Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Blaðsíða 4
og hlaupandi fram af hestinum, sem kollsteyptist gersamlega undir hon- um. Þá skeði það, að Hesta-Bjarni, sem einnig hafði verið þarna á ferð, séð sprettinn og ofboðið sem öðrum fum og fjöræði hestsins, reis á fæt- ur undan beitarhúsaveggnum, gekk á móti Sigfúsi, faðmaði hann að sér og sagði: „Þarna kemur áreiðanlega reiðmaður, það bregzt mér ekki.“ Þarna sáust þeir í fyrsta sinn, Bjarni og Sigfús. Bjarna hefur ef til vill grunað . fremur en aðra, að ske kynni, að Blesi gætti fóta sinna bet- ur á næsta spretti. En eiganda hests- ins var hálfþungt sem vonlegt var. Hann elskaði klárinn eins op lífið í brjósti sínu. Annars voru þeir Sig- fús góðkunningjar. Þetta var ekki Múla-Blesi. Hans skapgerð hafði ver- ið allt öðruvísi. Sigfús var dóttur- sonur Skarða-Gísla. Gísli brenndi kveðskap sinn skömmu fyrir andlát sitt. Kunnugir töldu, að þar hefðu farizt falleg kvæði og sálmar. Skammavísurnar og klámvísurnar gat hann ekki brennt, þær voru komnar í eyrun á fólkinu um allar nálægar sveitir. Konan mín er frá V'atnshorni eins og ég sagði áðan. Bjarni Björnrson, tengdafaðir minn, var greindur mað- ur og minnugur. Mér þykir nú skaði að muna ekki betur sumt af því, sem ég heyrði hann segja frá. Eg bjóst líka hálfvegis við á þeim árum að margt af því, sem hann „agði frá Iöngu liðnum dögum í Vatnshorni og fram-Skorradal, kæmi fram á sjónarsviðið síðar, þegar kassinn hans Björns bróður hanr í Grafar- holti yrði opnaður. Það er ekki hægt í stuttu viðtali að gera grein fyrir nema örlitlu broti af öllu því, er manni væri hug- -LeUað.í»ajl£RPa..á. Eg kom fyrst í Skorradal haustið 1927, rúmlega tvítugur unglingur. Mér eru minnisstæð Fitjasystkinin gömlu, Stefán og Þóra. Það er löngu kunnugt, að Stefán var fjölgáfaður maður og víðlesinn. Kristleifur á Kroppi segir einhvers staðar: „Það vakti almenna eftirtekt, þegar Stefán tók til máls á mannfundrm." Þóra bar með sér höfðinglegt "firbragð, ekki síður en bróðir hennar. Það hefur myndazt hjá ' mér sú skoðun, að gömlu Vatnshornshjónin, Björn Eyvindsson og Sólveig Björns- dóttir, prófastsdóttirin frá Þingvöll- um, hafi verið vel gerðar og mætar Það er janúarkvöld, stillt veður, en nokkuð kalt. En þrátt fyrir frost ið úti, er hlýtt og notalegt í stof- unni hjá Höskuldi Einarssyni og Sól- veigu, konu hans, á Hofteigi 22. Við Höskuldur tökum tal saman, og það ber margt á góma. — Þú ért Þingeyingur, Höskuldur er það ekki? — Jú, ég er Þingeyingur aí ætt, en fluttist úr Þingeyjarsýslu milli tvítugs og þrítugs. Þá fór ég að Vatnshorni í Skorradal og var þar i alls þrjátíu ár. Konan min er það- an. Ég er kominn af Krossverjum í föðurætt. Móðurættin er frá Helga á Skútustöðum og séra Jóni í Reykja hlíð, af því að hann meðgekk á gam als' aldri að hafa tekið fram hjá. Afar mínir voru Arni á Finnsstöð- um og Sigfús á Halidórsstöðum, ágæt ir karlar og snyrtimenni í búskap sínum. Þeir höfðu báðir ga,..an af hestum, vísum og söng. Það var Sig fús, sem teymdi Gust eftir spýtunni, sem lá yfir klettagilið að Búðaránni í Húsavíkurþorpi og kollreið forð- um daga, óviljandi að vísu, fjöróðan ofstopahest, er síðar varð landskunn- ur snillingur. Þetta gerðir á beit- arhúsagrundinni innan við Sigríðar- staði. Karlinn kom standandi niður 76 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.