Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Qupperneq 4
Hnappavellir í Öræfum. Ljósmynd: Páll Jónsson. iMÉÉNMMÉÍHHl i. í dagbók Sveins læknis Pálsson ar, þar sem greint er frá ferð hans um Öræfasveit í september- mánuði 1793, segir svo: „Hinn 12. var illviðri með snjó- og bleytuhryðjum. Urðum við því að halda kyrru fyrir á Hnappa- völlum og gátum ekki aðhafzt neitt sérstakt. Hið eina, sem skemmti okkur, var 74 ára gamall maður, talsvert einkennilegur í háttum.. Hann bjó á einum parti jarðarinnar, en ekki lagði hann þó mikinn hug á búsýsluna. Hitt hafði verið ævistarf hans frá æsku að safna rithöndum allra þeirra manna, er hann gat náð til, jafn vel frá öðrum löndum, ennfremur vÖlum úr öllum landdýrum, kvörn um úr öllum fiskum og vængjum af öllum fuglum, og átti hann fullt herbergi af öllu þessu. í engum öðrum manni en honum hef ég séð gulleitan eða jýsandi baug kring um augasteininn, og þessi hringur lýsti jafnvel í rökkri likt og kattaraugu." Gamli bóndinn hét Sigurður Magnússon. í íslenzkum ævisk'.'ám sem Páll Eggert Ólason tíndi saman, er þessi mannkynning: „Sigurður Magnússon (1720- 1805) Ættfræðingur. Foreidrar: Magnús Björnsson (Magnússonar prests á Hörgslandi, Péturssonar) og kona hans, Guðrún Gissurar- dóttir að Heinabergi og Holtum á Mýrum í Hornafirði, Þórarins- sonar. Bjó í Holtum í Hornaíirði, síðar á Hnappavöllum í öræfum. Ættardrög eru eftir hann í Lbs. Dóttir hans með f.k., sem ekki er nafngreind: Þorgerður, átti Einar Erlendsson á Hnappavöllum. Börn með s.k. (sem ekki er heldur nafn greind): Jón, bóndi í Holtum í Hornafirði 1801, og eru þar einnig systkini hans: Sigríður, Guðrún, Magnús.“ í V. bindi Æviskránna stendur í leiðréttingum og viðaukum: „Sig- urður Magnússon. Ættfræðingur. Guðrún móðir hans var Gissurar dóttir á Heinabergi og í Holtum Jónssonar. Bræður hennar: séra Jón á Hálsi og séra Jón á Stórólfs hvoli.“ Þarna er það eitt leiðrétt, að Gissur í Holtum er sagður sonur föður síns en ekki afa. Það hrekkur skammt til útrýmingar mein- legum villum í tilgreindum per sónal Sigurðar Magnússonar. Árið 1789 bjó á Lambableiksstöð um í Einholtssókn, Sigurður Jóns son, ekkjumaður, 51 árs. Hans börn voru: Jón 21 árs, Magnús 10 ára, Guðrún 22 ára, Valgerður 17 ára og Guðrún yngri 18 ára. Það eru börn Sigurðar bónda á 244 T Í M « N N sUNNLTJAGSBL.YO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.