Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Síða 13
Tvær litlar ár renna til sjávar í
gegnura bæinn út í smávoga, Hafnará
og Sandá. Neðri hluti Hafnarár, sem
til skamms tíma rann í hlöðnum
stokk, er þó nú horfin undir sements-
hellu og malbik. Þeir, sem héi eftii
koma til Færeyja, geta ekki sett sig
í spor skáldsins í Elfarstofu, sem lék
sér barn við þessa á og viðf 'ægði
hana á manndómsárum sínum í ljóði.
Þannig þurrkar framvindan út spor
kynsióðanna og dregur skugga á feg-
urð og yndi, sem fyrri mönnum voitt-
ist.
Milli ánna tveggja eru klapparás-
ar, sem enda í klettahleinum, sem
ganga fram í sjóinn á milli vogánna
tveggja. Það er Þinganes. Þar háðu
Færeyingar lögþing sitt í þúsund ár,
og þar var óralengi bækistöð dönsku
konungsverzlunarinnar.
í margar aldir var þarna eini verzl-
unarstaður Færeyinga. Þangað urðu
ailir að sækja verzlun, jafnt norðan
úr Norðureyjum og sunnan úr Suð-
urey, þótt þaðan væri yfir opið haf að
fara. Það var ekki fyrr en á nítjándu
öld, að þremur verzlununum var bætt
við — einni í Klakksvík, annarri í
Vestmannahöfn og hinni þriðju á
Þvereyri á Suðurey. Auðvitað var yfir
því vakað á einokunartímunum, að
Færeyingar ættu engin viðskipti við
erlenda fiskimenn, sem komu að eyj-
unum, óg urðu ófáir að láta jarðir
sínar, er sannir urðu að því. Svo
stranglega var þess gætt, að Færey-
ingar ættu ekki mök við aðrar þjóðir,
að þeir fengu um langt. skeið ekki
að fara úr landi nema gjalda stórfé
fyrir sérstakt utanfararleyfi, fimmtíu
ríkisdali. Siglingar stunduðu þeir að
sjálfsögðu aldrei meðan konungs-
verzlunin hélzt, nema hvað Englend-
ingar leyfðu hinum nafnfræga Nóls-
eyjar-Páli siglingar á skútu sinni,
Royndinni fríðu, eftir uppgjöf Kaup-
mannahafnar árið 1807 til þess að
ráða bót á hungursneyð í eyjunum.
En Royndin fríða hvarf í hafi í Eng-
landsferð með allri áhöfn, og var
því trúað í Færeyjum, að danskt eða
norskt vkingaskip, gert út af
verzlunarstjóminni, hefði skotið skút-
una í haf. Þetta urðu endalok Nóls-
eyjar-Páls. — Verzlunarfrelsi komst
ekki á í Færeyjum fyrr en upp úr
miðri nítjándu öld, árið 1856. Enda-
lok konungsverzlunarinnar voru jafn-
framt upphaf þess, að Færeyingar
risu á legg.
Á Þinganesi eru enn gömui hus,
þótt eldur hafi valdið þar usla. Elzt
er svonefnd munkastofa frá kaþólskri
tíð. Húsin á Þingnesi voru þó flest
reist í þágu konungsverzlunarinnar
og þeirra manna, sem Danir
létu stýra málum sínum í Færeyjum,
og þar situr nú landstjórnin færeyska
í húsum frá einveldisdögum Dana.
Bændur, sem fóru lamgan veg í
kaupstað til Þórshafnar, urðu að fara
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
Þinganes í Þérshöfn, þar sem lögþingið var háð í þúsund ár og danska
var tíðum treg hjá verzluninni. Þar
að auki urðu menn oft að bíða byrjar
dögum saman. Um þingtímann sátu
lögþingsmenn þar einnig að dómum.
Byggðin í Þórshöfn var aftur á móti
lítil á þessum tímum og fólk fátækt,
svo að örðugt var að fá húsaskjól.
Þetta varð til þess, að aðkomumenn,
sem tíðum áttu þar dvalir, tóku að
reisa sér iitlar stofur til þess að haf-
ast við í, er með þurfti. Þær risu
meðal annars upp í krikanum upp
frá eystri vognum. Þar heitir nú
Gongin, er þessi smáhýsi voru reist,
og er þar mergð lítilla, tjargaðra
húsa, sem bera það með sér, að þau
eru frá gamalli tíð. Snyrtimennska
Færeyinga veldur því, að þessi gömlu
hús endast lengi, þótt rigningasamt
sé.
Árið 1816 var færeyska lögþingið
tekið af og lögmannsembætti lagt nið
ur, en Færeyjar gerðar að dönsku
amti. Löngu seinna var byggður all-
veglegur amtmannsbústaður, nokkuð
upp frá Eystravogi, falleg bygging.
Hún er oft nefnd amtmanmsborgin í
þeim blöðum Færeyinga, sem andvíg
eru afskiptum Dana af færeyskum
málum. í kringum þetta hús er stór
garður, og í einu horni hans er ininn-
ismerki, sem Níels R. Finsen heíur
verið gert. Hann fæddist sem kunn-
ugt er í Færeyjum árið 1860, og er
klöpp, sem hann hjó í stafi sína, er
hann var þar drengur, hluti af þessu
minnismerki.
Austan við meginbæinn gengur
fram klettahryggur, Skansatangi,
Fremst á þessum klettahrygg eru
virkisleiíar með fjórar gamlar fall-
byssur í grasi. Sniðhallt fram af klett-
unum er hafnargarðurinn, sem mill|-
landaskipin leggjast að, þegar þau
koma til Þórshafanar, en undir þeini
einokunarverzlunin hreiðraði um sig.
fjölmennir á stórum bátum. Litlar
fleytur var ekki unnt að nota, því
að hvorki höfðu þær nægjanlegt burð-
armagn né voru hæfar til slíkra lang-
ferða um stríð su-nd og sollið haf í
misjöfnum veðrum. Það var því oft
mannmargt í Þórshöfn í kauptíðinni,
og bætti ekki úr skák, að afgreiðsla
'X
11111 ™
iFæreyskur græðisteinn.
kléberg, og skarðið er í hann sökum
þess, að skafið hefur verið úr honum
ofan í sár.
877