Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ
Það hlóð niður snjó, þegar við vorum að undirbúa umbrot bessa tölublaðs, og lausa-
mjöllin lagðist yfir allt, hvít og mjúk. Hún sat í trjáliminu, og hún huldi húsþökin, og
börnin á götunum fögnuðu og ærsluðust. Við fórum að leita í myndasafninu okkar og
fundum þar þessa mynd af bekk, sem þakinn er ósnortinni lausamjöll. Hún hefði eins
getað verið tekin núna eftir síðustu drífuna. Við látum hana bera kveðju okkar út
um landið á upprisuhátíðinni, fullvissir þess,að undir fannahjúpnum blundar líf, sem
bíður nýs vors. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson.
rv.va0.wIvaOöaw.w.w»I*>aí*M»>avT%waC«%v/avavawa^vaw»^vavavawa,.vav.v.v.%wav.v
Cmw.mmw.VAW
v