Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 3
■ vell hans þekkja allir. Hann er sérkennilegur fugl^ bæði a3 sjá hann og heyra. Hann ver hreiður sitt og unga af mikilli hugprýði. En þó er hann ekkl meiri garpur en svo, að hann lætur kerlingu sína hlaupast á brott frá sér sumar hvert. Karlfuglinn er mjög trúr á verðinum á meðan kvenfuglinn liggur á. Úr fjariægð séð kann mönnum að sýnast, að hann sofi. Þó hefur hann gætur á öllu í nágrenninu. Ryðjist óboð- inn gestur inn á umráðasvæði hans, gerist hann ærið hávær og snýst þegar til varnar. Og hann er ekki einungis harð- skeyttur, heldur líka slóttugur. hundur í i-i j "1s # Dag nokkurn kemur nánd við hreiður spóans. Karlfugl- rnn hleypur eins og fætur toga frá hreiðrinu, fiýgur upp og steypir sér niður hjá hundinum. Hörð viðureign hefst. Þegar hundurinn tekur að eltast við fugllnn_ lætur spóinn eins og hann sé særður. Hann dregur annan vænginn á eftir sér og haltrar og flaksar með eymdarsvip á mill' þúfnanna. En { hvert skipti, sem hundurinn ætlar að grípa spóann, flýgur hann upp á sjðasta andartaki. Þannig tæl- ir hann hundinn brott frá hreiðrinu, unr ekki vofir lengur hætta yfir þvj. Lolcs hefur hundurinn verlð ginnt- ur nógu langt í burtu. Þá flýgur ’ venfuglinn af hreiðrinu, og nú gera hjónin í sameiningu hverja árásina af annarri á hann^ unz hann sneypist loks burt, ærið lúpu- legur. Fljúgi ránfugl þar yfir, sem spó- arnir eru, kúra ungarnir sig niður í grasið. Litur þeirra veldur þvj, að mjög er torvelt að eygja þá. Mat- arleitin hefst á ný. þegar méðirin gefur merki um, að öllu sé óhætt. Þegar fjaðrir taka að vaxa.á ung- ana, hefur móðirin sig á brott Kven- fuglarnir hópa sig, og nokkru síðar fljúga þeir fil suðrænni landa. Karl- fuglinn er skllinn einn eftir með ungana og verður að sjá þeim far- borða. TÍMINN - SVPéNUDAGSBLAÐ 867

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.