Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Blaðsíða 6
og strengi þess heit, og bið mér
til þess heilla góðra vætta, en ú-
nlut illra, að ég, ef á landinu verð
lifandi og heill heilsu, skal að
sumri sækja Þingvöll hinn forna
og þar, eða á Hofmannafleti, ef
að glímum verður gengið, sem
glímumaður halda velli til heiðurs
Norðlendingum og ungmennafé-
lagi voru, ella lítilmenni heita,
óverðugur þess Norðlendingur að
heita eða félagi U.M.F.A.“
Næstur reis upp Lárus Rist, it-
urvaxinn sveinn, sem þá var fyrir
skömmu orðinn leikfimikennari á
Akureyri, og mælti á þessa leið:
„Stig ég á stokk og strengi þess
heit að synda yfir Eyjafjörð innan
jafnlengdar, alklæddur og í sjóföt-
um, á bilinu frá Glerárósum inn
að Leiru, en áskil mér rétt til að
kasta klæðum á sundinu, ella skal
ég minni maður heita.“
Hinn þriðji var Þórhallur Bjarn-
arson:
„Stíg ég á stókk og strengi heit,
bið mér heilla hollvina, þá er hver
má veita og lið ljá, er lífs mér
unna, að koma því til leiðar, að
vér íslendingar stöndum eigi verr
að vígi til sæmdarvænlegrar þátt-
töku í hinum ólympísku leikjum
innan fimm ára hér frá en aðrar
þjóðir að tiltölu. Tel ég mig ella
minni mann heita mega.“
Síðan komu hver af öðrum.
Magnús Matthíasson, sonur þjóð-
skáldsins, komst svo að orði:
„Stíg ég á stokk og strengi heit
— formálalaust — að hafa náð
Súlutindi og Kerlingarfjallstindi
fyrir næsta nýár.“
Erlingur Friðjónsson, bróðir
Guðmundar á Sandi, mælti:
„Stíg ég á stokk og strengi þess
heit, og bið mér til þess liðsinnis
góðra manna, að hafa safnað eitt
hundrað og fimmtíu Þingeyingum
undir merki ungmennafélagshug-
sjónarinnar fyrir árið 1910 — ella
sé ég minni maður og ekki verð-
ur að heita Þingeyingur.“
Það er af efndunum að segja,
að Magnús hratt af stað fjallgöngu-
hreyfingu, og Erlingur tók að
safna Þingeyingum í ungmennafé-
lög. Þórhalli varð að því, að ís-
lendingar sendu menn á Ólympíu-
leikana, ekki einungis til Stokk-
hólms árið 1912, eins og hann
hafði í huga, heldur einnig til
Lundúna, þegar árið 1908. En fræg
astur varð þó Lárus Rist af heit-
strengingu sinni. Hann stóð þetta
vor í því, ásamt félögum sínum,
að koma upp dálítilli útisundlaug i
Grófargili á Akureyri, raunar í
hálfgerðu trássi við bæjarstjómina,
sem fannst ungmennafélagið vera
að sletta sér fram í það, er því
kæmi ekki við. Vannst honum lít-
ill tími til æfinga, þegar sundpoll-
urinn í gilinu var fullger, því að
þá hófst sundkennsla, oft frá
morgni til kvölds. Hlakkaði í
þeim, sem litu ungmennafélagið
ekki nema miðlungi hýru auga, að
heitstrenging Lárusar myndi að
litlu verða, og sá einn þeirra, er
svo hugsaði, Björn Jónsson, rit-
stjóri ýmissa blaða á Akureyri,
sér þann leik á borði að fá annan
mann til þess að synda yfir fjörð-
inn, og hét sá Karl Hansson, einn
úr hópi þeirra manna, sem Lárus
hafði þjálfað. Tóku félagar Lárus-
ar þetta óstinnt upp og töldu sund-
ið þreytt honum til háðungar, en
sjálfur lagði hann fátt til málanna.
Svo var það morgun einn um
sumarið, að Lárus gekk niður á
Oddeyrartanga og bjóst þar sjó-
klæðum öllum og hnéháum vað-
stígvélum og batt sjóhatt á höfuð
sér. Biðu hans þarna bátar tveir,
og voru í þeim tveir læknar, Stein-
grímur Matthiasson og Sigurður
Hjörleifsson, auk ræðara og tíma-
Guðmundur Friðjónsson
— skáldið á Sandi var enn I flokki
þeirra, er byltlngargjarnir tvöfaldast
varða. Lagðist Lárus síðan 111
sunds frá syðstu bryggjunni á
tanganum. Dreif þegar að fjölda
manna á bátum til þess að horfa
á. Þegar nokkuð kom frá landi,
sparkaði Lárus af sér stígvélunum
og smeygði sér síðan úr olíuföt-
unum og jakkanum, sem hann var
í innan undir þeim. Nokkru síðar
tók hann að tína af sér aðrar spjar-
ir, unz hann var allsnakinn. Tókst
honum að komast úr öllum flík-
um, án þess að dýfa höfði í sjó,
eða fá nokkra skvettu framan í sig,
nema þegar hann smokraði skyrt-
unni fram af sér. Að lítilli stundu
liðinni var hann kominn yfir fjörð-
inn. Þegar hann kom á land, var
honum ekki kaldara en svo, þótt
ósmurður væri, að honum datt
í hug að synda aftur til baka. En
frá því hvarf hann, þar eð hann
vildi ekki gera sig beran að neinu
ofurkappi. En um hitt urðu menn
ekki ásáttir, hve lengi Lárus hafði
verið yfir fjörðinn. Læknana og
tímaverðina greindi, og töldu hin-
ir fyrrnefndu, að hann hefði verið
þrjátiu og fimm mínútur, en tíma-
verðir tuttugu og fimm mínútur.
Það skipti heldur ekki mestu má'i,
því að hitt var markmið Lárusar
að færa sönnur á, að sjómenn gætu
oft bjargað sér á sundi, er þeir
féllu í sjó, þött sjóklæddir væru.
Var það timabær eggjun. Voru ein-
ungis tvö ár liðin, er þetta gerð-
ist, síðan ellefu manns drukknaði
við landsteina á Akranesi, þar á
meðal fimm systkini.
Af Jóhannesi Jósefssyni og Þing-
vallaför hans segir síðar.
462
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAf)