Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 22
að hann hæfi nýja rannsókn. Haust-
íð 1810 var þó hjónaskilnaðarmál
þeirra Jóns og Ingunnar tekið upp
og hjúskap þeirra loks slitið á lög-
legan hátt. En barnsfaðernismálið
frestaðist þar til seint í aprílmánuði
1811. Þá var barnið sjálft fyrir löngu
dáið, og eitt vitnanna, Ingibjörg
Ijósmóðir á Hellu, var einnig komið
undir græna torfu.
Ólafur ættfræðingur Snóksdalín,
sem um þetta leyti bjó á Hrísum í
Fróðársveit, hafði verið skipaður
sækjandi, og varð þegar ljóst, að
hann myndi verða nökkuð þungur á
bárunni. Þegar í upphafi hins fyrsta
þings sló í harða brýnu milli þeirra
nafna, og lét Ólafur Snóksdalín að
því liggja, að Munaðarhólsbóndi
hefði þegar játað á sig mannvillu.
En Ólafi Björnssyni var sízt í huga
að vægja. Hann hrópaði á mótí:
„Það hef ég aldrei talað. Ég lýsi
yður lygara fyrir það.“
Heimtaði þá Ólafur Snóksdalín, að
hann yrði sektaður fyrir ill orð, og
dæmdi sýslumaður sjálfum sér óðar
nokkra sekt úr hendi Munaðarhóls-
bónda.
Að þessu sinni var Jón í Brekku-
bæ úrskurðaður vitnisbær, enda hafðí
landsyfiréttur skipað svo fyrir. Samt
setti sýslumaður þau skilyrði með
tilvísun til Norsku laga, að honum
leyfðist ekkj að bera vitni um orð
eða orðaskiptí, er fallið höfðu, áður
en sökin var tekin upp. Þetta hefur
sennilega átt að koma í veg fyrir, að
hann greindi frá orðaskiptum þeirra
Ólafs um barn Ingunnar. En Olafur
Snóksdalín hafði þetta að engu.
Hann spurði sem hann lysti, og
Brekkubæjar-Jón svaraði fullum fet-
um, þó að sýslumaður áminnti hann
„varkárlega að vitna um orð og orða-
tiltæki." Hér fór því svo, að þeir
Brekkubæjar-Jón og Jón Gottskálks-
son sögðu allt af létta. Þar bættust
við vitnisburður Þorleiks og Mar-
teíns Einarssonar og fleiri manna,
sem vissu nokkur skil á málavöxtum,
þeirra á meðal Jóhanns Markússon-
ar. En ekki verður séð, hvað þeir
séra Jón í Stapatúni, Jón í Eiði og
Ólafur sjálfur hafa sagt, því að þeim
voru heimilaðir skriflegir vitnis-
burðir, sem nú eru glataðir. En eng-
um gat blandazt hugur um það að
þessari rannsókn lokinni, að Ólafur
á'Munaðarhóli hafði sjálfur átt bam
það, er hann fékk Jón í Brekkubæ
til þess að gangast við.
Sigurður Guðlaugsson komst nú
ekki hjá því að kveða upp þann dóm,
að Ingunni skyldi heimilt að sverja
barnið á Ólaf. Og þá var í rauninni
ekki annað eftir en ákvarða, hverjir
bera skyldu kostnaðinn. Sjálfum sér *
úrskurðaði hann níu dali frá hvoru,
Ólafi og Ingunni, auk þess sem þau
skyldu greiða lítilfjörlega sekt í
dómsmálasjóð og sveitarsjóð. Einnig
skyldi Ólafur borga nafna sínum,
sækjandanum, þrjátíu dali, „og fyrir
óþarfa og misþenkjanlega mílligöngu
. . . í þessu máli betali hann til
fátækra féhirzlu Neshrepps utan Enn
is tíu rikisdali kúrant."
En nú fór Sigurður gætilega: Þess-
um dómi skyldi ekki framfylgt fyrr
en háyfirvöldin hefðu samþykkt
hann.
Ingunn kvaðst þegar vilja sverja
eiðinn og alls ekki hafa hug á áfrýj-
un, en Ólafur baðst þess, að sér yrði
veittur frestur. En í rauninni hafði
hann sloppið svo áfallalítið frá leiðu
Framhald af 848. síðu.
grennd við bæ plássbóndans. Á Önd-
verðarnesí er brunnurinn Fálki, æva-
forn og rammlega hlaðinn. Niður i
hann eru fjögur eða fimm þrep, en
gert yfir hann með afarmiklum hell-
um, sem einhvern tíma hafa verið
sóttar langar leiðir til þessara nota,
og er langt síðan græn gróðurtorfa
hefur lagzt yfir þær.
