Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 7
og sá, að gleðin átti alein völd og innilelkl. HVflíkt gelslabað! Og námið hófst. l>ar hélt hver slna ]eið, og hopp og ærsli voru daglegt brauð. Og okkur fannst þá auðnusól vor heið. Ó, æska, þú átt sólskin, nógan auð. Og gott er það að vera ungur enn og eiga fyrir höndum mikil störf. Og seinna erum við þeir vösku menn, er vinna að okkar fósturjarðar þörf. það, sem mér bjó ( brjóstl. Æsku- menn fcunna þá list, fullvöxnum mið ur: að tala þvert um hug sér. Annað mál er, að fágun og yfirlega er þeim tæplega jafntöm og gamlingjunum. Að lokum tvær vísur, áður en kvatt var, sem skýra sig sjálfar: Kiveð ég stjóra, kveð ég prestinn, kveð ég mína beztu vinu, en illa hljóp ég yfir hestinn og aldrei náði ég kollstökkinu. Matthíasar mætu kynni munu seint úr huga renna. Þótt lágur ég yrði í leikfiminni, líklega var það mér að kenna. ust leiðir svo margra, sem um heilan vetur höfðu átt svo margt samelgln legt. Síðustu dagana höfðu vlsnabæk ur gengið um skólann. 1 þær var ótal margt skráð, sem yljar manni lim hjartaræturnar því betur, sem lengra líður. Minningabækur skól- nna verða dýrmætar, þegar fram íða stundir. Kveðjukvöldið var samdrykkja nemenda og kennara. Ræður fluttu Guðm. Gíslason, skólastjóri, síra Jón Guðnason og Kjartan Guðjóns son á Borðeyri. Þá minntist ég vetrar ins og dvalar okkar nemendanna með nokkrum ljóðlínum, sem ég hafði ný lega ort, og koma hér nokkur erindi: Ó, liðni tími, Ijúfa vetrarstund, þú leiðst á burt og kvaddir okkur hljótt. Já, víst er mál að vakna, kasta blund og vinna. Nú er horfin draumanótt. ég man þig fyrst með fögur haustsins kvöld og fríðan hóp, er kom á þennan stað, Svo kveð ég ykkur. Óskin mín er sú, að æskan megi vaxa á hverri tið, til gæfulandsins byggja glæsta brú og bugast el, þótt harðni lífsins stríð. Ekki er því að leyna að kveðskap ur þessi er ekki stórbrotinn og sízt á nútímavísu, en ég held, að hann só sannur, að í honum komi fram Og líklega er það mest okkúr sjálf um að kenna, ef minna hefur orðið úr okkar glæstu framtíðarvonum frá áriniu 1944 en nú er komið á daginn, Vonandi höfum við þó öll á einhvem hátt byggt upp það þjóðfélag, sem við lifum í, og er þá ekki til einhvers barizt? Þykkvabæ, á sólstöðum 1966. / LEIT AÐ JARÐEFNUM Allra jarðefna er að leita í jarð skorpunni, sumra jafnvel á yfirborði hennar. Nú munu alls vera þekkt um það bil hundrað frumefni auk þeirra sem framleidd eru með kjarnfræði legum aðferðum og ekki verður get ið hér. Silisíum og súrefni eru helztu efn in í jarðskorpunni. Samanlagt magn þeirra þar mun nema 75%. Þessi frumefni eru algengust sem kísiljörð, sem aftur er oft blönduð ýmsum öðr um frumefnum. Önnur helztu efni í jarðskorpunnl eru ál (8%), járn (5%), og kalsíum, kalíum, nátríum og magnesíum (2—3% hvert efni, samanlagt um 11%). Þá er ógetið efna eins og eirs, zinks og mangans, sem finnast i örlitlum mæli um alla jarðskorpuna. Þvi aðeins er hagkvæmt að vinna jarðefni, að mikið sé af þeim á sama stað. Fyrir kemur, að molar úr hreinu silfri eða eir finnast í bergi, en oftar er gagnmálma að leita í efnasambönd um og þá einkanlega súrefnis- brenni- steins- og kolefnissamböndum. Jarð efn'asvæði, sem svo mætti kalla, mynd- ast einkum fyrir áhrif jarðelds, við eyðingu lands eða árframburð. Iðu- iega á þetta sér stað, er ný jarðlög myndast í jarðskorpunni. Til dæmis verða oft til ný efnasambönd, er berg bráðnar lengst niðri I jörðinni og kólnar síðan. Stundum skiljast krystallalög frá hinum bráðna efni, rétt eins og á sér stað, þegar upplausn er kæld í til- raunaglasi. Neðanjarðar sökkva kryst- allarnir til botns, en hinn bráðni kjarni brýzt upp um glufur í jarð- skorpunni, kólnar þar og myndar málmæðar. Svipað getur gerzt, þótt hita skorti, til þess að bræða bergið. Þá leita salt upplausnir I sprungurnar og kryst allast þar. Þá er að geta botnfalls. Eyðing lands á sér sífellt stað. Sumt af því, sem molnar niður, leysist upp og berst á brott í vatni. Setjum svo, að um sé að ræða á, sem fellur í stöðu- vatn. Alltaf er um nokkra uppgufun að ræða, og það er segin saga, að torleystustu efnasamböndin falla til botns eftir því, sem þau þjappast meira saman. Þannig myndast lag á lag ofan, og er tímar líða, verður annars konar botnfall. Þannig má finna saltlög og blý- og járnkjarna undir þykku fargi leirs og sandsteins. Jarðefni eru af ýmsum toga. Sum hafa ummyndazt I náttúrunni, svo sem kol og steinolía. Hiti og þrýst ingur skapar demanta, sem eru úr hreinu kolefni, iíkt og viðarkol, en taka stakkaskiptum við þessar sér stöku aðstæður. Demanta er oft að leáta í gosbergi, sem nefnt er blá jörð. Iiitið er um blájörð á jörðinni, en jafnvel þótt blájörð sé til staðar, er enginn hægðarleikur að finna de mantana, þeir eru þar í hlutfallimu 1:20000000, sem svarar til eins de- mants f tíu bílhlössum. Þar er að finna skýringu á því, hve dýrir þeir eru. Nú á dögum er unnt að framleiða demanta við hin réttu skilyrði á til- raunastofum, en ekki eru þessir gervi- demantar stórir enn sem komið er. Ósviknir demantar hafa myndazt í eldfjallasprungum, þar sem hraun hefur þrýstst upp að neðan, eftir að hafa sætt miklum hita og þrýstingL Blájörð veðrast stundum, svo að de- mantar geta borizt með árstraumi og myndað setlög á botni eða bakka. Gull á það sameiginlegt með de- möntum, að vera þyngra en bergið, sem það finnst í,_ og gull mynijar einnig setlög. Þetta er skýringin á því, að gull og demantar skuli finn ast á yfirborði jarðar. Við slíkar aðstæður finnast jarð- efni, en jarðefnasvæði hlaupa ekki upp í fangið á mönnum. Lengi vel varð að láta tilviljun ráða, og enn þann dag í dag hafa menn heppnina T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 583

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.