Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Blaðsíða 5
ur beztu áheyrendur, sem hann
hefði haft, að meðtöldum stúdentum
í Kaupmannahöfn.
— Hvað er þá helzt til tilbreytni
í vetur?
— Við höfum byrjað með
tvö önnur námskeið. Annað er í
söng. Stýrir Hallgrímur Helgason því
og hefur myndað dálítinn blandaðan
kór. Ég held, að þeir séu að æfa jóla-
kantötu eftir Bach og jafnvel mótett-
ur. Þetta gengur ágætlega, skilst mér,
og hafa ýmsir hinna tónfróðustu
manna í skólanum dregizt þangað.
— Fyrir svona fjölmennan skóla
er skemmtilegt að hafa valinn kór.
Og hvert er svo þriðja námskeiðið?
— Það er myndlistarnámskeið.
Slík námskeið hafa verið haldin áð-
ur undir leiðsögn Benedikts Gunn-
arssonar, en nú í vetur kennir Sverr-
ir Haraldsson teikningu. Þetta er
ljómandi skemmtilegt, heyrist mér.
— Greiða nemendur nokkurt
kennslugjald?
— Nei, listafélagið sér um allan
kostnað, jafnvel teikniáhöld. Þeir,
sem annað hvort skortir tíma eða
áhuga á þessum greinum, borga raun
verulega fyrir hina. En öllum er vel-
komin þátttaka.
Annars bar það til nýlundu í
myndlistarmálum skólans í haust, að
við héldum sýningu á málverkum
Kjarvals og fluttur var leiSþáttur eft-
ir hann.
— Já, ég man, að ég sá heilmikið
um- þetta í blöðunum. Þetta var
reglulega snjallt hjá ykkur.
— Eiginlega var þetta hálfgerð til-
viljun. Áður en við vissum nokkuð
um afmælið, hafði einhver náungi
fundið leikþátt Kjarvals heima hjá
sér, kom með hann á fund og las
fyrir okkur. Hann lék allar persón-
urnar, og það svo skemmtilega, að
við veltumst um af hlátri. Hann var
svo fenginn til að leika eitt hlut-
verkið seinna, og ekki minnkaði
skemmtun okkar af þættinum, þegar
farið var að æfa. Fóru sumar æfing-
arnar alveg út um þúfur, því að all-
ir voru að springa.
Við höfðum ætlað að leika þetta
einhvern tíma við tækifæri, en þeg-
ar við fréttum af afmælinu, vorum
við fljótir að ákveða okkur. Nú hag-
ar þannig til f nýju menntaskóla-
byggingunni, að kjallari hússins er
lítið sem ekki notaður, vegna þess
að heldur lágt er undir loft. En
veggflæmi eru mikil og því tilvalið,
að safna saman málverkum. Vopnaðir
myndaskrá frá sjötugsafmælissýningu
meistarans, þar sem eigendur allra
málverka voru skráðir, hringdum við
í allar áttir.
— En að nokkur skyldi þora að
lána ykkur málverk?
— Það bjargaði, að flestir eig-
endanna höfðu verið í menntaskól-
anum sjálfir og litu til okkar með
velvilja. Einn kallaði okkur meira að
segja vormenn íslands. Margir hringdu
þ6 til vonar og vara í rektor eða
einhvern kennara til þess að spyrja,
hvort við værum alvarlegir menn.
Svo fengu strákarnir lánaða virðu-
lega sendibíla hjá feðrum sínum til
að sækja myndimar, einn var merkt-
ur teiknistofu landbúnaðarins, held
ég og annar gróinni veiðarfærasölu
hér í bænum. Svo vátryggðum við —
tryggi.ngin hækkaði dag frá degi, eft-
ir því sem við fengum fleiri myndir.
Ennfremur fengum við slökkviliðs-
menn til að standa brunavörð meðan
sýningin stóð yfir, og það kostaði
okkur tíu þúsund krónur.
— Það var nokkuð dýrt.
— Já, við buðum borgarstjóran-
um að vera við, þegar opnað var í
þeirri von, að hann mundi í hrifn-
ingu sinni yfir framtaki okkar gefa
okkur eftir gjaldið. En þá þurfti hann
endilega að fara í fermingarveizlu!
Reyndar kom það ekki að sök, því
að við græddum á sýningunni. Utan-
skólafólk borgaði tuttugu og fimm
króna aðgangseyri, og það komu
nógu margir til þess, að við fengum
tuttugu þúsund krónur í hreinan
ágóða. Það er hálfundarlegt til frá-
sagnar, að við skulum hafa grætt á
listinni, en svona var það nú samt.
— Svo erum við með kvikmynda-
klúbb.
— Hvernig datt ykkur í hug að
stofna hann?
