Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Side 5
Lambableikstöðum, sem í Ævi-
skrám eru eignu'ð Sigurði ættfræð
ingi Magnússyni við seinni konu
Þessi missögn er furðuleg, því að
i sóknarmanntali Einholts eða
kirkjubókum, sem notaðar bafa ver
ið sem heimildir, er ekki að finna
neina brotalöm, sem gefi eftirleitar
mönnum tilefni til að skáskjóta sér
þannig um gættir.
II.
Lítum í elzta síknarmanntal úr
Einholtssókn. Það er frá árinu 1787
aðeins brot. En svo hittast á, að
þar er að finna nöfn Sigurðar ætt
fræðings og fjölskyldu hans, sem
átti heimili á 4. býli í Holtum. Um
sögn um hegðun og þekkingu:
Sigurður Magnússon, húsbóndi
67 ára, frómur og stjórnsamur,
vel fróður. Guðrún Runólfsdóttir
hans kona, 60 ára, hegðun nokkurn
vegin, einföld í kunnáttu. Þorgerð
ur, hans barn, 33 ára, vinnusöm,
sæmilega að sér. Valgerður þeirra
barn, 22 ára, bág í skauti, nokkurn
veginn að sér. Ástríður, þeirra
barn, 20 ára, hegðun sæmileg. Þor
björg, þeirra barn, 17 ára, og svo
líka.
Sóknarmannatalið var samið í
marzmánuði og sést þar, að í Við
borðsseli bjó Ólafur Magnússon, 63
ára ekkjumaður, „stjórnsamur og
fróður í andlegu.“ Hann var bróð
ir Sigurðar í Holtum. Einkunnar
gjöf sóknarprestsins bendir til
þess að andleg gerð bræðranna
beggja hafi verið af góðum toga.
Báðir voru þeir söfnunarmenn:
Ólafur var auðsæll svo að af bar,
en Sigurður safnaði hlutum úr
dýraríkinu og var fornrýninn.
Þrátt fyrir ódöngun í búi, steig
Sigurður ættfræðingur enn á legg
ásamt seinni konu og dætrum. Þau
höfðu staðið af sér bláadauðann og
bóluna. Laut þó margur lágt í
þeim ógnum.
Sigurður Magnússon setti saman
bú í Heinabergi, bjó þar 1753, og
lausafjártíund hans nam 5 hundr-
uðum á landsvísu, hreint ekki óefni
legt hjá frumbýlingi. Hann var
búandi ekkjumaður í Holtum 1762
í heimili dóttur hans, barn að
aldri, og ein vinnukona. — Síðan
segir lítið af Sigurði bónda í Kráks
húsum, unz hans er getið í fyrr-
nefndu sóknarmannatali. Þó sézt,
að hann hefur þráfaldlega starfað
við manntals- og héraðsrétt í Holta
þinglagi — undir gerðabókum ritar
hann alla jafna nafn sitt fyrstur
þingvitna.
Við sóknarmannatal Einholts
haustið 1788 var Sigurður Magnús
son og fólk hans horfið af Mýrum.
Fluttist búferlum suðun í Öræfi
og settist að á HnappavöRum.
Það hefur verið hald manna, að
Sigurður væri alla tíð aumasti
búskussi. En presturinn, sem virð-
ist lýsa af hófsemi og sannsýni hegð
un og þekkingu safnaðarbarna
sinna, telur hann stjórnsaman.
Gæti bent til þess, að þegar Sig-
urður var í fullu fjöri, hafi hann
sýnt viðleitni við að pjalaka sig í lífs
baráttunni, þrátt fyrir áleitin
hugðarefni, sem féllu í aðra far
vegi. — Auðvitað er of djúpt tekið
í árinni, að það hafi verið „ævi-
starf hans frá æsku að safna rit-
höndum11, þó að Sveinn Pálsson
komist þannig að orði í dagbók
sinni.
Þegar móðuharðindin dundu
yfir, missti Sigurður lífsbjargar
gripi. Sömu sögu mátti maður
manni segja. Ungir menn ólu upp
nýja sauði og bættu sér skaðann.
