Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 19
innan um hin höfuðin í myrkrmu. Maður vill ekki vera öðruvísi en aðrir, svo að maður hagar sér eins Og hinir, og það er svo sem allt i lagi. Hið eina, sem ég hafði áhyggj ur af var birtan á fótleggjum Lubu, ég óttaðist að einhver sæi, hve hún hefur fallegar fætur. Höfuð i myrkri — notalegt ástand, sem mætti gjarnan standa til eilífð- ar, en vín er vín eins. og þið vitið. Skeggjaður gleraugnaglámur, sem kenndi mér í skólanum, minntist stundum á dropann, sem holar stem- inn, og haldi maður áfram að hella víni ofan í sjálfan sig inn um óseðj- andi gat, endar það með því að allt hringsnýst fyrir manni. Við þessu er ekkert að gera. Að minnsta kosti reyndist mér það svo fyrir fimm ár- um, og sú reynsla kostaði mig frið- sælt heimilislíf, nokkra metra af taugavef og að lokum eiginkonuna. Ekki svo að skilja, að þetta hafi verið eina ástæðan fyrir skilnaðinum, þær voru fjölmargar. Konan mín, fyrri konan mín, á ég við ... „Þú átt að verða seinni konan mín, elskan,“ sagði ég við Lubu þarna í næturklúbbnum. „Eða varstu ekki að tala utan að því við mig í gær?“ „Jú, eiginlega gerði ég það. „Ég kveikti í annarri sígarettu fyrir hana og hún sat þama brosandi og reykti. Samt virtist mér sem hún kærði sig ekki um að fara út í þessa sálma og væri að reyna að þurrka brosið af dumlbrauðum vörunum. „Ég veit þó ekki...“ bætti hún við. „Hvað áttu við“ „Vertu ekki alltof viss.“ „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að vera það,“ svaraði ég hálf ringlaður. „Ferko hefur eignazt vin. Hann er allur annar, langtum glaðari, get ég sagt þér. Hafðu engar áhyggjur, við munum ekki þurfa að horfa upp á hann framar hímandi upp við vegg.“ „Það er það eina, sem hann gerir.“ Ég horfði á hendur Luibu, sem voru á eilífu iði. „Mér finnst hann ekki hafa gert annað í heilan mánuð. Hann stendur bara þarna á götunni og glápir, dreng urinn.“ „Veistu, hvers vegna hann stend- ur þarna?“ „Nei, vegna hvers?“ v„Honum geðjast betur að götunni, en mér geðjast að nokkru." „Hvað áttu eiginlega við?“ „Honum fellur allt betur en okk- ur,“ anzaði ég. »Ég er ánægð með hlutina,“ sagði Luba og dreypti á víninu. „Ég er ánægð með allt, eins og það er. Ert þú það ekki?“ Ég kveikti mér líka í sígarettu og beið þess, að hljómsveitin færi að spila. Píanóleikarinn var að prófa sig áfram, en hinir spilararnir töluðu sam an sín á milli og hlógu, og samtal þeirra var markleysa í eyrum ann- arra. Að öðru leyti var hljótt í saln- um. Eitt og eitt orð eða setning skar sig úr lágværum kliðnum, rakst á hinar og hljóðnaði. Fólkið fyrir ofan borðin, glösin, flöskurnar og ölkoll- urnar, ofar glóðinni úr vindlingun um var með annarlegum svip, og and lit þess föl og torkennileg í mó- leitu rökkrinu. „Ferko minn er ekki eins óham- ingjusamur og þú heldur. Hann er bara sjálfstæður náungi, og í kvöld er hann til dæmis að horfa á ein- hverja kvikmynd í sjónvarpinu. Ungl- ingar eru langtum sjálfstæðari en áður fyrr, sem betur fer.“ „Og hvað gerðist svo?“ „Hvað meinarðu?" „Þú ætlaðir að segja mér eitthvað annað, sem kostaði þig eiginkonuna. sagðir þú.“ „Nú, það . . það var ekki ástæð- an, heldur hitt, sem á eftir fór. Það atvikaðist þannig," sagði ég og horfði út í dimmt skot á salnum. Fiðlari var að stilla fiðluna sína. „Að stríð- inu loknu skrapp ég til Piestany. Þú veizt kannski að ég er ættaður þaðan. Mig langaði til að frétta af vinum og venzlafólki. Borgin var full af hermönnum, Rússum og Rúmen- um. Úr fjarska sá ég, að húið var að eyðileggja brúna með súlunum. Það var áletrun á rústunum, bókstaf- ir, fræg setning. Þú hefur heyrt minnst á Kapernaum?