Þarna bjó Gisli Einarssson, sem í
æsku sinni var lífvörður Jörundar
hundadaga konungs, og hér söng
hann sjálfur yfir Fransmanninum,
er skútukarlar frá Dunkirkju fluttu
dauðan á land vorið 1875, og jós
hann moldu með sömu ummælum og
prestar viðhöfðu við slík tækifæri.
Samt lét yfirvaldið grafa hann upp
af hótfyndni sinni og séra Árni Böðv-
arsson á Sveinsstöðum syngja yfir
honum upp á nýtt.
Þetta er þó ekki eina skiptið, sem
Öndverðarnesmenn hafa staðið í
stórræðum vegna ásóknar útlendinga,
lifandi eða dauðra. Líkt og víðar á
útskögum hafa sjófarendur stundum
gert sig heimakomna í fuglabjörgum
þar ytra og farið um rænandi og
myrðandi í fuglabyggðinni. Slíku var
illa unað, og reyndist þó torvelt að
reisa rönd við þessu háttalagi. Sýslu-
maður héraðsins sat víðs fjarrí, svo
að ekki kom til greina að kalla hann
á vettvang, en eftirmálum dauflega
sinnt, þó að þá leið ætti að fara.
Þeir, sem harðir voru af sér, gripu
þess vegna stundum til þess ráðs að
reka sjálfir af höndum sér ófögnuð-
inn. Atburður af því tagi gerðist við
Öndverðarnes fyrir fimmtíu eða
sextíu árúm. Norsk bátshöfn réðst
þar í fuglabjörg til rána. Fór þá
r"
1 Laysn
I 32. krossgátu
máli sem framast gat orðið, svo að
auðvitað varð ekki af áfrýjun af
hans hálfu. En vafalaust hefur hon-
um sárnað mjög ósígurinn, en Jón
í Eiði hælzt um að sama skapi.
Ólafur virðist hafa farið gætilegar
eftir þetta. Þegar önnur vinnukona
í sveitinni, Guðrún Arngrímsdóttir
að nafni, kenndi honum barn nokkr-
um árum síðar, gekkst hann orða-
laust víð því. En ef til vill hefur
Guðrún átt meiri ítök í honum en
Ingunn, því að hún dvaldist á Mun-
aðarhóli eftir barneignina og virð-
ist hafa verið Ólafi handgengin til
æviloka hans.
garpur frá Öndverðarnesi á vett-
vang með konu sína og son, og
voru þeir feðgar báðir með skot-
vopn. Er skemmst af þeirri viður-
eign að segja, að einn skipverja varð
fyrir skotí og særðist nokkuð, og
urðu af þessu eftirmál. En líklega
hafa ræningjar hikað við að ganga
þarna á Iand eftirleiðis, er það spurð-
ist meðal fiskimanna, hve harðfengi-
lega Öndverðarnesmenn vörðust
þeim, er á þá leituðu.
Enn var á þessum slóðum ein
veiðistöð með hverfi þurrabúðar-
manna, áður en kom inn á Hellis-
sand — Gufuskálar. En þar er ekki
lengur þingað um fiskidrátt og sjó-
veður fremur en í öðrum gömlum
veiðistöðvum yzt á Snæfellsnesi. Fiski
mennirnir eru gengnir veg allrar ver-
aldar, varirnar fullar af grjóti og
naustín hrunin. Mannv.irki eru
samt ósmá á Gufuskálum, því að
þetta er einn þeirra staða, þar sem
setuliðið bandaríska hefur búizt um.
Það rak ský fyrir sólu, þegar ég ók
þarna í gegn, og bar skugga yfir
landið. Og það skyggði líka í hug
mér.
ÍN' i2 [Z 5 / 0 0 G
. * T 1 M l n
/ M Ó p U 7
/ £ 7 7 P p
■ z £ 2L fl p P i
/ »/. ' K / fl / / B I n z ó £ /
z E í [K r J o V V u R 7 K if
L y j ý jLj L H / R A Z R n K r L
/ 5 f íZ w E H n P U i? V
7 K í t K z / z rf R 7 L ö L
/ n i : o l N N r / 1 N N C
5 p c ) R z p fl T i z fl H S
7 u I - L M z 7 V N G K í) R
7 F j i z z z 6 H *L a □□EfE
Z * / ?K fl H r fl r o z /C T z R
N fi J K z V 0 r b z 6 V ►T R
ó tyi 1 E R R fl G £ R P / / 6 i
n -• M fl L u R -> flT -> s T a
íZ K z K K R V u / 6 R fl
1 M K E U N I N G u R 7 T
Q 3® fl L fl r z fl lel u n R /
VESTUR UM SNÆFELLSNES -
862
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