Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Page 14
i búi sínu smáu að vísu, en þó svo ríflegu, að þeim tókst að fram fleyta sér og börnum, er þau eign uðust. Áttu þau löngum eina kú og nokkrar kindur, og er svo tal ið, að innangengt hafi verið úr bænum i gripahúsin. Má iafnvel vera, að skepnurnar hafi verið hýst ar í rangölum eða skotum við bæjargöng. Ekki varð hjá því komizt, að hann væri oft brottu um nætursak ir. Var það og almannarómur, að Jón Brandsson væri seinn í ferð um, og voru þess dæmi, að hann væri hálfan mánuð í Akranesferð. Siálfum mun honum hafa þótt við urhlutamikið að skilja konu sína með kornung börn eina eftir svo fjarri byggðum manna, til dæmis á vetrum, þegar allra veðra var von, og leítaðist hann oftast við að hafa á heimilinu einhvern vika dreng stálpaðan, og fyrir kom, að vistráðin vinnukona var i Helga vatnsseli. En þegar ekki var fleira fólk í heimili en þau hjónin og börn þeirra, leitaði hann á náðir byggðarmanna um mannhjálp. Varð Hermundarstaðafólk þá ofta- ast til þess að hlaupa undir bagga og senda einhvern ungling fram í selið, þegar bóndi fór sjálfur að heiman. Um þessar mundir bjuggu á Hermundarstöðum Guðlaugur Guðmundsson, bróðursonur Dani els á Fróðastöðum, og Hallfríður Bjarnadóttir frá Kolslæk. Áttu þau börn, sem voru að komast á Iegg, meðal þeirra Ingibjörgu, móður Guðjóns Jónssonar, sem lengi bjó á Hermundarstöðum, og pilt, er Gnðmundur hét. Hefur Ingibjörg svo frá sagt, að eitt sinn var hún frammi í selinu að vorlagi, er Jón var í aðdráttarferð á Skipaskaga. Fór þá Kristín húsfreyja að hyggja að nýbornum ám frammi í brún um og hélt á fötu í hendinni. Mjólkaði hún i fötuna þær ær, er hún náði og eitthvað var i. en í svuntu sína safnaði hún f.ialla grösum. Með þessum og þvílíkum hætti tókst hjónunum í sejinu að sjá sér og skylduliði sínu farborða. Öllu reiddi skaplega af, þótt vafalaust hafi oft verið telft á tví sýnu. Einu sinni lá þó við borð, að Kristínu yrði dvölin í heiðarbæn- um ofraun. Svo var við vaxið, að Jón átti erindi niður í sveitir að vetrarlagi og bjóst við að vera að heiman um nætur sakir. Var þá ekki fleira fólk í selinu en þau hjónin og börnin, og leitaði Jóa á náðir Hermundarstaðafó'ks uro lið veizlu eins og oft áður. Ilafði .svo talazt til. að Guðmundur Guðlaugs son, að menn ætla, skryppi fram eftir til Kristínar og yrði hjá henni unz Jón kæmi heim. Benda iíkur til þess, að þetta hafi verið vetur inn 1876-1877, en þá var Guðmund ur seytján ára gamall. Jón hóf ferð sina eins og nann hafði ráð fyrir gert, trúlega árla dags, og átti Guðmundur að Lma upp að Helgavatnsseli, þegar á daginn liði. Kristín varð eftir með sonu sína þrjá, og mun hinn elzti, Brandur, þá hafa verið tiu ára, en Pétur, sem yngstur var, þnggja ára, ef rétt er til getið um ánð. Sinnti hún verkum að venju, og leið svo fram dagurinn allt til rökkurs, að ekki bólaði á Guð- mundi á Hermundarstöðum. Brátt færðist náttmyrkrið yfir heiðina. Skaut þá húsfreyja loku fyrir bæjardyrahurð, því að hún mun illa hafa kunnað einverunni eftir. að kvöldsett var orðið. Þegar fram á vöku leið, án þess að Guðmundar yrði vart, þótti henni ekki lengur frestandi að fara í fjósið