Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 22
hungursneyð mun ríkja í löndum
þessum eftir nokkur ár, ef engin
breyting verður á lífsafkomumögu-
leikum fólksins. Síðastliðinn ára-
tug minnkaði fæðuframleiðsla á
sérhvern einstakling í þróunarlönd
unum um eitt til tvö prósent á
ári, og jafnvel hinar miklu áveitu-
framkvæmdir standa til lítilla bóta.
Smíði Assúan-stíflunnar hefur nú
tekið fimmtán ár. Stíflan stækkar
ræktanlegt svæði í Egyptalandi um
þrjátíu prósent, en á þessum fjmm-
tán árum hefur þjóðinni fjölgað
um þrjátíu og fimm prósent. Þess
vegna teljum við nauðsyn, að mað-
urinn finni nýjar leiðir til fæðu-
öflunar, og leiti þá einkum fanga í
höfunum.
En of mikil fólksfjölgun veldur
fleiru en fæðuskorti. Unesco hef-
ur tilkynnt, að tala ólæsra og ó-
skrifandi fari sífellt hækkandi, og
munu þeir nú vera rúmlega 1,3
miljarður. Við teljum, að þar,
sem fæðast árlega 10 þúsund ein-
staklingar, verði að reisa skóla-
hús fyrir 400 börn á tveggja vikna
fresti, ef ekki skal slakað á kröf-
um um almenna menntun. Ekki
vitum við, hvernig fara muni, ef
fræðslumálaráð tuttugustu og
fyrstu aldar setja enn frekari kröf-
ur.
Hvað skal til bragðs taka?
í fyrsta lagi teljum við nauðsyn
að auka getnaðarvamir. Á síðast-
liðnu ári var hafin dreifing
á „lykkjunni" svonefndu á með-
al íbúa þróunarlandanna. Við
álítum að með hjálp „lykkj-
unnar“ megi hefta fjðlgun
mannsins all verulega, en þó muni
áhrifa hennar ekki gæta að neinu
ráð fyrr en árið 1975 og hungurs-
neyð hrjá mannkynið eigi að síður.
í öðru lagi hefur nokkrum okkar
komið til hugar að flytja hluta
mannkyns til annarra hnatta. Yrðu
slíkir flutningar framkvæmdir með
50 þúsund tonna farþegageimför-
um, er tekið gætu 10 þúsund manns
í einni ferð, en fargjöld væru hin
sömu og nú tíðkast með skipum
yfir Atlantshaf. Við erum þó flest-
ir efins um, að slíkir flutningar
leysi vandamál fólksfjölgunar, því
skyldu þeir fullnægja þörfinni, yrðu
tvö til þrjú hundruð manns að
vfirgefa jörðina á mínútu hverri.
Það er tækni- og fjárhagslega séð
næstum ógerningur. Með óþreyju
bíðum við ársins tvöþúsund. „Vit-
uð ér enn eða hvat?“
jöm.
Konan í heiðarselinu —
Framhald af 254. sí5u.
sezt að í byggð, kvistaði dauðinn
það niður. Jón Brandsson dó fyrst
ur sumarið 1890. Eftir andlát
hans fluttist Kristín með börn sín
að Hrauntúni, og þar dó Pétur
um tvítugsaldur árið 1896. Tveim
árum síðar andaðist Brandur í
vinnumennsku á Leirá, og loks dó
Kristin sjálf í Hrauntúni árið 1907,
orðin nær hálfáttræð,
Tvö systkinanna, Þorbjörn og
Sigríður, urðu hinum langlífari.
Var Sigríður lengi í vistum í sveit
um sunnan Skarðsheiðar, en Þor-
björn bóndi kallaður, þótt smátt
byggi hann. Hann dó á .Beitistöð
um árið 1946.
(Helztu heimildir: Sóknarmann
tal og prestsþjónustubók
Hvamms i Norðurárdal og Saur
bæjar á Hvalfjarðarströnd, Ár
bók Ferðafélags íslands 1953
eftir Þorstein Þorsteinsson, Ann
áll 19. aldar, sögn Guðjóns
Jónssonar frá Hermunds-
stöðum).
