Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Page 17
reiS mest af öllu á þvi að fá fulia viðurkenningu iierveida þeirra, er hé) hefðu þrengt ser inn. á sjálfs ákyörðunarrétti .þjóðarinar Hefiii verið s'kemmtilegra. að Hafnar-íslend ingar nefðu iátið málið afskiptalaust — Og svo kemst friður á að nýju — Já. þá voru miklir. umbro'atím ar Einn atburður er mér sérstakiega minnisstaeður- morðið a iufimund- Kamban. Það vakti skelfingu meðal íslendinga Kamban var andvigur öl1 um múhreyfingum. eins og sjá má af ritum hans. og hafði hreinan sk.iölri í hvívetna. Ógleymanleg verður mér ræða mikilsvirts dansks lögfræðing.- við börur skáldsins, þar sem hann lýsti sök þjóðar sinnar á atburðinum og sagði, að sá tími myndi koma, er Kamban yrði reistur minnisvarði i Danmörku. Hins vegar verð ég að segja. að menn þeir. sem æddu vopn- aðir um borgina þessa fyrstu daga eftir stríðslok, voru að minni hyggju alis ekki sannir fulltrúar þjóðarinn- ar, þó að hún fengi ekki að gert að sinnj. Fullvíst er, að í Danmörku hefðu fjöimargir fagnað því, ef þetta hryllilega mái hefði verið tekið fast- ari tökum — ekki til þess að refsa þeim vesalingum, sem létu siga sér út í óhæfu, heldur til þess að gera öllum ljóst, hvað að baki lá, hvort sem hér var um klíkuskap að ræða eða öfundssýki og tækifærissinnaðan hugsunarhátt þeirra aðilja, hverjir sem það voru, sem átóu sökina á því, að byssumönnum þessum var sigað á skáldið. Aftur á móti voru viðbrögð sumra íslenzkra blaða við atburðum þessum til skammar landi og þjóð ög báru vitni ömurlegustu leppmennsku, eins og hver maður getur sannfært sig um með því að líta yfir blöð frá þessum tíma. Annars hef ég aldrei getað fellt mig við hina opinberu skýrslu um þetta mál, þar er eitthvað málum blandað. Og þögnin um afdrif Kambans hefur leitt til þess, að nokk- uð hefur fyrnzt nafn þessa merkasta leikritaskálds okkar. Það er því brýn þörf og skylda að gefa verk hans hið fyrsta út í vandaðri heildarút- gáfu. — Hvenær hélztu heim? — Það var strax sumarið 1945. Við fórum með Esjunni, og var það ærið söguleg ferð. Brezkir dátar gengu um skipið, gráir fyrir járnum, og yfir- heyrslur fóru fram ujj> borð. Skip- ið var yfirfulit og mikil tilhlökkun meðal fólks. Sjálfur hafði ég þá ekki komið heim í fimmtán ár. — Hefurðu saknað Danmerkur? — Ég á mjög margar góðar endur- minningar frá Damörku og féll mæta vel við iand og þjóð, þó að nokkuð sé ólíkt því, sem hér er. Ég verð oft gripinn heimþrá eftir borginni við sundið. —• Hvað tekur svo við, þegar heim kemur? — Ég fer þá að skrifa á íslenzku, og var sú breyting ekki síður erfið en fra islenzku yfir á dönsku áður. Fyrst snaraði ég ýmsum bókum min um á islenzku en l'ór síðan að frum semja Auk ritstarfanna var ég um -keið ntstjori timaritsins Heima er oezt og hef nú í nókkur ár verið bókavörður við Borgarbóka«afn Reykjavikur — Hvað veldur þvi ástfóstri, sem bú hefur tekið ’ið sagnfræðileg sögu afni? - Ég het mikinn ahuga a sögu ís lands, einkum .okkar miðöldum og seinni öldum frao. undir 1800 Þar er margt einkennilegt a? finna. bæði menningarlegt og annað. Svo er jafn an ýmisiegf í fortíðinni. sem á við nútímann Rithöfundur hlýtur jafnan að mótast af samtíð sinni, og það kemur fram í sögulegum verkum ekki síður en öðrum. — Já, þú segir í eftirmála við leik- ritið Valtý á grænni treyju, að verk- ið fjalli öðrum þræði um hina eilífu togstreitu milli valdsins og réttlæt- isins. — Já, þessi togstreita valdsins og réttlætisins er það, sem mannkyninu er hættulegast um þessar mundir, jafnvel hættulegra en atómsprengjan. — Hvað geturðu sagt okkur af vinnubrögðum þínum? — Ja, byrjunin er sú, að maður fær áhuga á einhverju söguefni, og smám saman verða höfuðatriðin ljós. Hins vegar breytist