Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Side 16
X Kannski vill fólk, sem kemur til Færeyja sjá fleira gamalt og sér- kennilegt og ólíkt því, er annars stað'- ar ber fyrir augu, heldur en skans- inn og gömlu húsin á Þinganesi. Og þá er einn sá staður enn, þar sem margt er að sjá, sem heyrir til gamla tímanum: Það er þjóðminjasafnið færeyska. Það er nokkuð frávikið að- albænum — utan við Sandá, sem renn' ur í vestri voginn. Þar eru ekki einungis margir raun- verulegir forngripir, sem fundizt hafa í jörðu í Færejjum á seinni á'—t'n, heldur er þar einnig gott safn marg- víslegra muna, sem Færeyingar hafa notað í lífsbaráttu sinni um langan aldui, mótaðir af náttúru landsins og lífskilyrðunum, sem fólkið átti við að búa. Margir þessara gripa eru svo faliegir, þótt til hversdagsnota væru, aC unun er að horfa á þá. Færeying- ar hafa sýnilega ekki verið eftirbát- ar annarra að hagleik og hugkvæmni, þótt fámennir væru löngum og burdn ir við torfuna á þessum eyjakiasa í miðju úthafinu. Innilokun og við Skiptatregða hefur knúið þá til þess að sjá sér farborða við það, sem þeim var tiltækt. En þeim, sem gaman hafa af furð um oe Sauraundrum, skal bent á hönd eins, telgda úr tré. Hún hékk lengi í kirkjunni í Þórshöfn og á sér harla óvenjulega sögu. Er þar til að taka um sögu handarinnar, að í kringum 1700 var á Þórshöfn ein fjarskalega ódæl telpa, sem vílaði ekki fyrir sér að berja hana móður sína með krepptum hnefum. Hún lét það sem vind um eyrun þjóta, hvern- ig sem reynt var að siða hana og telja um fyrir henni. Þegar nú stúlkan var orðin seytj án ára, tók hún sótt og andaðist. Var hún þá grafin í kirkjugarðinum eins og lög gera ráð fyrir. Þá byrj uðu undrin: Upp úr leiðinu óx hönd, og þóttust allir sjá, að þetta væri hönd stúlkunnar. Renndi enda flesta grun í, hvernig á þeim firnum stóð. Að sjálfsögðu var leitað til prests ins, en hann lézt ekki geta komið hendinni niður í leiðið, nema móð- ir stúlkunnar slægi á hana. En móð- irin gat með engu móti fengið sig til að slá á hönd dóttur sinnar dáinnar. Loks sá presturinn, að við svo búið mátti ekki standa. Hann snaraðist hempuklæddur að leiðinu og lét grafa moldina frá hendinni. Las hann síð- an ótæpilega yfir þessari hneykslan legu lúku, og kom þá þar, að hún seig niður í holuna, sem grafin hafði verið. Var hún þá molduð í snatri. En prestur fékk smið einn til þess að telgja hönd sem líkasta þeirri, er hann hafði fyrirkomið, og hengdi hana síðan upp í kirkjunni. Það má því með sanni segja, að tréhöndin í þjóðminjasafninu sé næsta óvenjulegur gripur og forvitni- legt að virða hana fyrir sér. XI Frá Þórshöfn eru skip og bátar í förum víðs vegar um eyjarnar: Suð- ur til Sandeyjar og Suðureyjar, ul Norðureyja, Voga og norður uin Vestmannasund, Sund og Skálafjörö. í góðu veðri er ævintýri líkast að fara slíkar ferðir eyja a milli. Því líkar siglingaleiðir, sem þar gefast. munu næsta fágætar. Á landi verður aftur á móti ekki annað farið frá Þórshöfn en þjóð veginn norður Straumey og til Iíirkjubæjar, ef undan er skil.nn stuttur spölur til smábyggða á ströndinni norðan við höfuðstaðinn, ITeyvíkur og Hvítaness. Ekki er lítils vert að gera komizt til Kirkjubæjar á tuttugu mínútum. Það fórum við þó ekki í þeirri ferð, sem fæddi af sér þessar Færeyjagrein ar. En ég hafði áður farið þangað tvívegis, og það hlýðir ekki að skrifa um Færeyjar, án þess að drepa nokk- uð á Kirkjubæ. Þeir, sem koma tii Þórshafnar með skipi, er hefur þar ofurlitla viðdvöl, geta hæglega brugð ið sér til þangað, og við skuium hugsa okkur, að við séum setzt í bifreið, búin til ferðar í Kirkjubæ. Leiðin liggur norðan við Kirkju bæjarreyn, syðstu fjallbunguna á Straumey. Við ökum vestur yfir háls inn, niður brattar brekkurnar ofan við byggðina Velbastað, þar sem fyrr um hefur heitið