Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 9
LeikbrúSa fræSir Indíána í Mexikó um hreinlæti, mataræSi og heilsugæzlu. sem þorri fólks ber mjög einkenni ípdíána. Bandaríkjamenn rændu Mexíkó miklum löndum á sínum tíma — Kaliforníu, Arizóna, Texas og fleiri svæðum. Samt er Mexíkó enn mjög stórt land, nær því tuttugu sinn- um stærra en ísland. En það er ekki sérlega vel til landbúnaðar fallið í heild. í fjalllendinu eru samgöngur ákaflega örðugar, þrátt fyrir gífurlega vegagerð í seinni tíð. Eitt blómlegasta landbúnaðar- héraðið er umhverfis borina Oax- aka í Suður-Mexíkó, og þar er á laugardögum einhver stórfengleg asti markaður, sem til er í lönd- um Indíána. Þangað flykkist þá aragrúi sveitafólks með ávexti, grænmeti, kjöt, korn, körfur, leir- ker, leðurvarnin, hatta og ótal margt annað. Rithöfundur D.H. Lawrence hef- ur lýst þessum markaði með svo- felldum orðum: „Á markaðnum er krökt af Indíánum, dökkum í and- liti, lágmæltum, hljóðlátum í hreyf- ingum og óútreiknanlegum. Þarna blandast tuldur Zapótekanna og mildur hreimur Mixtekamálsins saman við spænskuna, líkt regn hrjóti á harðan leirsvörð og vindur þjóti í bananablöðum. Allir eru hingað komnir til þess að kaupa og selja og þó umfram allt til þess að hittast. Lítill eldviðarbaggi, of- urlítill flókastrangi, fáein egg eða tómatar — allt er þetta bæði körl- um og konum nægjanleg afsökun til þess að ganga langar leiðir yfir fjöll og dali á þennan markað. Að kaupa, skrafa og prútta og framar öllu öðru að blanda geði við ann- að fólk — það er erindið.“ Þessi löngun til þess að blanda geði við annað fólk knýr Indián- um til þess að ganga marga tugi kílómetra til næsta markaðsstaðar Þar sem greiðfærir vegir eru, ferðast þeir þó venjulega í vögn- um, enda eru langar lestir vagna á öllum vegum markaðsdagana, hlaðnir fólki, hænsnum, svínum og alls konar pinklum og farteski. En í fjöllunum verða allir að ganga eins og gert hefur verið í þrjú þúsund ár — þar þrammar fólkið — eða jafnvel hleypur — með bagga sína í 61, sem spennt er um ennið. Hvað er það nú, sem stjórnar- völd í Mexíkó gera til þess að greiða hinum frumstæðu Indíánum leið úr fornöldinni inn í nútíðina? Það er margt og mikið. f Mexíkó er viðamikil og athafnasöm Índí- ánastofnun, sem hefur aðsetur sitt í Mexíkóborg. Forstjóri hennar er heimsfrægur fornleifafræðingur, dr. Alfonsó Kasó — maðurinn, sem stjóx-naði uppgreftri hinna miklu Indíánamustera, Monet Albán og Mitla, á árunum 1920—1940. Eftir átján ára starfsemi hefur Indíána- stofnunin nú fimmtán útibú, sem eru samband lýðháskóla, búnaðar- skóla og lækningastöðva, og unnið er að því að koma upp um þrjátíu til viðbótar. Elzta og stærsta útbú- ið er í San Krístóbal de la Kalas í Kíapasfylki við landamæri Gvate mala. Það er hjálparstofnun Mæa- þjóðflokks, sem þar býr, og hiut- verk hennar er að vexta honum leiðsögn og aðstoð til þess að fóta sig í nútímaþjóðfélagi. San Kristóbal er hátt upp í fjöll- um, mun hærra en Mexíkóborg. Þar starfa margir vísindamenn, sem sérfróðir eru um allt, er varð- ar sögu og menningu Indíána í Kíapas, sem eru urn tvö hundruð og fimmtíu þúsund og tala tíu tungur. Meðal þeirra, sem þar ráða ríkjum, er Gertrud Duby, ekkja danska fornleifafræðingsins Frans Blorns, sem lengi var í þjónustu Mexíkóstjórnar. Þar eru Danir nú að láta taka heimildarkvikmynd um líf og hætti Kíapas-Indíána að fyrirsögn trúarbragðafræðingsins Arilds Hvitfelds, og er það ætlun- in að gefa hana menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. En ekki er þetta áhættulaust starf, því að Indí- ánunum er tortryggni á mynda- tökumönnum og öðrum undarleg- um útlendingum, og er þess skemmst að minnast, að fyrir fá- um árurn var þarna drepinn dansk- ur rnálari, sem var svo illa settui', T f M I N N — SUNNUDAGSRLAÐ 249

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.