Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 13

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 13
Htehma*—iM» iii<iin««" iimiir'T -i'irim i i n ~t i nwi jæ&ta Fyrstu myndir Van Gough eru dökkar og stirðlega dregnar teikn ingar af námumönnum og bænd- um. Löngun hans til að tjá hvers- dagsleikann og fábrotið Iíf erfið- isvinnumanna -hefur sett mark sitt á þær. í einu af bréfum hans frá þess- um árum skrifar hann: „Sá, sem reynir að sýna bændurna í fegr- uðu ljósi, getur að sjálfsögðu gert það. Ég, að mínu leyti, er viss um, að það næst betri árangur. ef maður málar þá bogna og veð- urbarða eins og þeir eru.“ Um myndina „kartöfluæturnar" skrifar hann: „Ég hef reynt að fá það skýrt fram, að þessir fá- tæku menn sem sitja þarna og tína í sig kartöflurnar sínar, hafa rótað í moldinni með berum hönd unum, sem þeir rétta að fatinu. Myndin segir frá erfiði og að þess- ir menn hafa unnið heiðárlega fyr ir mat sínum." Ef fyrstu verk Van Goghs eru athuguð sálfræðilega, sjást greini- lega áhrif gömlu hollenzku meist- aranna og Millets, sem hafði mjög mikil áhrif á Van Gogh. Þegar hann seinna kynntist impression- istunum fékk tjáningarmáti hans nýjan farveg. Van Gogh kom til Parísar 1886. Ljósið og liturinn hafði þá hafið innreið sína í málaralistina og impressionisminn í fullum blóma. Birta hinna innpressonelsku lita lífgaði dökka og þunga litameð- ferð hans og hröð pensilstrik leystu af hólmi breiða og klunna- lega drætti. Impressionisminn var honum hollur skóli, þó að hann hneigðist fljótlega til að vinna í‘ nokkurri andstöðu við hann, því að stefnan var honum framandi. — Að4mála kvikult ljósið og nátt- úruna mjög nákvæmlega, átti ekki samleið með skapgerð hans og lifandi hugmyndaauðgi. 1888 fór hann til Suður-Frakk- lands og bjó í Arles. Þar hófst hin stutti en yfirnáttúrulegi starfs- ferill hans, sem varð til þess að list hans náði að þroskast. Hann varð sjálfstæðari en áður, og mynd irnar urðu persónulegri og sér- stæðari. „í staðinn fyrir að endurtaka það, sem ég sé, vinn ég frjáls með litinn." Skrifar hann í einu bréfa sinna. Og hann hélt áfram: „Hugsaðu þér, að ég máli mynd af vini mínum, listamanni, sem dreymir stóra drauma og málar eins og næturgalinn syngur. Hann hef ég í ljósum gulum lit. AUa þá vináttu, sem ég ber til hans vil ég setja í myndina. Fyrst mála ég hann mjög nákvæmlega, eins -og hægt er, en það er aðeins byrj- unin. Myndin er ekki fullgerð. Eftir það fer ég að mála. Ég geri gula litinn í hárinu og gulari og nota rauðgult, krómgult og sítrónu gult. í staðinn fyrir lífvana tré- vegginn á bak við, mála ég ein- litan grunn með bláasta litnum af spjaldinu. Þannig fær þessi ein- falda samsetning gula litinn, hið upplýsta höfuð á móti bláum grunni, til að virka leyndardóms- fullt, eins og stjarna á dimmum himni.“ Þessi orð segja dálítið um af stöðu Van Goghs til fyrirmyndar- innar. Þau gefa okkur vitneskju um, að hann hefur ekk: látið sér nægja að endurtaka nákvæmlega. það sem augað hefur séð. Tak- mark hans var að forma þær 141- finningar, sem fyrirmyndin hefur vakið í brjósti hans. Þannig var hann þátttaikandi i að ryðja eks pressionismanum braut. Á fáum árum málaði Van Gogh mikinn fjölda mynda, sem skipa honum sess meðal stærstu meistara nútímalistarinnar. Ilann vann með rtær óskiljanlegri at- orkiu. Brennandi sólin náði ekki einu sinni að deyfa starfslöngun hans. í einu af bréfum sínum skrifar hann: „Það er ekki fyrr en ég hef unnið mig örþreyttan, að ég nýt lífsins til fullnustu." 27. júlí 1890 s-kaut hann sig yf irkominn af þreytu og sjúkur á sinni. Tveim dögum seinna dó hann, þar sem hann lá í rúminu, rólegur og reykti pípu sína. A. Sorg. — Steinprent 1885. „Ég verð að hlusta á vaðalinn i henni, því að ég er hjá henni öll- um stundum, en ég er ekki leiður yfir því. Ég hef aldrei notið jafn mikillar hjálpar og frá þessu lióta og feita dýri. í augum mínum er hún faileg, og ég finn í henni ná- kvæmlega það, sem ég þarfnast. Líf- ið hefur farið hörðum höndum um likama hennar. Sjúkdómar og þján ingar hafa sett mörk sín á hann. Nú get ég fengið eitthvað út úr þessu". Sólsetur í Montmajour — júni 1888. „Ég ýki einstaka sinnum svolítið eða breyti einhverju I fyrirmyndinni, en ég bý aldrei ti lalla myndina. Hins vegar finn ég hana fullgerða, og þarf aðelns að skera hana úr umhverfinu. TÍM INN SUNNUDAGSBLAÐ 589

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.