Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Blaðsíða 13
TÍlf'il !• .1 veiíiskati. Fyrir örfáum árum var hann í flokki Skaftfellinga, sem fóru á áttæringum gegn kaupskip- um Englendinga í Vestmannaeyjum og svöruðu örvadrífunni af handbog- unum ensku með grjótkasti, en beittu fornum vopnum, spjótum og öxum, er til návígis kom. Af þeim fundi var dauður borinn Gissur, bróðir Hrauns- bóndans, ásamt séra Jóni smjörþef úr Meðallandi. Bóndinn á Hrauni, Einar Sigvalda- son, sver sig í hinar frægu ættir að því leyti, að honum ægja ekki stór- ræðin. En með dálítið undarlegum hætti er honum í þær skotið, og er þó sumt á huldu. Sú saga gerðist fyrir þær sakir, að höfðingjar landsins forsmá hvorki gæði þessa heims né annars. Því er hvíslað, að frægasti kvenskörungur Vesturlands, Ólöf Loftsdóttir, hafi illa unað einlífinu í æsku, enda margt fríðra sveina og vaskra á höfðingja- setrunum. Kviknaði líf af slíkum æskubrekum hinna auðugustu höfð- ingjadætra, var ekki dæmalaust, að þernum þeirra væri eignað afkvæm- ið. Faðir Hraunsbóndans, Sigvaldi langalíf, var hvorki kailaður sonur mzrn v trJ.lril írr Ólafar ríku á Skarði né þess manns, er hún var talin hafa á dáleika í æsku, en þó er ekki laust við kvis um uppruna hans. En hvort sem það styðst við rök eða ekki, þá leikur á hinn bóginn enginn vafi á göfugu móðerni Einars á Hrauni. Og þá er komið að umhyggju höfðingjanna á Vesturlandi fyrir velferð sinni í þeim heimi, þar sem aðalstign og harð- stjóravald á íslandi er ekki með öllu einhlítt til æskilegra málaloka. Þótt hátt væri á þeim risið, þegar þeir riðu til dómþinga eða fjárupptöku, urðu þeir að temja sér annað snið í skiptum sínum við þá, er lénum réðu á himni og jörðu. Þess vegna krupu þeir að fótum heilagrar Máríu og játuðu sig synduga guði, reistu kirkjur miklar og skartlegar, fluttu út hingað helga dóma og dýra gripi, bríkur og þar til tabúlam, messu- klæði og altarisdúka til þess að gefa þeim guðshúsum, er þeir áttu mestar skyldur við, til uppbótar á jarðir, skreiðartolla, raftviðarskóga og reka- fjörur. Það var þó sannast mála, að smið- ir þeir og skreytingamenn, sem þeir keyptu til þess að lofa guð með verkum sínum, reyndust stundum dreissugir og ófyrirlátsamir. Það hafði herra Eiríkur riddari komizt að raun um hér fyrr á tíð, er hann fékk Þórarin pent til þess að prýða nýja kirkju í Vatnsfirði, því að hann vann á staðarprestinum í sjálfum kirkjugarðinum í stað þess að láta sér nægja að festa myndir helgra manna á þiljur og bríkur. En það leggur úrgan vind áf hafi inn firði Vesturlands, og jafnvel hin veglegustu guðshús með handaverk- um Þórarins pents frá Hafnseyri við Arnarfjörð ganga úr sér og hrörna. Þá er bót í máli, að höfðingjaslekt- ið í Vatnsfirði og á Skarði hefur aldrei horft í kostnað við kirkju- smíðar. Sigvaldi langalíf er maður hagur, hvaðan sem honum er kominn hagleikurinn, og þegar Vatnsfirðing- ar hafa ráðið að reisa nýja kirkju með spónaþaki, fá þeir hann til verks ins. Það fæst mikill viður af Dranga- reka, og skriðartollarnir úr Bolunga- vík, sem Björn Jórsalafari gaf kirkj- unni forðum í legkaup sitt, eru ær- ið drjúgir. Ekki þarf að efa, að lok- arspænirnir hafa flogið ótt og títt f I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 85

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.