til þess að gefa kúnni og mjalta hana. En sem hún var að tygjast í fjósið, heyrðist henni bæjardyrahurðinni hrundið upp. Hvarflaði henni þá fyrst að henni, að lokunni hefði verið illa rennt í kenginn, er Guðmundur gekk viðstöðulaust inn og varð henni i bili ekki til þess hugsað, hve öndvert það var góðum siðum, að hann kæmi þannig í bæinn eftir sólsetur, án þess að guða á glugga. Þessu næst heyrðist henni geng ið inn göngin nokkuð hvatskeyt- lega, og í næstu andrá, er borð stofuhurð hrundið upp. Birtast í gættinni tveir menn, sem hún þykist þegar kenna, og eigi góðir gestir í híbýlum heiðarbúanna. Voru þetta engir aðrir en hinir látnu Neðra-Nes-feðgar, Helgi og Ásmundur sonur hans. Varð henni ærið hverft við þessa sýn, og litla stund mátti hún sig hvergi hiæra. Var skelfing hennar slík, að henni lá við öngviti andspænis þessum óboðnu gestum. En brátt sigraði þó viljastyrkurinn. Hún reis upp með yngsta barn sitt á handleggn um, gekk á móti komumönnum og kastaði á þá orðum. Ekki er í minnum, hvað henni varð á munni, enda hefur hún kannski ekki mun að það glöggt eftir á. En brottu vísaði hún þeim heldur omjúklega og skar ekki utan af. Við þetta hörfuðu gestirnir undan, en Krist ín fylgdi þeim eftir fram göngin og allt að bæjardyrahurðinni, sem raunar var lokuð eins og hún vænti. Hurfu komumenn þar, en konan stóð ein eftir í myrkum göngunum. Setti þá að henni hræðslu svo megna, að hún varð að beita öllu, sem hún átti til, er hún sneri aftur til baðstofunnar, svo ofboð næði ekki tökum á henni. Nú leið enn nokkur stund, og varð ekki af því, að konan færi í fjósið eftir þvílíka heimsókn. Loks var þó guðað á glugga. Var þar Guðmundur á Hermundarstöðum og má nærri geta, að konan varð komu hans fegin. Ókunnugt er nú, hvern trúnað, sveitungar Kristínar lögðu á þessa sögu hennar. Ekki virðist henni þó hafa verið um það brugðið, að hún spyhni söguna upp, en sumir haft í getgátum, að gestkoman væri draumur hennar, og hefði hún rokið upp með andfælum, er feðg- arnir birtust henni. Þótti það til marks um seiglu Kristínar, þegar í harðbakkann sló, að hún sk.vldi ekki ærast við atburð þennan. Ekki varð þetta atvik til þess, að þau hjón leituðu niður í byggð- ina. Þau þraukuðu enn í heiðinni í mörg ár. Jafnvel hin miklu harð indi, sem yfir landið gengu upp úr 1880, gátu ekki flæmt þau úr sel inu fyrr en vorið 1886. Þá voru börn þeirra á legg komin og hin eldri milli tektar og tvítugs. IV Þau Jón og Kristín settust ekki að í nágrenninu, er bau lélu loks lokið heiðarbúskap, heidur fluttust alla leið suður að Hávarsstöðum í Leirársveit, þar sem þau bjuggu næstu ár. Fylgdu þeim tjögur börn þeirra — þrír synir, Rrandur, Þorbjörn og Pétur, og ein dóttir, Sigríður. Brandur Jónsson bagaðist nokkuð, því að hann féll eitt sinn niður af heyi, er hann var að gera upp, og fótbrotnaði. Mun fóturinn hafa verið illa skeyttur saman og gróið með nokkuð óeðli legum hætti, en þó ekki verr en svo, að maðurinn var vinnufær. Þetta fólk átti flest undarlega stutta sögu í Leirársveitinni. í heiðinni hafði það staðið af sér allar hryðjur, en þegar það var Framhald á bls. 262. 254 ( T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.