Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 18
ALFONZ BEDNAR: STATTU UPP OG GAKK „Pabbi," sagði átta ára gamall son- ur minn, „heyrðu pabbi. ” „Hvað er það, Ferko minn?“ „Ég er búinn að eignast vin.“ „Er það góður strákur?" „Já. Hann langar til að heimsækja mig.“ „Láttu hann þá koma í dag,“ sagði ég og hugsaði ekki um það meir. Vissulega'er mikilsvert að eiga góða félaga, og menn ættu að fylgjast með því, hvers konar vini sonur manns velur sér, en ég hafði ekki hugleitt það. Verzlunarstjóri hjá stóru fyrir- tæki hefur í mörg horn að líta — það er atvinnan, skyldur og áhyggjur — sem sagt, ég. gleymdi öllu saman Á heimleiðinni kom ég enn einu sinni að Ferko, þar sem hann stóð einsamall upp við húsvegg á götu- horninu, svo að ég sagði við hann, þegar við komum heim: „Hvers vegna nærðu þér ekki í einhvern félaga? Bjóddu honum heim og þið getið horft saman á sjónvarpið." Hann samsinnti því, og í augum hans brá fyrir glampa, er hann settist við sjónvarpið — ég man nú ekki hvað var í því þetta kvöld. Við Luba vorum saman um kvöld- ið. Það var yndislegt kvöld. Við mæltum okkur mót og röltum niður með Dúná góða stund, fengum okkur svo kaffi og glas af víni í skuggalegum næturklúbb. Öskubakki tveir vindlingar. Það var setið við sumt af borðunum, hljómsveit lék og menn dönsuðu á uppljómuðum, kringlóttum glerpalli, sem var skreytt ur marglitu tíglamynztri. Skór, bux- ur og fótleggir dansendanna vou baðaðir í ljósi, meðan höfuð þeirra og andlit svifu uppi í myrkrinu. Við Luba dönsuðum einnig í þessu skraut lega skini og höfuð okkar sveimuðu 594 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.