Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Side 19
ir Francis H.C. Crick (Nóbelsverö- laun árið 1962) og Julian Huxley. Ekki fara miklar sögur af niður- stöðum umræðna, en fæddist aft- ur á móti ný vísindagrein á þing- inu, „futurológí11 eða „framtíðar- fræði.“ Hlutverk hinnar nýju vís- indagreinar er „kerfisbundnar rannsóknir og niðurskipan á fram- tíðarheimi mannkyns eins og hann mun að líkindum verða. „Fjölmarg ir vísindamenn hafa nú þegar lagt ýmislegt að mörkum til þessarar greinar, dregið upp framtíðarmynd ir og fundið hugsanlega lausn hugsanlegra vandamála, og ætla ég að bjóða lesendum í stutta kynnis- för um hugmyndaheim þessara manna, sem á útlendum málum nefnast „fútúrólógar.“ Án efa mun mörgum þykja nóg um, er líða tek- ur á lesturinn, og hlýt ég því strax að grípa til þeirrar setningar, sem fylgir ótrúlegum sögum: Trúna get ég ekki gefið þér, en satt segi ég þér. „Fékk hón spjöll spaklig ok spá ganda. Sá hon vítt ok of vítt of veröld hverja.“ Þjóðir heims munu ekki samein- ast í sósíalistískt hamingjuríki, né heldur munu einstök ríki koma á alheimsstjórn. Þetta teljum við full- víst, en viljum sneiða hjá frekari umræðum um stjórnmál, því þau eru jafn óræð og örlögin. Ekki eru mikil líkindi á kjarnorkustyrjöld. Eigi að síður verður friður jafn ó- tryggur árið tvöþúsund og hann er nú. Hervæðingu stórþjóðanna mun haldið áfram, ný og fullkomnari drápstæki verða smíðuð, meðal annarra vopn, er lama baráttuvilja andstæðingsins, gerð eftir formál- um líffræðinnar. Maður framtíðarinnar býr ekki við frið, en hann lifir í allsnægt- um, og er það nokkur bót í máli. Árið 1975 munu Vestur-Evrópu- lönd hafa náð þeim lífsstuðli, sem nú þekkist í Bandaríkjum, en þró- unarlöndin dregist til muna aftur úr. Árið tvöþúsund munu Banda- ríki enn hafa forystu á sviði tækni, vísinda og stjórnmála. Um næstu aldamót rnunu níu af hverjum tíu Bandaríkajmönnum og sjö af hverjum tíu Evrópubú- um eiga sér heimili í stórborg. Teljum við í Bandaríkjum ein- um verði að reisa borgir fyrir eitt- hundrað milljónir manna á kom- andi þrjátíu árum. Um borgir þess ai mun leika tilbúið andrúmsloft, hi'að og hreinsað af úrgangsefn- um. Einbýlishús verða sjaldséð, en hvarvetna munu gnæfa 'eiknamikl ar íbúðasamstæður, tengdar verzl- unum og öðrum þjónustufyrirtækj um. Mikillar byltingar er að vænta í heimilistækni, og ber fyrst _ að nefna tölvuna (computer). Árið tvöþúsund verður tölvan jafn sjálf sagður hlutur inn á heimili og sími er nú. Hún verður til mikils hagræðis fjölskyldunni, útfyllir skattskýrsluna, gerir áætlun um næstu sumarleyfisferð og semur kennsluskrár í kennsluvélar barn- anna, en slíkar vélar hafa þá tekið við hlutverki skólans. Árið tvöþúsund munu vélknúin gervimenni hjálpa húsmóðurinni við heimilisstörfin. Hið fyrsta slíkr ar tegundar var til sýnis í Macys verzlunni í New York í desember síðastliðnum og vakti geysimikla athygli viðskiptavina. Gervimenni þetta hefur konulíki (málin: 95- 60—90) og nefnist Roberta (sbr. enska orðið „robot“, sem merkir ,,gervimenni“). Roberta er gædd margvísum hæfileikum og getur meðal annars sagt fram eina setn ingu, eins konar afsökun, þegar hún brýtur matardisk við uppþvott inn: „fyrirgefið, en handliðirnir eru nýsmurðir.“ Að vísu nægir þetta ekki til að halda uppi and ríkum samræðum við húsmóðurina, en vonandi verða gervimenni mál- gefnari árið tvöþúsund. Við teljum, að gervimenni muni einnig verða notuð við sorphreins- un, og þeim verður og falið að hafa eftirlit með skolpræsum og sjá um viðhald þeirra. Eldhús framtíðarinnar verður næsta sjálfvirkt. Til dæmis verða gólfþvottar úr sögunni. Húsmóðir- in, klædd pappírsmorgunkjól, ýtir einungis á hnapp, og innan stund- ar er gólfið gljáþvegið og skínandi eins og pjáturtöfflur frúarinnar. í eldhúsinu verður tölva, er semur matseðil dagsins til samræmis við fæðusmekk fjölskyldumeðlima og sendir pantanir til matvöruhússins. Örbylgjuofnar breyta hráu í soðið á þremur til fjórum sekúndum. Mataræði verður án efa nokkuð frábrugðið því, sem nú er, til dæm- is gefst kostur á kjarnalausum plómum, og þá munu og fást góm- sætar steikur og rótsterk brenni- vín framleidd úr þara. Fleiri þægindi munu stuðla að friðsamlegu heimilishaldi. Keip- óttar og nöldrandi eiginkonur sjást hvergi, því lyfsalar hafa á boðstólum töflur gegn nöldursemi kvenna, og lauma eiginmenn töfl- unni í morgunverð maka sinna annan hvern dag. Önnur nautna- lyf verða fjölskyldunni til taks, svo sem LSD (lýsergínsýru-díethýlamíd unnið úr korndrepi, rúgsveppi) og maríjúana, en við teljum, að al- mennri dreifingu slíkra lyfja verði komið á árið 1983. Þannig mun líða vinnudagur hins almenna borgara árið tvöþús- und: Hann vaknar endurnærður af draumvana, lyfgerðum svefni. Hann gleypir tvöhundruð hitaeininga morgunmatarpillu og skolar óbragð Þessi svertingjadrengur er einn fimm hundruð milljóna einstaklinga, sem þjást af hörgulsjúkdómum. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAb 259

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.