Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Page 13
►
Djúp tvö hreiður, og komust fimm
ungar til flugs. Fyrra sumarið var
einn ungi í hvoru hreiðri, en hið
síðara voru tveir í öðru og einn
í hinu. Er þetta mesta fjölgun, sem
þarna hefur orðið lengi.
— Þú hefur setið ótal stundir
yfir arnarhreiðrum.
— Já, margar eru þær orðnar
ferðirnar þangað vestur, en loka-
ferðin til kvikmyndunar mun ef-
iaust þykja sögulegust.
Oftsinnis hafði ég farið til þess
að reyna að ná myndum af móð-
urinni, þegar hún matar ungann.
Hún beitir sérkennilegri aðferð,
heldur bráðinni með klónum, ríf-
ur úr henni kjöttægjur með gogg-
inum og stingur upp í ungann.
Þetta er einstæð athöfn, og ég var
staðráðinn í að fá mynd af slíkri
máltíð. Ár eftir ár fór ég á stap-
ann og lá stundum sólarhring eða
jafnvel lengur, en ekkert dugði.
Ég fékk móðurina til þess að koma
í hreiðrið, en ekki vildi hún mata
ungann.
Svo var það loks árið nítján
hundruð sextiu og þrjú, að ég ein-
set mér að reyna þetta til þrautar.
Ég hafði að vísu ekki alls kostar
nægan tíma, skyldi sitja fund á til-
teknum degi, en hafði þó viku til
umráða.
Ég bjó mér bæli 1 tuttugu og
fimm metra fjarlægð frá hreiðr-
inu. Tjald hafði ég látið standa þar
í nokkra daga, tróð nú inn í það
vindsæng og poka og kom mér vel
fyrir. Yfir mér hafði ég tvær kvik-
myndatökuvélar á fæti og þurfti
ekki annað en að rétta upp hend-
ina, ef ég vildi setja þær í gang.
Konan mín var í tjaldi nokkru neð-
ar í fjallinu og færði mér mat einu
sinni á dag.
Örninn var styggur. Þegar við
fórum í tjaldið, bárum við mann-
líkingu með okkur, svefnpoka,
bundinn á prik, og átti að líta svo
út, sem við værum þrjú á ferli.
Talið er, að fuglar kunni ekki að
telja, greini vart sundur tvo og
þrjá, og vildi ég reyna að villa um
fyrir erninum með því að láta kon-
una mína fara með svefnpokann
niður aftur. Þetta hafði engin áhrif.
Fugiinn virtist skynja eitthvað
óvenjulegt í námunda vúð hreiðrið.
Hann flögraði yfir stapanum, gætti
að unganum, en settist aldrei nið-
ur, Unginn var stálpaður, og hon- i
um engin hætta búin, ef hann
hafði eitthvað matarkyns að narta
í.
Að sólarhring liðnum hendir sér
stætt atvik. Snemma morguns
heyri ég, að örninn flýgur yfir. Ég
gægist út úr tjaldinu, og þó
dimmt sé í lofti, kem ég auga á
móðurina, þar sem hún rennir sér
yfir stapann í fimm til sjö metra
hæð. Um leið og hún þýtur yfir,
fleygir hún grásleppu úr klónni,
og fiskurinn felíur í hreiðurskál-
ina rétt við hliðina á unganum.
Þetta verður á broti úr sekúndu.
Ég sé, þegar losnar úr klónni, grá-
sleppan liggur í hreiðrinu, og fugl-
inn er horfinn. Þar hefur unginn
nóg að éta næsta sólarhring, svo
enn má ég bíða.
Að morgni daginn eftir hef ég
legið ít jaldinu í sextíu og tvo
klukkutíma. Nú er hið fegursta ,
veður, sólskin og bjartviðri. Ég í
verð þess skyndilega var, að fugl- <
TlMlNN - SUNNUDAGSBLAtf
469