Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Side 20
fæðutegundir. Hér sést vísindamaður sökkva myndavél, sem festa skal furðuheim undirdjúpanna á filmu. úr munni með frískandi gervimjólk. Eftir neðanjarðarakbrautum þýtur hann í rafmagnsbifreið til vinnu- staðar. Næstu sjö og hálfa klukku- stund situr hann í ryk-úrgangs- efna- og hávaðalausri verksmiðju, þrýstir á vélartippi og les af mæl- um. Þá heldur hann aftur til síns heima, snæðir ljúffenga nautasteik úr grænþörungum, fær sér hófleg- an skammt af LSD, og horfir síð- an á litsjónvarpið eða sækir fund í trúarvakningarfélaginu, en slík fé- lög munu að okkar áliti eiga gott uppdráttar um næstu aldamót. „Fjölð veit ek fræða, fram sé ek lengra . ..“ Við teljum, að árið tvö þúsund verði einungis unnt að veita sjö- tíu prósentum vinnufærra Banda- ríkjamanna atvinnu, en hinir munu árlega fá 200 til 400 þúsund króna atvinnuleysisstyrk. Fundvis raf- magnsheili mun leita uppi Iausar stöður og hjálpa slæpingjum I hví- vetna. Tíu prósent vinnandi fólks munu leysa framleiðslustörf af hendi, en aðrir sinna ýmiss konar þjónustu í verzlunarhúsum og á skrifstofum eða vera til aðstoðar í vísindafyrirtækjum og á rann- sóknarstofum. Um tvöþúsund og fjörutíu verða skynsöm kvikindi, apar og höfrungar, tamin, svo þau geti unnið einföld verk. Engum verður íþyngt með vinnu utan vélunum. Árlegt sumarleyfi Evrópubúa verður þrettán vikur. í Bandaríkjum verður komið á fjög- urra daga vinnuviku, og sérhver starfsmaður fær tveggja til fjög- urra mánaða ársleyfi. Meðalárstekj- ur verða ein milljón króna. Við brjótum tíðum heilann um, hvernig maður framtíðarinnar verji frístundum sínum. Sumir okkar eru bjartsýnir og eygja kraðak af á- hugamannafélögum, lista- og vís- indafélögum. Aðrir segja auðkenni aldarinnar verði sjónvarpsgláp, auk inn drykkjuskapur, deyfilyfja- neyzla, svallsöm „ástarlífspartí“ og eirðarleysi. Án efa mun ríkið hafa töluverð afskipti af þegnum sínum, þó ekki verði í svo ríkum mæli sem í skáld- sögu Orwells „1984“ eða kvikmynd Godards „Alphaville.“ Ríkismið- stöðvarheili mun halda skýrslur um æviferil sérhvers borgara, sjúkdóma, hjónaskilnað, skoðanfí' jafnvel. Torvelt mun verða að búa yfir leyndarmáli, því skömmu eft- ir aldamót getur póstskoðunin les- ið bréf, án þess að opna umslagið og unnt verður að hlera sjónvarps- símaviðtöl án þess að tengja hlust- unartæki við leiðslur viðkomandi sjónvarpssíma. Betrunarhæli munu taka við atbrotamönnum. „Troða halir helveg . ..“ Hvað er framundan á sviði lækn- isfræðinnar? Læknar gera sér von- ir um, að ekki síðar en 1975 verði unnt með hjálp gergreiningar að leita uppi krabbameinsæxli á frum- stigi. ;Lyfja gegn krabbameini er áð vænta í lok ald- arinnar. Árið 1994 mun fólki gefast kostur á einni innspýt- ingu gegn velflestum smit- og vírus- sjúkdómum. Við teljum, að miklar umbætur verði á meðhöndlun æða kölkunar og árið tvöþúsund tiðk- ist lækningar á of háum blóðþrýst- ingi. Þó munu slæmir geðsjúkdóm ar vera ólæknandi sem áður, en á hinn bóginn unnt að buga geð- veilur og taugaveiklun. Árið tvöþúsund munu gervi- hjörtu slá af meira öryggi en sjálf frummyndin í líkama okkar og ekki ólíklegt, að þá verði hafin fjöldaframleiðsla á slíkum hjört- um. Líffærabankar munu þjónusta allan landslýð. Þar fá blindir rat- sjáraugu og daufir elektrónísk eyru. Þar munu fást ótal líkamavarahlut- ir, allt frá gervilungum til gervi- lima, handleggja og fóta, sem hreyf- ast líkt og holdlegir limir fyrir til- verknað taugarafboða. Við teljum, að sífellt muni mað- urinn auka við þekkingu sína á erfð um og arfgengi. Árið tvöþúsund mun hann geta ákveðið kynferði barna sinna, ráðið litarafti og hára lit, líkamsvexti og andlegum eigin- leikum. Þá getur hann og unnið bug á arfgengum sjúkdómum, er leynast kunna í fóstrinu. Misjöfnum augum lítum við á erfðayfirráð mannsins. Sumir okk- ar fagna aukinni þekkingu hans og segja himinlifandi, að loksins megi gera sér vonir um stækkun maans- heilans eftir tvöþúsund ára stöðn- 260 TÍIHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.