Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Síða 5
ar, að þær nægja til að sýna um- brot mannsandans og hvílíkum risaskrefum menn eru farnir að hlaupa áfram á framfaraskeiðinu. Svo lítur nú út sem framfarir lið- inna alda megi nú skoðast sem barnavípur einar.“ Fólk mátti skynja og skilja, að það lifði á miklum og merkileg- um tímamótum. En það var ekki aðeins, að tækninni fleygði fram og undir það hillti, að menn kæm- ust í samband við mannvirkjafiæð ingana á Marz: Menn voru líka komnir í þráðlaust samband við annan heim, þar sem dánir læknar voru boðnir og búnir að lækna mein þeirra, sem ekki hresstust við Kínalífselixírinn og bramann, og löngu dáin skáld ortu af tví- elleftum móði. Miðlarnir stundu þungan í myrkum herbergjum, þar sem allt var magnað kitlandi dul- úð, sem seytlaði í gegnum taugar þeirra, er sátu í hringnum um- hverfis þá og héldust í hendur, og glösin runnu fram aftur um borðin út um allar sveitir landsins og drógu á eftir sér fingurgóma þeirra, sem fýstu að kynnast undr- um þeim og stórmerkjum, er vitn- eskju mátti fá um með aðstoð and- ans í glasinu. Það var eins og_lyk- ill vizkunnar hefði skyndilega ver- ið lagður fólki í hendur. Raunar voru þeir þó fleiri, sem létu sér fyrst og fremst umhugað um það, sem gerðist á þessari jör'o. Það var mikið stökk að sveirla sér allt í einu á vit Marzbúa og and- anna fyrir handan og svo sem nógu margt um að hugsa heima fyrir. Og þeir, sem svo hugsuðu, gátu líka glaðzt. Nokkur ár voru liðin síðan harðstjórn Estrups í Dan- mörku var brotin á bak aftur, og nú sveif andi frjálsræðis og ungra hugsjóna yfir vötnunum. Það lá í loftinu, að sú stund væri fram und- an, að Danir vildu jafnvel unna ís- lendingum meíri sjálfstjórnar en þeir höfðu notið fram að þessu. Sumarið 1906 brugðu íslenzkir alþingismenn sér til Kaupmanna- hafnar á Botníu í boði konungs, og þar voru þeim búnar veizlur fagr- ar og margt rætt og ráðslagað af vinsemd og hlýju, varúðarfullri þó, um framtíð fslands. Nú stóð það fyrir dyrum, að konungur kæmi til íslands með fríðu föruneyti og fjölda danskra þingmanna, er vildu sjá það land, er svo lengi hafði verið hjálenda Dana, og hið óstýriláta fólk, sem það byggði. Og það var svo sem komandi til íslands árið 1907. Þar var að sönnu fátt sýnilegra stórmerkja, þótt öllu hefði þar þokað áleiðis í heila öld samfleytt og með þeim mun drýgri skrið, sem meira leið á þetta hundrað ára skeið. Samt voru íslendingar hreyknir af nýju brún- um á stórfljótunum, fiskiskútun- um, togurunum, sem voru að koma til sögu, vélbátaflotanum, sem var í örum vexti, nýbygging- unum víða um sveitir, kaupstöð- unum, er voru í örum vexti, og skólunum, sem komið hafði verið upp. En dýrasta eignin var trúin á framtíðina, vonin um fullt sjálfs- forræði innan skamms tíma, draumsýnin um síauknar framfar- ir og hlutdeild í uppskerunni af uppgötvununum og nýmælunum, sem rigndi yfir þjóðirnar. Það var kannski misjafnt, hve rækilega grein fólk gerði sér fyrir þessu, en jafnvel þeir, sem hófu hugann ekki að jafnaði yfir daglegan verka hring sinn, hrifust einnig af and- blæ hins nýja tíma, þótt þeir fyndu það ekki ljóslega sjálfir. Árið 1906 kom út Gullöld ís- lendinga eftir Jón Aðils — rit, sem í senn var sprottið upp úr þessum jarðvegi og flestu öðru betur fallið til þess að frjóvga hann. Um sama leyti hóf Steinólfur Geirdal að gefa börnum nöfn hinna fornu guða Ásatrúarmanna og Guðmundur Friðjónsson að sækja sonum sín- um öðrum þræði nöfn í Eddu. Landsmenn voru sér þess með- vitandi, að þeir urðu að leggja sig alla fram til þess að valda því hlutverki, sem þeir voru að axla. Tvennt gerðist árið 1907, sem öðru fremur bar ávöxt í íslenzku þjóð- lífi: Alþingi samþykkti ný fræðslu lög, sem urðu grundvöllur meiri og betri barnafræðslu en áður, og ungmennafélagshreyfingin var skipulögð og festi rætur víða um Iand. Eitt elzta ungmennafélag lands- ins var stofnað á Akureyri árið 1906, og voru forgöngumennirnir Jóhannes Jósefsson, ökumannsson- ur á Akureyri, og Þórhallur Bjarn- arson, smábóndasonur úr Höfða- hverfi. Jóhannes hafði vérið vetr- artíma við nám í Noregi, þar sem ungmennafélagshreyfingin átti upptök sín, en Þórhallur verið í lýðháskólanum í Askov, sem þá var eitt af höfuðsetrum þjóðlegrar vakningar og mikill aflgjafi alþýð- legra menningarstrauma á Norð Þórhallur Bjarnarson, prentari einn af forvígismönnum ungra hug- sjónamanna árið 1907. urlöndum, og haft meira samneyti við Klaus Sletten, formann ung- mennasamtakanna norsku, heldur en aðra menn þar. Markmið be'rra hreyfingar, sem öðlaðist líf og vaxtarþrótt með stofnun Ung- mennafélags Akureyrar var að g ■••a æskumenn landsins að dáðríHim drengskaparmönnum, sem fúsir væru þess að færa allar þæ " vn- ir, er þeir megnuðu, hug- sjónum sínum til framdráttar Kiör orðið var: íslandi allt. Því fór fjarri, að öllum litist sem bezt á þetta brambolt. Gamlir menn og íhaldssamir hristu höfuð- ið yfir þessu írafári, og Aa.st'ðm, yfirmaður Hjálpræðishersms á ök ureyri, lét þau orð falla á hersam- komu, þar sem hann varaði við fé- lagsmálabrölti unga fólksins i bæn um, að ungmennafélagarnir væru á hraðri leið til helvítis og helðu Matthías Jochumsson að leiðtoga. En hvorki eldur né brennisteinn beit á félagið nýja, og gerðu ungl- ingarnir sér hægt um hönd og kusu Matthías og Guðmund á Sandi heiðursfélaga. — Aaström fletti upp í biblíunni sinni, þar sem sagt var frá þeim, er tók með sjö anda sér verri. Árið 1907 hóf Ungmennafélag Akureyrar með afmælishófi, sem frægt varð um allt land fyrir þær sakir, að þar stigu hinir ungu menn á stokk og strengdu heit að sið fornmanna. Fyrstur gerði heit- strenging sína Jóhannes Jósefsson ag mælti svofelldum orðum: „Kveð ég að því alla góða menn, íöarla og konur, að ég stíg á stokk T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 461

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.