Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 16
J
WJWIWW>V»WWW\«íí"Wí,'.*.'íW«w-v.v.v,'1*;»1o.^-.v.Yw.1v.v.v»v-* .v.v.v.w.v - • • ......1AV.,A*.ö. lOV.’.\WA"Vl * •• .V.-.-.W.-V........... rfv.-.-... ......—. lt
Mynd þeessl var tekin hinn 17. júní áriSS 1945, er minningartafla um Jón Sigurðsson var afhjúpuð á húsi hans við Oster*
voidgade eða Austurveg, eins og gatan var gölluð á hafnar-íslenzku. Jón Helgason stórkaupmaður gaf (Félagi islenzkra
stúdenta í Kaupmannahöfn töfluna, og lét félagið setja hana upp. — Lengst til vinstri á myndinni eru Jón Björnsson og
kona hans. Síðan koma í fremstu röð Sverrir Arngrimsson kennari, Sigurður Sigurðsson listmálari, Gunnar Björnsson ræðis-
maður, Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum, Jón Svelnbjörnsson konungsritari, dr. Jakob Benediktsson, Jón Krabbe sendi-
fulltrúi. í miðjum hópi og þó öllu meir til haegri stendur Jón Helgason prófessor og ber við húsvegginn. Til vinstrl handar við
hann sést rétt á Jón Helgason stórkaupmann. Alllangt til hægri og heldur framarlega stendur Magnús Kjartansson ritstjóri..
— Alls voru um áttatiu íslendingar viðstaddir þessa athöfn, en ógerningur er að telja upp fleirl nöfn.
gengið út í tóbaksbúð. — Vitið þér,
að Þjóðverjar hafa h'ertekið Dan-
mörku? var ég spurður þar. Nei, það
vissi ég ekki. Ég hélt nú út á eystri
járnbrautarstöðina, og álveg rétt,
þarna voru þeir komnir. Um beinan
skort var ekki að ræða þessi ár, því
bjargaði ströng skömmtun, en aftur
á móti var nokkur hörgull á fötum,
þegar líða tók á stríðið. og ekki ann-
að að fá en gervikaffi. Ég var þeirr-
ar skoðunaj, að okkur íslendingum
bæri ekki að hafa okkur frammi í
þessu.m átökum, þrátt fyrir samúð
okkar með dönsku þjóðinni, og að-
staða mín sem rithöfundur breyttist
lítið við hernámið. Tiltölulega kyrrt
var i Danmörku allt til ársins 1943.
en síðan agasamt til stríðsloka
— Hvernig var sambandi íslend-
inga í Höfn við umheiminn háttað
styrjaldarárin?
— Auðvitað var um allmikla ein-
angrun að ræða. Stór hópu. manna
komst hei^ Petsamo haustið 1940,
en ég var ekki þar á meðal. Ég hafði
þá staðfest ráð mitt, kynntist konu
minni, Guðbjörgu Sigurðardóttur, í
Höfn, og þóttist eiga ýmislegt ógert.
Þá hafði ég heldur ekki á móti því
að vera í miðdepli atburða. íslend-
ingar í Höfn komu mjög oft saman
styrjaldarárin, eftir því sem hægt var
fyrir myrkvun og útgöngubanni,
margar kvöldvökur voru haldnar, og
Félag íslenzkra stúdenta í Kaup-
mannahöfn gaf út tímaritið Frón.
Fréttir að heiman voru mjög af skorn
um skammti, en þó fékk sendiráðið
fyrstu árin sent fréttablað í diplómata
pósti frá Portúgal. Þá kornu ein-
staka nýjar, íslenzkar bækur, og voru
þær lesnar upp á kvöldvökum.
— Hvernig brugðust Danir við sam-
bandsslitunum árið 1944?
— Ýmis blöð tóku þetta óstinnt
upp, en bæði ég og kona min áttum
allstóran kunningjahóp meðal Dana,
og urðum við ekki vör neinnar per-
sónulegrar andúðar.
— Hver var annars afstaða Hafnar-
fslendinga til sambandsmálsins?
— Það er nokkur saga að segja frá
því. Fundur landa í Höfn 7. maí 1943,
er samþykkti áskorun um að fresta
úrslitum í sambandsmálinu, þar til
aðilar hefðu talazt við, eða fram yfir
stríðslok, mun hafa vakið athygli
hér á landi, _ og afstaða landa var
dæmd hart. Ég var á þessum fundi,
en greiddi ekki atkvæði vegna skorts
á upplýsingum um málið, en slíkar
upplýsingar virtust forsprakkar sam-
þykktarinnar hafa í höndum, hvernig
sem á því stóð. Naumast var hægt
að verjast þeirri grunsemd vegna þess,
hvernig málið var reifað á fundin-
um, og eins er sást, hverjir gengu
þar fram fyrir skjöldu, að hér hefði
aðallega verið um andstæðinga lýð-
veldisstofnunarinnar að ræða. Hinn
mikli meirihluti með tillögunni hlaut
fyrst og fremst túlkun á aðgerðum
lands og stjórnar í því. Fáir munu
hafa gert sér ljóst, að íslendingutn
S92
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