Aldurhnignum einyrkjum varð
þyngra fyrir fæti. Eigi þess að
vænta, að Sigurði Magnússyni, sem
kominn var fast að sjötugu, auðn
aðist að rífa sig úr örbirgð, hitt
nær raunsæi að ætla honum þann
hlut að damla tilþrifalítið fram
að feigðarósunum. — Viðbúið er,
að hin munnlega geymd um þenna
skaftfellska fróðleiksmann og
hætti hans sé einkum sett í sam
band við lokaþátt í búskaparbasli
á Hnappavöllum.
Það er að minnsta kosti engin
véfrétt, þó að Sveinn Pálsson
skýrði frá því, að 74 ára öldungur
sinni lítið búsýslu. Söfnunariðja
hans, 1 öllu umkomuleysinu, kom
fyrir sjónir eins og einfeldnisleg
ur barnaskapur. En hann átti per-
sónutöfra, skemmti þeim, sem viða
höfðu farið. Og Sveini lækni var
ljóst, að hann var í návist manns,
sem var óvenjulegur um fleira en
rafbaugana í augunum.
Guðríður, seinni kona Sigurðar
Magnússonar, mun hafa dáið kring
um 1790. Hún var af Eydalaætt.
Foreldrar hennar voru Runólfur
bóndi á Viðborði Eyjólfsson og
kona hans, Steinunn eldri Jóns-
dóttir, bónda í Viðborðsseli,
Magnússonar.
Þorgerður, dóttir Sigurðar við
fyrri konu, átti Einar Erlendsson
og bjuggu um skeið á Hnappavöll
um. Hjá þeim dó faðir hennar ár
ið 1802 Þau Einar og Þorgerður
áttu börn, búskap þeirra hjóna
lauk á Lambableikstöðum. Þor-
gerður Sigurðardóttir andaðist 3.
september 1830 á Borg á Mýrum.
Dætur Sigurðar Magnússonar
við seinni konu eru taldar fjórar.
Ein þeirra, Sigríður, var ekki tal
in heima í Holtum 1787
Þorbjörg giftist og eru niðjar
þaðan komnir. Maður hennar var
Þorsteinn Einarsson. Móðir hans,
Steinunn Þorvarðardóttir, ól barn
í lausaleik 1774. Einar Jó.isson,
húsmaður á Mýrum, veitti lýs-
ingu hennar viðtöku. Það er án
efa Þorsteinn, sem kom þá í
veraldarvosið — foreldrar hans
gengu í hjónaband og í elztu
kirkjubók Einholtssóknar finnast
nöfn margra barna, er þau höfðu
aflað.
Skömmu eftir fermingu .-éðist
Þorsteinn Einarsson til Jóns sýslu
manns Helgasonar í Hoffelli, pjón
aði honum tvö ár. Vorið 1803 fór
hann til móður sinnar, „ekkju í
Einholtssókn til að vera henni, eða
þeim, sem hún var hjá, til léttis
og aðstoðar“. Sýslumaður neitaði
að láta drenginn hafa passa. Gekk
Einholtsprestur í málið og urðu
úr bréfaskriftir til biskups.
Þorsteinn og Þorbjörg bjuggu
lengst á Slindurholti á Mýrum og
í Hafnarnesi í Nesjum. Síðustu
stundirnar var Þorbjörg Sigurðar
dóttir hjá syni sínum í Garðakoti
í Stafafellstúni, andaðist þar 21.
maí 1832.
III.
Það bar við um 1820, að föru-
konu bar að garði á Stafafel'i í
Lóni. Séra Bergur prófastur
Magnússon tók hana tali, innti
eftir reisupassa. Kom í ljós, að
hún hafði ekkert slíkt bevís í fór
um sínum. Prófastur kvað það
varða við landslög.
Gamla konan varð uggandi.
Séra Bergur róaði hana, sagði að
ekki tjóaði annað en hún fengi
ferðaleyfi um sóknina. Lét hann í
té vegseðil og mælti svo fyrir,
að hún sýndi hann á hverjum bæ.
Sú gámla varð allshugar fegin, en
gat eigi ráðið þær rúnir, sem á
bréfsnipsinu voru:
„Grá aulakerling, guleygð, rotin,
grett og krókhryggjuð hingað
kom
Hún leit út svo sem sjálfur
skotinn,
svipur hennar var næsta vom
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAf>
245