Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Blaðsíða 2
INGÓLFUR JÓNSSON FRÁ PRESTBAKKA: LÁN í ÓLÁNI — Mamma, ertu loksins komin. Ég er orðin svo þreytt á að passa hann Bróa, og svo var hann óþekkur við mig, sagði Dísa, niu ára telpa, þegar Rósa, mamma hennar, kom inn úr dyrunum. — Æ, Dísa mín, sagði Rósa. Ég var svo lengi í bænum, því að ég þurfti svo víða að koma, og svo fór ég til pabba þíns á spítalann, og ég sagði honum, að þú værir reglulega dugleg stúlka, bæði heima og í skól- anum. Það þótti honum vænt um að heyra. Var Brói óþekkur, greyið? Hann er nú bara tveggja ára og kann svo lítið enn. Þú varst nú líka einu sinni tveggja ára, Dísa mín. — Já, mamma, ég veit það vel. En maður getur nú orðið leiður og þreyttur, og hún Sigga á hæðinni var líka svo ótuktarleg. Ég ætla aldr- ei að tala við hana aftur. Hvað held- urðu, að hún hafi sagt? Hún sagði, að við ættum heim í ljótri kjallara- íbúð. Veggirnir væru ómúraðir og svo vantaði allar hurðir, nema gang- hurðina. Ég sagði, að hún væri asni og fengi ekki að koma í afmælið mitt. Og hún sagði, að ég væri líka asni og sig langaði ekkert í afmælið. Svo fór hún, og ég fór að skæla, og þá fór Brói að öskra, og ég varð vond við hann, og hann var óþekkur við mig. Ó, mamma, það er gott, að þú ert komin. — Svona, svona, Dísa mín, sagði Rósa huggandi. Þetta lagast allt bráð um. Sjáðu nú til: Líttu á höndina á mér. Læknirinn er búinn að taka umbúðirnar af henni og sárið þar, sem fingurnir voru, er gróið. Finndu, er ekki höndin á henni mömmu mjúk eins og áður? Og hún strauk með lófanum um kinnina á Dísu litlu. — Bróa líka, Bróa líka, sagði litli drengurinn, og mamma hans fór úr kápunni, lagði hana á kassa og tók litla drenginn sinn í fangið. Mamma, sagði Dísa. Ef pabbi hefði ekki orðið veikur, þá hefðir þú ekki þurft að fara að vinna í verksmiðj- unni, þar sem þessi vonda vél tók af þér fingurna. — Sjáðu nú, Dísa mín, sagði Rósa rólega. Slys gera ekki boð á undan sér, og þegar pabbi þinn veiktist og varð að fara á Vífilstaði, þá varð ég að vinna, svo að við gætum feng- ið mat. Nú er pabbi búinn að vera veikur í eitt ár og nú er hann líka loksins að verða friskur. Hann kem- ur heim fyrir jólin, og það eru bara þrír mánuðir þangað til, og þá verð- um við öll svo glöð. Svo ætla ég að segja þér annað, Dísa mín: Menn- irnir, sem eiga verksmiðjumar, eru búnir að borga mér mikla peninga til þess að bæta mér slysið. Og hlust- aðu nú á: Ég er búin að ráða mann til að múra íbúðina. Svo ætlar Jói, bróðir minn, að mála hana fyrir okk- ur og Snorri, bróðir hans pabba þíns, ætlar að setja fallegar hurðir alls staðar og skápa og allt, sem vantar. Svo fáum við kannski teppi á stofugólfið. Þetta á allt að vera búið, þegar pabbi kemur heim, og þá verður gaman að lifa. Þá verða falleg jól hjá okkur, Dísa mín, og ég veit, að jólasveinninn gleymir ekki ykkur Bróa litla, ef þið verð- ið góð börn. — Já, en mamma, mamma, hvað það verður gaman. Það vcrður enn fínna hjá okkur en Siggu. Það verða alvörujól, og pabbi kemur. Við Brói skulum dansa af gleði, þegar pabbi og jólin koma. Lofaðu mér að kyssa þig, elsku mamma mín. Ég ætla að kyssa Bróa líka og vera voða, voða góð við hann ”og þæg við þig, elsku mamma min. Rósa kyssti börnin sín og bað þau svo að fara inn í stofu, sem hún svo kallaði og átti að verða, og leika sér þar, meðan hún byggi til mat- inn. Klukkan var orðin átta að kvöldi, svo að það var meira en kominn matartimi. Rósa andvarpaði af þreytu og leit í kringum sig. Ömurleiki grárra steinveggja blasti við augum. Milliveggir voru að vísu hlaðnir úr vikri og tjöld héngu fyrir baði og svefnherbergisdyrum En innihurðir voru engar. Ganghurðin fram í ytri forstofu var ágæt, gólf öll máluð og allt hreint og fágað eins og unnt var. Rósa gekk fram í eldhúsið. Þar var bráðabirgðainnrétting og eida- vél, sem þau hjón höfðu keypt á fornsölu. Þau höfðu verið leigjendur og jafnan þurft að greiða háa leigu, og maður hennar, hann Gunnar, ekki heilsuhraustur, svo að þeim hafði lít- ið safnazt. Samt höfðu þau ráðizt í að kaupa þennan kjallara fokheldan, og fengið til þess aðstoð húsnæðis- málastjórnar. Þau gátu komið upp miðstöð og hreinlætistækjum og sett hurð fyrir ganginn, en þá voru öll fjárráð þrotin. Stuttu síðar veiktist Gunnar, fékk berkla, og læknar sögðu, að það tæki hann minnst eitt ár að yfirvinna þá. En nú hafði þeim verið sagt, að hann fengi að koma heim fyrir jól. Hún hafði ráðið sig síðastliðið vor í verksmiðjuna og var búin að vinna þar í mánuð, þegar svo illa tókst til, að vél klippti af henni þrjá fing- ur hægri handar, þumalfingurinn og tvo þá næstu við. Nú var sárið gró- ið, og skinnið orðið næstum eðlilegt á stúfunum. Ungur og ötull lögfræð- ingur hafði tekið að sér bótakröfuna fyrir hana, og forráðamenn verk- smiðjunnar höfðu reynzt þeir dreng- skaparmenn, að þeir greið' lögfræð- ingnum mikla fúlgu, sem hún átti að fá upp í bætur, þar til úrskurður kæmi um endanlega fjárhæð. Hún hafði því nægilegt fé til þess að Ijúka smíði íbúðarinnar og afla þess, sem fjölskyldunni var nauðsyn- legast. Rósa leit á limlesta höndina, sem nú var aðeins með tvo fingur í stað fimm, og hugsaði með sjálfri sér: — Þessi hönd var hvort eð er ætl- uð að starfa allt, sem hún gæti, fyr- ir manninn minn og börnin okkar, og fyrst hún gat orðið okkur til hjálp- ar á þennan hátt, þá var það að minnsta kosti lán í óláni. Síðan tók hún til við að matreiða handa sér og börnunum. 1106 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAU

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.