut og háspennulínu, þá hefur raf- væðing íslands ekki náð heim á bæina, og brautin heim er allfrum- stæð. Almenuingur nefnast fornleg hraun utan við Straum, runnín frá ýmsum eldstöðvum undir Sveiflu- hálsi, m.a. við Mávahlíðar. Þar er víða talsverður trjágróður þrátt fyrir gengdarlausa rányrkju rúmlega 10 alda. „Rifhrís til kolagjörðar á jörðin í heimalandi, og líður hún á því rif- hrísi stóran ágang af Stærri og Mínni Vatnsleysum, ábúendum og hjáleigu mönnum. Annars brúkar jöíðin þetta hrís til að fæða kvikfénað í heyskorti. — ... Eldiviðartak er af hrísi mestan part“, segir í kafla Jarðabókarinnar frá 1703 um Hvassa hraun. Hér var mótekja nær engin og reki lítill, svo að hrísið var aðal- eldsneyti manna frá upphafi vega, og einnig bithagi búsmalans í harð- indum. Þegar það þraut, rifu menn lyng og mosa og þurrkuðu þang til eldsneytis. Menn gengu hart að gróðrinum engu síður en útigangsfé, því að eldsneytis varð að afla, hvað sem'það kostaði. Það eru engin und- ur þótt gróður um Almenning og Strandarheiði sé orðinn tærður af rányrkju margra alda. Eldiviðarskort urinn var ein af þeim plágum, sem hrjáði fólk mest um Reykjanesskaga, og brennið, sem þeir stungu undir pottinn á hlóðunum, var oft ein- göngu þurrkað þang og þari. Almenningur var illrændur í eina tíð fyrir það, hve hann var ógreið- fær, og þar var ríki huldufólks og drauga. Fá skýr kennileiti eru með- fram bílabrautinni. Goltri heitir hóll, fyrsti verulegi hraunhóllinn, fyrir ut- an Straum við veginn. Austan við Hvassahraun er Sprengilendi, en nær túninu liggur brautin milli Skyggnis og Virkishóla. Nokkru fyrir utan Goltra liggur vegur af brautinni suður hraunið og yfir á gamla veginn. Nokkru utar liggur annar vegur af honum yfir malargryfju innar í hrauninu. Gryfja þessi er fornt rauðamelseld- varp eins og Rauðhóll. Þaðan sér nokkru utar mikla fjárborg, Krist- rúnarborg, sem Kristrún Sveinsdótt- ir húsfreyja á Óttarsstöðum reisti með vinnumanni sínum einn vetur- inn seint á 19. öld. Þetta er mikið mannvirki og sýnir, að konur hafa kunnað að hlaða grjóti engu síður en karlar. Austur af malargryfjunni rís hraunhæð, Smalaskáli, og er fornt skotbyrgi efst á henni. Suður af gryfjunni er hraunið mjög sprungið, hefur þar hrannazt upp kringum dá- lítinn gjallhól, eldvarp, og er kollur hans botn í alldjúpri skál eða kvos í illgengum hraunkarganum. Hóll þessi er ósnortinn, af því að illfært er að honum. Gamli vegurinn milli Straums og Hvassahrauns liggur nokkru innar í hrauninu en bílabrautin. Rauðimel- ur, fornt eldvarp, er skammt fyrir austan Smalaskála. Hann er eldri en hraunið, sem hefur lagzt utan að hon um. Sumarið 1906 þokaðist gamli Kefla víkurvegurinn suður hraunin, og slógu vegamenn tjöldum um haust- ið við Rauðamel. Innar í hrauninu er Gvendarbrunnur, hola í sléttri klöpp austan við Gvendarbrunnshæð. Staðurinn er kenndur við Guðmund biskup góða. Vatnsbólið er heldur UM REYKJANESSKAGA — YNGSTA HLUTA ÍSLANDS 856 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.