— Ja, Filmía var fallin frá og eng-
inn aðili til, sem sýndi klassískar
myndir. Hins vegar hafði ég lesið
um ýmsar myndir, sem mig langaði
sjálfan til að sjá, og síðastliðið vor
fór ég að þreifa fyrir mér með bréfa-
skriftum og fyrirspurnum. Það væri
fáránlegt að halda, að ég sé að baksa
í þessu af mannkærleika. Þetta er
eintóm eigingirni hjá mér. Annars
er upplagt fyrir skólafólk að mynda
svona klúbba, því að við fáum mynd-
irnar tollfrjálst. Aðrir verða að borga
fimmtíu krónur á kílóið. Kvikmynd-
ir eru sem sé tollaðar eftir þyngd.
— Þið hafið ekki átt í neinum erf-
iðleikum að fá undanþágu með toll-
inn?
— Jú, við gengum frá Pétri til Páls.
Fyrst sendu tollverðirnir okkur upp
í fjármálaráðuneyti. Þar var okkur
bent á að taia við menntamálaráðu-
neytið. Þeir vísuðu okkur i fræðslu-
myndasafnið. „Ja, þeir verða að sam-
þykkja það í fjármálaráðuneytinu,"
var okkur sagt þar. Við aftur i fjár-
málaráðuneytið. „Við getum ekkert
samþykkt, nema þeir gefi leyfi í
fræðslumyndasafninu," fengum við i
svar. En nú var hringurinn að lok-
ast, og eftir eina ferð til viðbótar
upp á fræðslumyndasafn fengum við
nauðsynleg skilríki til undanþágunn-
ar. Þarna kynntumst við skrifstofu-
bákninu og var það út af fyrir sig
mjög fróðlegt.
Nú sýnir Þorsteinn okkur vand-
aðan bækling um verkefni
kvikmyndaklúbbsins í vetur til
áramóta. Þar er nauðsynlegur
fróðleikur um kvikmyndirnar
sem sýndar verða og höfunda þeirri
auk fjölda skemmtilegra mynda og
væri hver „fullorðinsklúbbur" full-
sæmdur af þessu. Þetta er allt off-
setfjölritað á góðan pappír enda var
kostnaðurinn við útgáfuna um 12.700
krónur.
— En kostnaðurinn við kvikmynd-
irnar sjálfar er hann mikill?
— Það er mjög misjafnt. Við höf-
um allmikla samvinnu við danskt
kvikmyndasafn ríkisrekið og þeir
eru mjög ódýrar, 500—600 krónur á
sýningu, þótt meðtalið sé burðargjald
aðra leið. En sumar myndir verðum
við að fá frá Atlas-verlei. Það er
fyrirtæki, sem verzlar með kvikmynd-
i,r en er þekkt fyrir að hafa góða
vöru. Þá getur kostnaður farið allt
upp í 5.000 krónur á mynd.
Svo kemur fyrir að við fáum mynd
ir ókeypis hjá sendiráðunum. Jafn-
vel hjá kvikmyndahúsunum má grafa
upp eintök sem búið ætti að vera að
brenna fyrir löngu.
— Og nægir listafélagssjóðurinn
til þessara útgjalda?
— Nei, við tökum 100 króna miss-
erisgjald af öllum, sem eru með. Úr
Menntaskólanum fengum við 200 af
1070 nemendum, en við buðum með
ýmsum öðrum skólum og náðum þar
250 í viðbót: Þeir eru úr háskólan-
um, Handíðaskólanum, leikskólun-
um tveim, kennaraskólanum. Úr verzl
unarskólanum komu víst aðeins tveir,
því að það urðu einhver mistök með
tilkynninguna.
Þessir ungu menn eru með
myndir eftir menn eins og Bunuel
og Eisenstein. Rússlnn Eisenstein
hefur gert einhverjar mögnuðustu
myndir, sem við þekkjum. Tvær
þeirra hefur klúbburinn sýnt í haust.
Önnur er beitiskipið Pótemkin. Hún
var tekin árið 1925, en fjallar um
arburði, sem gerðust nær tuttugu ár-
um áður: Sjóliðar gera uppreisn, þeg
ar þeim er ætlað maðkað fæði.
Bræðralagsandinn, sem síðar fæddi
af sér byltinguna, hjálpar þeim til
þess að vinna sigur, þótt keisarinn
sendi herflokka til höfuðs þeim. Eitt
frægasta atriðið sýnir hermenn
þramma niður breiða borgarstiga og
tortíma á vélrænan hátt konum og
börnum, sem fyrir þeim verða. Öll
verður myndin ógleymanleg og fer
saman, að Eisenstein liggur mikið á
hjarta að segja áhorfendum, og eins
ræður hann yfir geysilegri tækni og
notar til dæmis klippingar á snilld-
arlegan hátt.
Hin myndin, sem sýnd var eftir
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1109