Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Blaðsíða 14
kringum Sigvalda Gunnarsson, er
hann hófst handa um smíðina og
fór að hefla kirkjuviðinn. Og von-
andi hefur þakið verið haglega gert
og heilagur Ólafur kóngur litið með
velþóknun á musterið. En sá var
brestur í fari þessa smiðs, að hann
skammtaði sér sjálfur .'.míðalaunin.
Og þar gerðist hann nokkuð djarf
tækur, því að hann fíflaði hina tign-
ustu jungfrú og nam hana á brott
— dóttur Einars hirðstjóra Þorleifs-
sonar og systurdóttur Björns ríka á
Skarði.
Með þessa brúði sína hélt Sigvaldi
langalíf suður á land og allt austur
á Síðu. Ekki var fritt í námunda
við stórmennin á Vesturlandi eftir
slíkan verknað. Þó hefði þessi flótti
tæpast enzt kirkjusmiðnum til
griða, ef ekki hefði annað komið
til: Stúlkan var óskilgetin, Ein-
ar hirðstjóí’i látinn fyrir hálfum
þriðja áratug og Björn Þorleifsson
nýfallinn í Rifi fyrir vopnum Lynn
verja. Skarðverjar hafa haft í öðru
að snúast um þetta leyti en elta
uppi brotthlaupnar frændkonur sín-
ar. Og hafi Sigvaldi langalíf í raun-
inni verið sonur Ólafar ríku, mátti
kannski linkindar vænta úr þeirri
átt, enda var þá jafnræði nokkurt
með honum og laundóttur hirðstjór-
ans frá Vatnsfirði.
Einar á Hrauni er sonur kirkju-
smiðsins og Þuríðar Einarsdóttur
hirðstjóra. En ekki hafa þau hjú-
in reitt undir sér gull eða silfur að
vestan — að minnsta kosti ekki svo,
að við þau loddi. Og enginn varð
heldur hökufeitur af heimanmund-
inum, sem Gunnhildur, húsfreyjan á
Hrauni, færði bónda sínum. Aftur á
móti hefur hún alið honum marga
syni, sem dafna dável. En nöfn hafa
þau hjónin ekki sótt þeim í Vatns-
firðingakyn. Enginn drengjanna,
sem slítur sóleyju í varpa á Hrauni
eða sýslar við horn og völur á bæj-
arþaki, heitir Þorleifur, Björn eða
Einar. Kannski ber Hraunsbóndinn
ekki mikinn ræktarhug í brjósti til
hinna ættstóra frænda sinna, arf-
laus maðui’inn — kannski hafa þeir
drengjanna, sem í þann ættgarð
hétu, ekki viljað lifa í svo lágu hreysi
sem þeim var búið austur í Land-
broti.
III.
Við getum ekki ráðið í það, hvort
Hraunsfól'ki hefur verið ætterni sitt
mikill vegsauki í augum Skaftfell-
inga. Það er tvennt til með það eins
og í pottinn var búið. Með blómleg-
um efnahag hefði það þó vafalaust
orðið því til verulegs framdráttar.
En ekki er það samt svipt öllum
frændastyrk. Ein dóttir Sigvalda
langalífs og Þuríðar Einarsdóttur,
Halldóra, hafði ung vígzt Kristi og
gengið í klaustur. Kannski hefur
hún sjálf valið sér það hlutskipti að
gerast frekar brúður Krists en ein-
hvers bóndasonar austan sanda —
kannski hafa foreldrarnir komið
henni í klaustur með það í huga, að
við það jókst ofurlítið arfahlutur
hinna systkinanna, svo að örlítið
hærra mátti líta, þegar hjúskaparmál
þeirra bar á góma. Hirðstjóradóttur-
inni kann stundum að hafa sviðið
það lilutskipti, er hún varð að sætta
sig við, þótt í öndverðu hafi hún á
brott farið með Sigvalda af meira en
fúsum vilja.
Um Halldóru abbadís er það sagt,
að er hún kvenna hæst vexti. Sig-
valdi, faðir hennar, var og mikill
maður á velli og svo er um þá kyns-
menn fleiri. Og Halldóra er einnig
hæfileikakona. Hún komst brátt í álit
í klaustrinu, og þar. kom, að hún
varð þar abbadís. Hraun er klaustur-
jörð, og vafalaust hefur Halldóra
fengið bróður sínum þar ábúð. Það
er plógur þeirrar jarðar, að þar er
sjálfsáinn akur í foksandi — mel-
skurður ágætur, svo að börnin fá
brauðbita annað veifið.
Skyldleikinn við abbadísina er því
sýnilega nokkurs virði þeim, er í
bökkum berst. Og það er líka vegs-
auki að honum. Kirkjubær á Síðu er
mikill staður þar á milli Sanda, og
það er hann meira að segja í vitund
alls landslýðs. Benediktssystur njóta
virðingar, og þeir, sem leið eiga frarn
með Skaftá, slá krossi á enni og
brjóst, þegar þeim verður litið upp
til klausturhúsanna. Á gangdaginn
eina, miðvikudaginn fyrir uppstign-
ingardag, beinir margur maðurinn
för sinni að klaustrinu til þess að
bífala sig þar guði og helgum mönn-
um. Ki-ossar hafa verið reistar á tún-
görðum í hverjum eyktarstað, og
skrúðgangan sígur fi’á kirkjudyrun-
um með klausturprestinn í broddi
fylkingar, berandi merki á stikum,
austur að hliðunum og síðan með
görðum fram í náttmálastað.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
Kónglegur prófessor, Jörgen Holmuth, afhöfðar fórnarlömb Kristjáns II. í Stokk-
hólmi. Aðalsmenn og biskupar, sem heitið hafði verfö fullum griðum, voru tekn-
ir af lífl jafnskjótt og Kristján II. hafði verið krýndur konungur Svía.
85