Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Qupperneq 10
Tilurö menningartilöflunar
Nýlega rakst ég á þessar setn-
ingar í rituðu máli:
a. „í öðrum kafla, sem ber
yfirskriftina Fræðiorð og fræði-
kenningar, eru raktar tvær
helztu kenningar, sem uppi hafa
verið um tilurð íslendinga-
sagna.“
b. „Eigi að síður gætu norsku
Isagnirnar gefið hugmynd um
mikilsverðan þátt í tilurð íslend
ingasagna."
c. „Samkvæmt kenningum
sagnfestukenningarinnar hafa
sögurnar verið settar saman
Isnemma á munnlegu stigi.“
í öðru riti, sem ég hef og
lesið nýlega, stóðu þessar setn-
ingar:
1. Sjálft skipið er menning-
artilöflun, sem flutzt hefur frá
einum stað til annars.“
2. „Trúarbrögð og skáldskap-
ur hafa verið hin andlega menn-
ingartilöflun bronsaldarinnar."
3. „Rúnaletrið hefur verið
svipuð menningartilöflun."
Það, sem vakti athygli mína
í hinum tilvitnuðu setningum a
og b, er orðið tilurð. Ég skal
játa, að þetta er ekki í fyrsta
sinn, sem það orð ber fyrir mig.
Sigfús Blöndal virðist þekkja
tvö dæmi þess í rituðu máli. Hið
eldra er úr skýringum við ijóð-
mæli Gísla Thorarensen frá
1885: „Sjálf tilurð Félags-
ritanna nýju (1841) virðist vottr
þess, að Jón og Fjölnismenn
hafi greint á í skoðunum.“ Hið
síðara kveður Blöndal vera í
IX. árg. Eimreiðarinnar á bls.
181: „allsherjar summa allra
hluta, verunda og tilurða."
Þessi orð eru ekki til á þeirri
bls., sem hann vísar á. En að
sjálfsögðu skal það ekki ve-
fengt, að þau standi einhvers
staðar í Eimreiðinni.
Þótt Blöndal hafi þekkt þess-
ar tilvitnanir, sannar það ekki,
að orðið hafi verið almennings-
eign nema síður sé. Enn síður,
að það sé þess virði að það sé
svo mjög í hávegum haft, sem
raun virðist gefa Ijóst vitni.
Ég minnist ekki að hafa orðið
þess var í tungutaki þeirrar kyn
slóðar, sem ég lærði mitt mál-
far af, en vissulega sannar það
lítið. En þær setningar, sem ég
vitnaði til í byrjun, virðast
benda til þess, að í nútímamáli
sé það einkum helgað uppruna
fornrita vorra. Mun það eiga að
bregða upp nýrri — og trúlega
sannfræðilegri — mynd af
starfsháttum þeirra, sem færðu
fornrit vor í þann búning, er
þau hafa geymzt 1 allt til þessa
dags.
Fyrir nokkrum árum hafði
ég undir höndum rit eitt mikið
og veglegt, sem samkvæmt
þessu verður að teljast tilurðar-
saga Njálu. Las ég það til enda
en játa, að af leiðinlegum —
en mjög skiljanlegum ástæðum
— reyni ég ekki að lesa það
aftur. En sá lestur benti mér á,
að við eigum á máli okkar
gagnmerkt rit, sem er ennþá
éldra en Njála. Það nefnist bibl-
ía á okkar tungu. Okkur vant-
ar mjög tilfinnanlega tilurðar-
sögu hennar, og virðist tilvalið
að fela einhverjum guðfræðingi,
sem er orðinn svo lærður, að
honum sæmir eigi að vera sveita
prestur, að semja slíkt rit, ó-
lærðum til uppfræðingar. En
hér kemur fleira til: Þær útgáf-
ur biblíunnar, sem ég hafði und-
ir höndum á unglingsárunum
(Guðbrandsbiblía og Oxfordút-
gáfan) hófust báðar á sköpun-
arsögunni. Nú hefur heyrzt, að
í undirbúningi sé ný og vönd-
uð útgáfa af því virðulega rit-
verki. Til þess að hin nýja út-
gáfa fylgi þessari þróun tung-
unnar, virðist einsætt að láta
hana hefjast á tilurðarsögunni.
En til þessa munu allar íslenzk-
ar biblíur hafa byrjað á sköp-
unarsögunni.
466
Þær biblíuútgáfur, sem ég
nefndi, byrjuðu á sömu setn-
ingunni: „í upphafi skapaði
Guð himin og jörð.“ Vonandi
vérður þetta Iagað og nýja út-
gáfan látin hefjast á þessum orð
um: „í upphafi tilurðaði Guð
himin og jörð.“
Sennilegt er, að til sé sagn-
festukenning biblíunnar, sbr. c-
lið hinna tilvitnuðu setninga,
alveg eins og íslendingasagn-
anna. Verður þá að telja líklegt,
að væntanlegir tilurðarsöguhöf-
undar biblíunnar láti ekki und-
ir höfuð leggjast að kenna kenn-
ingar þeirrar kenningar. Það
skal tekið fram, að hér er átt
við tilurðarsögu biblíunnar, en
ekki tilurðarsöguna í biblíunni.
Hana þarf varla að endursegja.
Þegar athugaðar eru hinar
tilvitnuðu setningar, sem merkt
ar eru 1—3, mun flestum verða
starsýnt á orðið „menningartil-
öflun.“ Mun einsýnt, að þar sé
um nýyrði að ræða. Að minnsta
kosti virðast þeir Blöndal og
Árni Böðvarsson ekki þekkja
það. Myndun þess virðist hafa
tekizt ágætlega, og er sérstak-
lega athyglisvert, hversu víð-
faðma það er. Það nær yfir
smíði svo voldugs grips, sem
skip er. Það nær yfir trúar-
brögð og skáldskap, og virðist
þó þar þurfa nokkuð til. Og
enn gripur það með sér i leið-
inni leturgerð á frumstigi. Má
þó ætla, að unnið hafi verið
nokkurt afrek, þegar letrið var
gert að svo auðsveipum þjóni
hins m'ælta máls, sem raun geí-
ur vitni'enn í dag. Þess vegna
verður því trauðla neitað, að til-
urð svo voldugs nýyrðis er at-
hyglisverð menningartilöflun.
En væri ekki ástæða til að
benda á, hve íslenzkan getur
orðið tíguleg, þegar svo Jærð-
ir menn leika á strengi hennar
sem höfundar hinna tilvitnuðu
steninga eru? Engum dettur þó
í hug, að þarna bryddi á tilurð
ómenningartilöflunar í íslenzku
málfari?
Guðmundur Jósafatsson.
TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