Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 5
r Norðlendingar í Reykjaskóla veturinn 1943—44. Fremsta röð, taliS frá vinstri: Bergur GuSmundsson, Borðeyri, Stefán Sig- urSsson, Litlu-Giljá, Gunnl. Elisson, Laxárdal, Strand., Guðm. H elgason, Hvarfi, Víðidal, Magnús Guðmundsson, Staðarbakka, Svelnn Jónsson, Hóli, Skag., Jón Halldórsson, Strand., Önnur röð: Pálmi Gíslason, Helga Einarsdóttir ráðskona, móðir Pálma, Hanna Jónsdóttir kennarl, Guðlaug Bjartmarsdóttir frú, síra Jón Guðnason, Þorsteinn Jónsson, söngkennari, Matthías Jónsson, kennari, Hannes Þórðarson, kennari, Auðunn Bragi Sveinsson, Refsstöðum, Hún. Þriðja röð: Steinvör Kristófors- dóttir, Litlu-Borg, Sigurlaug Haraldsdóttir, Gautsdal, Lilja Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir, Þóroddsstöðum, Sigriður Élíasdóttir, Laxárdal, Strand., Sigþrúður Guðmundsdóttir, Stella Jónsdóttir, Blönduósi, Stella Kemp, lllugastöðum, Skag., Jakob Ágústsson, Gröf, Vatnsnesi, Jóhann Þór Gunnarsson, Fremstagili, Ólafur Guðjónsson, Saurbæ, Vatnsnesi, Guðm. Helga- son, Kárastöðum, Vatnsnesi, Jón Jónsson, Melum. Fjórða röð: Ásvaldur Bjarnason, Kothvammi, Haukur Ólafsson, Hvamms- tanga, Sigurgeir Pétursson, Ófeigsfirði, Unnsteinn Jónsson, Kárastöðum, V-Hún., Halidór Sigurðsson, Valþjófsstöðum, N,- Þing., Jónas Guðmundsson, Flatey, S.-Þing., Magnús Guðmundsson, Drangsnesi, Vilhjálmur Ólafsson, Hlaðhamri, Strand., Ingólfur Guðnason, Kárastöðum, Vatnsnesi, Gísli P. Ólafsson, Læk, Skag. með okkur lexíu næsta dags. Var slíkt ömetanlegt. Síra Jón var fæddur kennari og fræðimaður. Matthías Jónsson frá Kollafiarðar- nesi kenndi leikfimi, sund og heilsu- fræði, (líkamsfr.) Hann var yngstur kennaranna, aðeins 26 ára. Var harla Htill aldursmunur á honum og elztu nemendunum, sem komir voru nokk UÍ5 yfir tvítugt. Þá voru fáir nem- endur á héraðsskólum börn um ferm ingu, ef ekki yngri, eins og nú er, keldur -þroskað fólk, sem skoðaði þessa skólavist sem beinan undir- búning undir lífið og baráttu þess, §kki aðeins áfanga á Igngri lærdóms braut. Leikfimi- og sundtímar hjá Matthíasi voru skemmtilegir og mað- úrinn fyndinn og græskulaus, hrókur alls fagnaðar, fór með okkur í göngu ferðir og í skíðareisur. Hann lék á píanó og harmóníku jöfnum hönd um fyrir dansi á dansæfingum skól ans annað hvert laugardagskvöld og fók ekki eyri fyrir. Var og á þessum árum færra metið til fjár en nú, þeg ar hvert minnsta viðvik er verðlagt. í viðurkenningarskyni fyrir hljóð- færaleikinn færðu nemendur Matt- híasi borðlampa fallegan. Var það maklegt. Iðulega voru leikfimisýningar, og var að þeim mikil skemmtun. Nem- endum var skipt í tvo hópa eftir getu A- og B-flokk. Sá síðarnefndi hýsti þá, sem ekki sýndu sérlega hæfileika í íþróttem. Lenti ég í þeim flokki, því að leikfimimaður var ég fremur slakur, enda hafði ég ekkert stund að íþróttir fram að þessum tíma, og orðinn allt að því fullorðinn. Annað mál var, að ég hafði gaman af öllu þessu sprikli. Smíðar kenndi Hannes Þórðarson frá Galtanesi í Víðidal, 28 ára að aldri. Hjá honum smíðuðum við pilt allt frá ferðatöskum upp í skrifborð. Þarna var ég fremur lélegur. Tókst þó einhvern veginn að klambra sam an tösku, seon ég á enn. Hér var allt geirnelgt, hverju ég hafði ekki vanizt á Laxárdal. Hannes var prúðmenni, talaði fátt, en leiðbeindi af feste. 'Og þá var komið að söngnum. Söng kennari var Þorsteinn Jónsson frá Gili í Svartárdal, 39 ára. Að mestu sjálfmenntaður í tónlistinni. Hafði kornungur byrjað að stjórna karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Þorsteinn kom á fót tveimur kórum í skólan- um, öðrum með blönduðum röddum, hinum með karlaröddum. Ég var sett ur í bassa í karlakórnum, og þótti mér þar gott að vera. Þorsteinn var fjörugur við kennsluna. Hann lék á píanó, og á dansæfingum þandi hann harmóníkuna og lék á als oddi. Hanna Jónsdóttir frá Stóradal kenndi stúlkunum handavinnu. Get ég af eðlilegum ástæðum lítið minnzt hennar hér, en hún mun hafa unnið starf sitt vel. Þá skal geta Kjartans Guðjónsson ar, kaupfélagsstjóra á Borðeyri, sem kom, nokkrum sinnum í skólann og kenndi bókfærslu. Bauð hann af sér góðan þokka og tókst að blása lífi í annars fremur þurra námsgrein — að mínum dómi. Hef ég þá talið upp kennarana, en þeir eru drifkraftur hvers skóla, og hljóta að verða nemendum sínum minnisstæðir og skilja eftir í jiuga hvers og eins einhverjar myndir. Flest ar verða þær ljúfar, er frá líður, þvf að það, sem miður fer, gleymist, oft finna nemendur eftir á, að sökin hef- ur verið þeirra, ef eitthvað gekk úrskeiðis í skólaóuim, að það /oru T í M I N iN — SUNNUDAGSBLAÐ 581

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.