margt, eftir því sem verkinu miðar áfram. Við getum líkt þessu við fjallgöngu. Úteýnið vex, eftir þvi sem ofar dregur. Stundum er ég að velta sama efninu fyrir mér árum saman, R1 dærnis byrjaði ég að hugsa um Jómfrú Þórdísi árið 1956, en þeirri bók lauk ég ekki fyrr en fyrir tveimur árum. Ég ætla, að höfundur hafi alltaf visst umhverfi í huga á verkum sínum, en unglinga- ságan Steini í Ásdal er eina bók mín, sem gerist í átthögum mínum. Ég er ekki sérstaklega upplagður til skrifta á neirium sérstökum tíma dags, en þar sem ég vinn síðdegis í bóká- safninu, eru morgnarnir mér drýgst- ir. Mestur tíani fer í það hjá mér að strika út og breyta, og mér finnst ósköp gaman að þessu, meðan á því stendur, en svo er það búið. — Hvað söguleg efni snertir, þá kynni ég mér þau eins vel og ég get. Það litla, sem vitað er um Jón Gerreksson, er úr annálum að hafa, en Valtýr á grænni treyju er byggður á gerviþjóðsögu, sem svo mætti kalla. Um Þórdísar- mál er gnótt heimilda, en flest verk mín önnur, sem gerast á liðnum öld- um, eru ekki beinlínis byggð á sögu- leguim staðreyndum. Þú mátt bæta því við, að mér finnst nauðsynlegt að gæta hófst við það að hnika til sögu- legum staðreyndum, þótt í skáldverki sé. Tökum Schiller tid dæmis. Hann lét Englendinga ekki brenna meyna frá Orleans í leikriti sínu. Þetta finnst mér vafasamt. Hvað sjálfan mig snertir, þá veit ég vel, að Þórdís var næstum því sloppin. En i hún slapp samt ekki og það verður | að vera svo. — Hefurðu gefið þig mikið að smá | sagnagerð, síðan þú komst heim? — Nei, eiginlega ekkert, og flest- | allir þættir mínir, sem ég samdi ytra, hafa aldrei birzt á íslenzku. Nokkrir þeirra komu þó í bókinni Dauðsmanns kleif Ljóð hef ég ekki samið og að- eins eitt leikrit, Valtý grænni trevju. sem sýnt var i Þjóðleikhúsinu á sínum tíma og mun verða sýnt i Valaskjálf austur á vetri komanda. Það verk er reyndar byggt á sam nefndri skáldsögu eftir mig, er nokk- urs konar dramatísering á sögunni. — Hvað hefurðu að segja um þá kenningu, að skáldsagan, og þá eink- anlega hin þjóðfélagslega skáldsaga. sé dauð? — Þetta get ég alls ekki fallizt á, og mér finnst allt benda til þess, að skáldsagan sé að rétta úr kútn- um um þessar mundir. Hi., þjóðfélags- lega skáldsaga ber að sjálfsögðu mik- il merki ritunartíma síns og verður að metast í því ljósi. Til dæmis um það má taka Gest Pálsson og Kielland. Samt myndi ég kalla þá og aðra af svipuðum toga, svo sem Martin And- ersen Nexö, sígilda höfunda. Flestar þjóðfélagslegar skáldsögur íslenzkar eiga rót sína að rekja til kreppu- áranna, en síðan hefur margt breytt, og þess hlýtur að gæta í sagnagerð- inni. Annars er rithöfundur alltaf að reyna að koma einhverju til leiðar með verkum sínum, og þjóðfélags- leg vandamál koma á einhvern hátt fram í flestum bókmenntaverkum, til að mynda hjá Jóni Trausta, sem ekki var á neinn hátt byltingarsinnaður. Ég hygg, að sögur hans hafi átt rík- an þátt í bættri meðferð sveitarómaga hér á landi. Væri fróðlegt, ef ein- hver fræðimaður tæki sér fyrir hend- ur að rannsaka þetta. — Vildirðu nefna einhverja sér- staka höfunda, sem þú hefur dálæti á? — Þar er af miklu að taka. Þó held ég, að Hamsun myndi vera efst- ur á blaði. Auk þess get ég nefnt 19. aldar höfundana rússnesku, sömu- leiðis þá Hemingway og Faulkner og meðal þeirra yngri, sem ég hef lesið, Norðmanninn Jens Björnebo og Þjóð verjann Manfred Gregor. Aftur á móti þykir mér erfitt að gera upp á milli öndvegishöfunda okkar fs- lendinga. — Telur þú, að íslenzkir rithöf- undar hafi gert sér of títt við ís- lenzíkt sveitalíf um og fyrir síðustu aldamót? — Ek'ki skal ég segja um það, en Framhald á bls. 597. T í M I N N — SUNNUDÁGSBLAÐ 593

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.