Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Blaðsíða 4
 listafélag menntaskólans Mér fmnst alltaf hálfátakan- legt að hitta nýútskrifaða stúd- enta, sem í mörg ár hafa mátf sveitast yfir kennsluskræðum og vaka við próflestur, en hafa eff- ir allt þetta nám ekki lært að hafa ánægju af neinum listum, halda kannski, að Ólafur Kára- son sé heildsali í Reykjavík. Samkvæmt fræðslukerfinu er þó auðvelt að smjúga sæmilega fá- tækur í andanum gegnum allar prófþrautir. Listkynning þekk- ist varla nema á vegum nemenda sjálfra. .Það vill til, að ýmsir þeirra eru bæði duglegir og snjallráðir í þessu efni. í Mennta skólanum starfar heilt Listafé- lag. Formaður þess heitir Þor« steinn Helgason og er úr sjötta bekk. Settumst við að honum eina dagstund fyrir skemmstu með eftirfarandi árangri: Allir nemendur skólans eru í lista- félaginu og greiða fjörutíu til fimm- tíu króna árgjald. Safnast þannig heilmikið fé. Nú, einhvern veginn verðum við að eyða því. Bókmennta- kynningar hafa reynzt fásóttar, nema þær séu haldnar sjaldan og þá sér- staklega til þeirra vandað. í þeirra stað er listafélagið farið að gangast fyrir námskeiðum fyrir hópa með sér stök áhugamál. — Hvaða áhugamál eru það? — Baldvin Halldórsson er með eins konar leshring síðdegis á hverj- um laugardegi, þar sem hann fer í alls konar efni — kvæði eða skáldsög- ur. Stundum tekur hann kannski einstaka höfunda til meðferðar. Þetta er alveg ljómandi hjá honum. Hann er fjári vei að sér, og leiðbeiningar um framsögn fylgja. — Kanntu að nefna mér nokkurt sérstakt viðfangsefni? — Ég held, að þeir séu með Sjálf- stætt fólk núna. í hitteðfyrra tók hann meðal annars allt, sem til er á íslenzku eftir Brecht. Á eftir héldum við kynningu, sem fór þannig fram, að ég setti saman eitthvert erindi, sem ég reyndar stal orðrétt úr pistli eftir Þorstein Þorsteinsson, sem birzt hafði í tímariti Máls og menn- ingar. Inn í þetta fléttuðum við upp- lestrum á ljóðum og sögum eftir Brecht og jafnvel leiklistarstefnuskrá hans. Þetta var anzi vel sótt. íþöku- loftið var troðfullt. Hátt í hundrað áheyrendur. — En hvað eru margir í leshringn- um? — Milli tuttugu og þrjátíu, gizka ég á. Ég held það hafi lokkað marga á Brechtkynninguna, að við vorum búnir að dreifa myndskreyttri dag- skrá í skólanum morguninn áður. Við höfðum líka spjall um Holberg í tilefni „Herranætur,“ en svo nefn- ist árleg leiksýning Menntskælinga. Ennfremur höfðum við einu sinni spænskt ljóðakvöld. Voru lesnar upp þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar, Jóns Óskars og fleiii, en suðræn lög leikin á milli. Thor Vilhjáimsson flutti formála. En nú er orðið nokk- uð langt síðan við höfum hafl slíka kynningu. í fyrra lásum við saman miðþáttinn í leikriti Laxness, Prjóna- stofan Sólin. Höfundur var sjálfur við og las upp tvær smásögur úr Sjöstafakveri, sem þá var nýútkomið. Þá fengum við húsíylli og urðu ýms- ir frá að hverfa. Ég get ekki stillt mig um að segja, að hann taldi okk- 1108 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.