“ „Nei, ekki veit ég til þess — man það að minnsta kosti ekki.. „Þar var einu sinni maður, sem fékk slag . .-.“ Ég sá, að Luba hafði engan áhuga á því, sem ég sagði, en áhugaleysi hennar örvaði áhuga minn.“ Þessi maður var lamaður og þarna var fullt af fólki, því að Krist- ur var að predika inni í einu húsinu. Þeir báru manninn til hans, og Jesú læknaði hann og sagði: „Stattu upp og gakk!“ Á brúnnj í Priestany var latnesk áritun á öllu steypu- og járna- draslinu, og ég veit ekki betur en að hún sé þar enn í dag. ,Surge et ambula1 stóð þarna á múrnum ‘Statt upp og gakk.‘ Mig minnir, að ég hafi lent á rokna fillirí þennan dag með nokkrum félögum mínum, og daginn eftir bættust fáeinir hermenn í hóp- inn — og ég fór að leita að Jesú meðal þeirra. Að lokum fann ég hann, í handarstað hafði hann hvít- reifaðan stúf og margra daga skegg á mögru andlitinu. Ég held, að hann hafi verið Armeni eða eitthvað í þá átt. Við drukkum víst fram á næsta dag, og ég man, að ég kyssti hann ..“ „Var það vegna þess, sem þú misst- ir konuna þína?“ Luba gaf mér bendingu um að koma út á dans- gólfið. „Var það þess vegna, sem þú eyðilagðir taugarnar, beimili þitt og sálarró?“ Nei “ ”En hvað þá?“ Ég yppti öxlum. „Það byrjaði allt, þegar ég sagði henni frá áletruninni og Armeníumanninum. „Konan mín var hneykslunargjörn, þröngsýn og hjátrúarfull, og hana skorti um burðarlyndi. „Skammstu þín ekki að guðlasta svona?“ sagði hún. ,„ þú veizt, hvernig þetta er, ein setning rekur aðra, unz við rifumst eins og hundar." _Það fór vel á með okkur Lubu í "dansinum. Við höfðum bæði dans að heilmikið hérna áður fyrr, en núna var eins og allt væri með nýj- um og ferskum blæ, við hlógum, inös- uðum og gleymdum tímanum. „Þú átt tvö börn, er það ekki?“ „Jú, Ferko og ...“ „Og bæði svona sjálfstæð?" „Ferko er býsna rogginn. Hann er átta.“ „Og sú lit!a?“ „Evie?“ „Já.“ „Hún er næstum fimm ára. Kon- an mín kenndi þeim að sjá um sig, og hljóp svo frá þeim.“ Tíminn leið. Við sátum við borðið. Luba dreypti oftar á víninu. Þeir færðu okkur kaffi, hún drakk kaffið, og ég kveikti í sígarettu i'vrir hana. „Veitu, hvað ég kann svo vel við í fari þínu, Luba?“ „Nei, hvað er það?“ „Þú hefur vit á að leita skjóls, þegar hann rignir.“ Henni fannst þetta ekkerr inóðg andi og hún hló svo hátt, að ungt par, sem sat við næsta borð, sneri sér við og statði á okkur. Það hvarfl- aði að mér, aö svona unglingar þyrftu að haga orðum sínum gætilega öðru máli gegndi um okkur Lubu. Hún er ekki vitund gömut. Hún hafði verið gift í ár eða svo, ein- hverjum stúdent, sem fór frá henni vegna annarrar konu, og nú heldur hún því fram, að hún hirði ekki um að giftast á ný. En mér segir svo hugur, að hún meini ekkert með því, þetta séu aðeins iátalæti í henni. eins og núna í hálfrökkvuðum saln- um. Hún reykti þegjandi, dreypti á víninu og virti fyrir sér gestina sett- leg á svip. „Hvað gengur að þér, Luba?“ „Af hverju förum við ekki?“ „Heim?“ „Nei, út að labba.“ „Við vorum að koma af göngu.“ „Komum þá aftur.“ Við gengum út, anm í arm, eins og það er kallað, og röltum stundar- korn um rykug strætin, sem önguðu af vori. Við gengum á ný eftir fljóts- bakkanum — dagar og vikur liðu og Ferko kom ekki heim með félaga sinn. Ég skildi ekkert í þvi, og við héldum áfram að ganga niður með T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 595

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.