Á Indíánaslóðum
Framhald af bls. 251
ríkis og kirkju í Mexikó. Útlend-
ingum er raunar bömiuð afskipti
af slíkum málum í landinu, en þeir
fara í kringum það bann. Tals-
verð togstreita er milli skólanna og
kirkjuhöfðingjanna, sem ekki eru
allir fíknir í nýjungarnar.
Erfitt er að spá, hversu takast
muni að búa Indíánunum í fjall-
lendinu betra líf. Margir óttast, að
einungis lítill hluti ungu mannanna
sem eiga að vekja þá og leiða, muni
starfa á bernskustöðvum sínum til
frambúðar. Hætt við, að þeir
hverfi af háskólanámi og setjist
síðan að í stórborgunum, þar sem
þægilegra líf bíður þeirra. Hitt er
svo ekki að efa, að í Mexíkó ríkir
vilji til þess að sækja fram. For-
dómar stjórnmálamanna eru þar
minni en í öðrum Ameríkuríkjum
og draumur hinna beztu manna er
frjálslynt, siðmenntað þjóðfélag,
þar sem þegnunum er gert sem
iafnast undir höfði.
Lausn
10. krossgátu
Gamalt og gott
Þið lokið augunum.
Guðbrandur hét bóndi, sem bjó í
Hólmlátri á Skógarströnd á
nítjándu öld. Eitt sinn tóku út
róðrarmenn sér gistingu á Hólm
látri, þótt lítil aufúsa væri Guð
brandi bónda á slíku. Þegar
heimilisfólk settist að snæðingi um
kvöldið, mælti hann til gestanna:
„Nú förum /ið að borða, piltar,
en þið látið sem þið sjáið það
ekki“.
Ilefnd síðar.
Einar gamli Sigurðsson i Hðls-
búð i Flatey var matglöggur og
matsár. Af honum er sú saga, að
hann missti lundabaggasneið, er
honum var borinn, niður í kopp
sinn. Varð honum þá að orði:
„Alls staðar ertu opin fyrir,
bölvuð“.
Að svo mæltu tók hann sneiðina
upp úr koppnum, hristi hana, lagði
upp á hillu og sagði:
„Ég ét þig seinna.“
Fráfærur.
Vigfús sýslumaður Thorarensen
átti að konu Ragnheiði, dóttur Páls
amtmanns Melsteðs og Önnu Stef-
ánsdóttur amtmanns. Þau voru
þrettán ár í hjónabandi, en eignuð-
ust fjölda barna. Vigfús hafði ver-
ið fá ár sýslumaður á Borðeyri, er
hann lézt, og tvístruðust börnin í
ýmsar áttir við lát hans. Þá varð
Ragnheiði að orði:
„Þetta eru miklar fráfærur'*.
N' 10 71 /17X7 fí 7 7 7
y S s J R 'k p
7 F Ó T / L R M b
7 C Ð | fl R 7 fí T A t?
/\m7 T V fl 0
M i In >J U G K ó
1T 7 N ífl 5 / T R O 5
/ F e: G J? U N fl L <T
•V AJ" L t F 7 T P V jfi S T 1-
z 7 N z fí N I s / / N ö P / K
z s Æ M r s T í O F fí y fí M o
z T R fi u S T jfi R fi /!G K í. w
Im n £ rr p 1 7 ÍG F G 7 fi' / T u
Z M ý 7 / P N £ 1 T U N
/ n ti s fi 7 f ifl T Ifi / E K N
N J Ð u Pj/ & RJ/ V 1 / fl
fí G O M fi |L L -> M fl D U P
s N fi R L 7 \ó D /c L L / R z
z S P Ö L fí J? / u T / D fl T I
N fl J N / T fi L M fi P i R / L
6 H t l L 4. \y. * N L £ G U 1?.
262
I I M I N N — SUNNUDAGSBLAfl