Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Side 3
Það getur verið í gjótu í Þingvallahrauni eða Búða- hrauni, í einhverjum lundinum í Hallormsstað eða Skorradal eða í kvistlendi eða lækjardragi í Gríms- nesi: Þar hefur köngulóin ofið net sitt af mikilli list og farið að búa á sína vísu. Einhvern vordaginn, þegar nógu hlýtt er orðið, tekur köngu- lóin að kvika. Hún teyglr úr löngum löppunum og þreifar fyrir sér, og siðan hefur hún gönguna upp einhverja hríls- una eða bergsnösina í lelt að stað, sem góður er undir bú. Innan skamms hefur hún fundið hann. Könguló þarf hvorki að fella né stinga sniddu eða rifa upp grjót, þó að hún æth að reisa bú. Byggingarefnið, sem hún notar, er í líkama hennar. lóin sækir starf sitt af kappi. Kngu- lóin er sem sé hinn mestl verkfræð- ingur, og útreikningar hennar bregð ast aldrei. er, því að þar á sjálft búið að vera. Út frá henni spinnur hún þræði sem geislast eins og ptrálar í hjóli út í ramma eða teina netsins. tftf!pwt ' —' ■ ' ' Að lokum er vefurinn fullger, og búskapurinn getur hafizt. Búið er í miðjunni, og þar býr hún af- kvæmum sínum skýli, eins kon- ar sekk úr hárfínum þráðum, svo að þeim veitist gott hlé í regni og vindi. Það er vagga og leik- stofa köngulóarbarnanna litlu, bernskurannurinn góði. Sjálfur vefurinn veiðitæki, áþekkt lagnetum mannanna i ám og vötnum. Flugur, sem eru á sveimi i kjarrinu, fljúgandi á milli blóma í leit að matföngum, álpast í það. Og þrifleg fluga er köngulóinni hið sama og manninum lax: Hið bezta búsilag. Úr flugunni sýgur hún næringu handa sér og börnunum. Þetta er sagan um búskap könguló- arinnar. Það er íslenzk þjóðtrú, að hið mesta óiánsmerki sé að rjúfa vef köngulóar viljahdi. Það er góð þjóðtrú, og vafalaust hefur hún við nokkuð að styðjast. Það bendir til þorparaskapar, sem ekki boðar gott, að spilla lífsbjörg dýrs, jafnvel þótt T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 459

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.