Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 15
Hér horfast þær í augu yfir þriggja
alda haf, Kristín Svíadrottning í
gylltum rammanum uppi á vegg í
þjóðminjasafninu sænska og stúikan,
sem gengur þar um sali til þess að
rýna á gamlar myndir og muni. Það
er íhygli í látbragði beggja — það
er eins og þær virði hvor aðra fynr
sér af forvitni líkt og dálítilli var-
færni. Gætu þær komizt nær hvor
annarri, ef þær fengju taiað saman?
Munurinn á klæðaburði þeirra er
augljós.
Unga stúlkan, fædd kringum 1950,
klæðist eins og henni þóknast. Hún
stendur þarna óþrúguð í síðbuxum,
bol og ilskóm með leðurjakka á hand
leggnum, örugg í fasi og treystandi
á dómgreind sjálfrar sín. Drottningin
er búin að þeim hætti, er hefð henn-
ar og aldarfar krafðist. Að því leyti
er þessi ókunna stúlka frjálsari en
sjálf drottningin á veldisstólnum fyrir
þrjú hundruð árum. En í frelsi sínu
til þess að klæðast að vild sinni, fara
sínar götur og leggja rækt við það,
sem henni er hugstætt, er unga stúlk- £
an þó í ósýnilegum viðjum, er marg-
slunginn, vélrænn heimur og harð-
snúið kapphlaup um gróða og lífs-
þægindi hefur búið henni, án þess að
hún geri sér kannski grein fyrir því.
í stað gamallar ánauðar er komin
önnur ný, sameiginleg karli og konu.
Það er lausnargjaldið, sem þjóðirnar
hafa orðið að greiða til þess að losna
úr spennitreyju gamalla hugmynda
og sið. En það er bót í máli, ef báð-
um kynni þeim, stúlkunni og drottn-
ingunni, að þykja sinn fugl fegri og
sýnast sitt lífsform happasælla.
KYNSYSTUR
HORFAST
í AUGU
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
255