Valbjarnarstaðir, og síðan utan í hlíðinni suður til Kirkju bæjar. Þegar þar er komið, að sést heim til Kirkjubæjar, er steinn, sem heit ir Kyrjasteinn, fyrir neðan veginn. Þar hékk bænaklokka í kaþó'skum sið, og þar signdu ferðamenn sig og sögðu Kyrie eleison. Þessi steinn er fyrsta áminning um það, hvaða stað við erum að heimsækja. Fleiri ör nefni eru hér um slóðir, sem minna á helgi Kirkjubæjar. Heima við er Sálubótará, sem Kirkjubæjarbiskupar vígðu eins og Guðmundur góði brunnana og björgin, og fylgir sú -ögn, að hver sá, sem úr henni drekk ur, öðlist sálubót. í árgilinu er allstór steinn, sem hrapaði úr fjallinu í myrkri, er tveir menn voru þar á ferð, þeyttist á milli þeirra og sak aði hvorugan. Þar kom sér, að þetta var vígður staður. En ókyrrlátur er þessi steinn, því að hann er sagður síga dálítinn fram á hverjum morgni, er hanarnir gala heima í Kirkjubæ. Skammt frá Kyrjasteini eru görtiul tóftarbrot ofan við veginn sunnrn lítils lækjar. Þar herma sagnir, að fæðzt hafi Sverrir konungur, er Gunn hildur, móðir hans, var á vist á bisk upssetrinu í Kirkjubæ, þangað komin af flótta frá Noregi. í hlíðinni fyrir ofan er forn reiðvegur skáhallt upp brekkurnar, en upp fjallið er göngu stígoi til Þórshafnar. Dálítið sunnar í fjallinu er skúti undir hvítum kletti á næstneðstu syllu. Hann er nefndur Sverrishola, og fylgir honum sú sögn, að þar hafi Sverri verið ieynt, er hann var barn að aldri. Það var sem sé ekki háskalaust að vera norskur konungssonur á þeim tímum. Heima í Kirkjubæ eru hvarvetna sýnileg merki fornrar frægðar: Forn hús og miklar rústir, hellulagðir stíg ar og upphlaðnar varir. Úti í hólma þeim, sem er þar fyrir landi, eru líka margar gamlar húsarústir og byrgi. Þó er vafalaust margt farið í sjó, því að 'mikið landbrot hefur orð ið þarna. Er einkum vitnað til Kynd iímessunnar hörðu, sem svo er köiluð, er sjór gekk á land, brauzt inn í garnlai mógrafir og gerði mikinn usla. Nú er bátaleið sums staðar, þar sem land var fyrir hálfri annarri öld eða þar um bil. En fleira hefur vald ið tortímingu í Kirkjubæ en sjórinn. 6. febrúarmánaðar árið 1772 dundi þar snjóflóð og aurhlaup á bæjar- húsin, og árið 1831 tókst embættis manni, sem sölsaði undir sig hluta Kirkjubæjareignar, að fá ieyfi reotu kammersins danska til þess að rífa efstu stokkastofuna, sem stóðst snjó flóðið — hús, sem var tuttugu og tveggja álna langt og tíu álna brcitt. Á rústunum var síðan reist heyhlaða. Menn telja sig vita nöfn á ivaim bændum og tveim konum, sem sátu í Kirkjubæ, áður en þar kom biskups stóll. Þekkt eru nöfn þrjátíu og átía Kirkjubæjarbiskupa, en tveir hinir fyrstu virðast einungis hafa verið farandbiskupar og líklegt, að sumir hinna hafi aldrei til Færeyja komið. Saga hins eiginlega biskupsstóls hefst 1120—1130. Upp úr siðaskiptunum tóku kóngsbændur við, og hefur sama ættin setið þar síðan í byrjun seytj ándu aldar. Þar var langamma Jó annesar Paturssonar í húsmóð- ursessi í áttatíu ár, giftist þangað seytján ára og varð níutíu og sjö ára gömul. Margar sögur eru til af hinum gömlu Kirkjubæjarbændum, sem margir voru hinir mestu full hugar. Einn þeirra gifti dóttur sína efnismanni í Suðurey, þar sem hún varð formóðir Dahlsættarinnar í Vogi. Ofsastormur var, er hann skyldi halda með hana til brúðkaupsins. En hann lét það ekki hamla förinni, og sigldi hann þá úr heimavör suður í Porkerí, sunnarlega á austanverðri Suðurey, á þremur klukkustundum. Kann enginn að greina frá slíkri siglingu, hvorki fyrr né síðar. Elztu leifar kirkju í Kirkjubæ eru þar, sem nú heitir Líkhús. Sú kirkja var reist fyrir eða kringum 1100 og helguð Maríu mey. Þar er einnig elzti kirkjugarðurinn, sem þó er að miklu leyti kominn í sjó, og þar fannst rúnasteinn, sem Norðmaður 880 T í IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.