Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Blaðsíða 17
upp lásnum, liggur síðan og norfir upp í gegnum laufkrónurnar, stund- um á skýin, stundum á heiðan og tæran himininn. Tíðum er það á frostnóttum, að norðurljós hvirflast um himingeim- inn eins og logabrim, leiftrandi og litskrúðug. Nestori finnst gaman að virða þau fyrir sér. Græn, gul, eld- rauð. Hann lokar augunum. Eidrauð eins og hárið á afgreiðslustúlkunni í búðinni, daginn sem hann keypti svefnpokann. Hún hló, og hárið leiftraði eins og brim norðurljósanna. Fléttað gullnu, rauðu og gulu. Það hrökk í sífellu niður fyrir augun, og hún strauk það aftur með höndinni. Þá brostu augu hennar. Augu með lit hinnar kristalstæru lindar, blönd- uðum örlitlum grænleitum eimi. Og hlátur hennár var eins og mosi á vori — svo mjúkur, að maður sökk í hann. Ef hann hefði þvílíkan kvenmann við hlið sér, skyldi hann vefja hana fast að sér í hlýjan og dúnmjúkan pokann. Hann skyldi meira að segja, leyfa henni að hafa pokann ein. Hver skyldi annars hafa sofið í þess- um poka áður? Um hvað skyldi hann hafa hugsað, þegar hnn !á í hon- um? Það var einkennileg angan úr þessum poka. Ekki svo sem Iykt af þurrum æðardúni, heldur eimur svefnvana drauma, ilmur vors. Nest- ori var því öllu nauðakunnur, hann hafði lifað því lífi. En það var nú allt gömul saga. Draumar hins ókunna hermanns, blandaðir draum- um hans sjálfs. Hver vissi nema hann ætti rauðhærða stúlku líka. Kannski hafði hann legið í þessum poka og verið að hugsa um stúlk- una sína. Ef til vill hrundi hár henn- ar líka niður um herðar hennar í mjúkum bylgjum eins og trjátopp- arnir, sem bærðust þarna ’ippi. Eins og bylgja, já . . . eins og bára á fljóti. Það virtist svo nálægt, hann rétti fram höndina eins og í svefni til þess að strjúka það. Dó hann, þessi maður, sem nafði átt pokann? Eða bjó hann með stúlk- unni sinni í einhverri stórborginni fyrir handan hafið? Varð honum stundum hugsað til þeirra stunda, er hann lá í þessum poka? Brýtur hann jafnvel heilann um, hvað af honum hefur orðið. Varla getur honum til hugar komið, að hann sé hér, langt inni í afskekktum skógi, þúsundum mílna fjarri. Og Nestori veltir fyrir sér gangi styrjaldarinnar og öllu því, sem var og hét. En hverju skiptir svo sem hið liðna, hvað má ein lítil hjól- tönn í hinu mikla sigurverki verald- ar. Rétt þokast áfram og þykjast eitthvað gera ... þumlungast í átt- ina til ills eða góðs. Til góðs, c'f þér gengur vel. En hvað marinskepnan er þýðingarlítill þáttur í alheimin: um. Ein mannleg vera, sem' velkíst hingað og þangað. I fyrrasumar hafði hann gengið fram á tvö rotnandi lík niðri í djúpri gjótu frá því í styrjöldinni. Þannig er lífið. Dimm- rauður víðir hafði vaxið upp milli fingra þeirra eins og logatungur. Líf í dauðanum. Nestori sefur og vaknar og sofnar aftur. Hann finnur rauða hárið við vanga sinn og sér augu stúlkunnar hlæja við sér. Hann muldrar fyrir munni sér og reynir að leggjast í þægilegri stellingar. Honum er varn- að svefns. Þegar hann hefur .okið við byggingu þess bæjar, sem hann er nú með, getur hann tekið til við baðhús sitt. Lagt leið sína rakleitt út í mýrarjaðarinn, þar sem hann . eypti lóðarskikann, og byrjað að byggja. Betra að koma upp steingrunninum, Árið 1952 efndi New York Herald Tribune t.il smásagnasam- keppni um víða veröld. Heitið var háum verðlaunum, og bár- ust um 60.000 sögur. Úr því safni voru valdar fimm sögur, þœr, sem beztar voru taldar. Ein þeirra var sú, er hér birtist. Hún er eftir finnsku skáldkonuna Tuuli Reijonen, fœdda árið 1908 á Kirjálaeiði, sem látið var af hendi vlð Rússa i slðustu heimsstyrjöld Hún hefur skrifað margar skáldsögur, leikrit og smásögur, cg er nú ritstjóri eins vinsælasta timarits Finna, sem nefnist Kuva. Frú Reijonen er gift landflótta rithöfundi, eístneskum, sem á heima í Stokkhólmi, en sjálf starfar hún i Helsinki. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.