Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Page 14
inn flýgur að hreiðrinu með bráð
í klónni, sezf niðurr skimar í kring-
um sig, og fer svo að mata ung-
ann. Ég hef myndavélina tilbúna,
og á örfáum augnablikum hendir
allt, sem ég hef beðið eftir í mörg
ár.
í fyrstu hikaði móðirin. Hún
virtist heyra í vélinni, skimaði og
hvimaði, en sneri sér síðan að ung-
anum og reif ofan í hann matinn.
Sem betur fer hafði ég tvær mynda
vélar í takinu, aðra með fimmtán-
földum aðdrætti, og tók hún nær-
myndir af hreiðrinu, en hin náði
yfir stærra svæði. Eftir stundar-
korn flaug móðirin í brott frá stap
anum, en kom aftur að fimm mín-
útum liðnum og hélt áfram mál-
tíðinni rólegri en áður. Þá náði ég
viðbótarmyndum. Fuglinn fór svo
enn á burt, en ég taldi rétt að
doka við i sex tíma, ef ske kynni,
að hann kæmi aftur að hreiðrinu.
En ég sá hann ekki oftar um dag-
inn.
Það er nánast kraftaverk, að ég
skyldi fá þessar myndir, en þær
eru aðaluppistaða lokaþáttarins í
„Arnarstöpum".
— Ég hef fyrir satt, Magnús, að
þú sért manna fróðastur um lifn-
aðarhætti arnarins, og því langar
mig til að spyrja þig spjörunum
úr um þetta efni. Og þá vildi ég
fyrst vita ögn meira um hreiður-
stæði arnarins.
— Margir halda, að örninn velji
sér hreiðurstæði í hömrum og
hamrabeltum, en svo er ekki. Örn-
inn er stórvaxinn fugl, vængjabaf-
ið er um það bil tveir metrar, og
því verður hann að gæta þess, að
hjá hreiðurstæðinu sé gott aðflug
í vindi. Hann er svo þungur, að
hann getur einungis lent á móti
vindáttinni. Sé arnarhreiður í björg
um, er það í rúmgóðum skúta og
silla fram undan, svo örninn getur
komið báðum megin fram með
berginu. En það er sjaldgæft, að
arnarhreiður séu í björgum. Hitt
er tíðara, að hreiðrin séu á stöp-
um og stórum snösum, sem skaga
fram úr fjallinu. Yfirleitt er tor-
velt að komast í námunda við arn-
arhreiður, en stundum getur að
finna hreiður á kollóttum hrauk-
um, þar sem ekkert hindrar að-
göngu.
— Hvenær verpir örninn?
— Varptíminn er í apríl, og
ungar koma úr eggjum eftir sex
til sjö vikur. Örninn er mjög nat-
inn að liggja á, og hann fer ekki
frá hreiðrinu nema til þess að
leita sér ætis. í apríl er hart í ári
og lítið um matarföng úti í nátt-
úrunni, og því legst örninn aðal-
lega á hræ. Á þessum tíma er ern-
inum mikil hætta búin, þar eð
hann tekur ^j'rsta hræ, sem hann
finnur, og sé það tálbeita fyrir
svartbakinn, er ekki að sökum að
spyrja.
Þegar líða tekur á apríl og kem-
ur fram í maí, lifnar yfir öllu og
vænkast hagur arnarins. Ungarnir
skríða úr eggjum um mánaðamót-
in maí-júní, og þá hefur örninn
nóg að bíta og brenna.
— Verpir örninn yfirleitt tveim-
ur eggjum?
— Oftast nær eru eggin tvö, en
fremur sjaldgæft, að tveir ungar
komist til flugs.úr einu breiðri.
Þó mun það algengara nú en áð-
ur, og tel ég það batnandi tíðar-
fari að þakka.
— Hvers vegna er íátítt, að tveir
ungar komi úr sama hreiðrinu?
— Jú, þegar örninn verpir i
apríl, eru iðulega illviðri um norð-
vesturhluta landsins. Hafi örninn
verpt fyrra egginu og skelli á
slæmt veður, dregur fuglinn að
verpa hinu síðara, unz lægir. Sök-
um þessa skríða ungarnir misjafn-
lega fljótt úr eggjum, líður jafn-
vel vika á milli, og hinn eldri verð-
ur að sjálfsögðu stærri og sterk-
ari en hinn yngri. Náttúran er
óvægin, þegar slíkt hendir. Sá, er
má sín meira, heldur velli, en hinn
veikburða bíður lægri hlut, verður
afskiptur og drepst. Ég hef orðið
þess var, að móðirin sinnir aðeins
eldri unganum, en lætur yngra
skinnið afskiptalaust. Stærri ung-
inn er duglegri að grípa fæðuna
úr goggi móðurinnar, en hinn
minni fær ekkert að éta nema
hann geti fundið sér eitthvað til.
Jafnvel eru dæmi þess, að stálp-
aður ungi hreki hinn yngra úr
hreiðrinu, og er hann þá dauðans
matur, þar eð foreldrarnir líta
ekki við að bjarga honum. Við
hreiður hef ég fundið beinagrind
af unga, og virtist mér sem hann
hefði farizt af sulti. Náttúran læt-
ur enga miskunn i té. Hrökklist
ungi úr hreiðrinu, tærist hann
smám saman upp að foreldrum
sínum áhorfandi.
— Ungarnir eru veikburða fyrst
í stað?
— Já, eins og gefur að skilja.
Arnaregg eru heldur minni en æð-
aregg og litlu stærri en stærstn
hænuegg, og fyrstu vikurnar eru
ungarnir í dúnfiðri og geta litla
hjálp sér veitt.
— Er móðirin þáekki umhyggju
söm?
— Hún er iðin að bera unganum
æti. Móðurástin virðist einkum
helguð munni og maga, en hjart-
að kemur sáralítið við sögu. Karl-
fuglinn er ekki síður duglegur við
veiðina, en hann ber ekki bráðina
í hreiðrið sjálft heldur leggur
hana frá sér á útvöldum stað í
námunda við hreiðrið. Þar fá
hjónin sér ef til vill bita, og síð-
an fer móðirin með afganginn til
unganna. Þau hafa með sér verka-
skiptingu líkt og fálkahjón.
— Hvert er æti arnarins?
— Örninn er fremur hræfugi en
veiðifugl og tiltölulega fátítt, að
hann ráðist á stórar lifandi skepn-
ur eins og til dæmis lömb. Sjái
hann aftur á móti hræ af lambi,
er hann óðar kominn á vettvang.
Við hreiður hans getur oft að líta
bein úr lömbum og fullorðnu sauð-
fé, en þau eru sjaldnast heilleg,
og virðast því rifin úr hræjum.
— Heyrt hef ég, að örninn ræni
lömbum og bændum þyki hann
enginn aufúsugestur um sauöburð-
inn.
— Ég tel rangt að kenna arnar-
stofninum um lambadráp og
kalla þessa fáu fugla okkar skað-
ræðisgripi. Hins vegar þykir mér
trúlegt, að einstaka fugl komist
upp á lagið með að hremma lömb.
Við því er ekkert að segja. Náttúr-
an hagar því svo til — þannig er
um refinn líka.
En hvað snertir æti arnariiis, pá
lifir hann á hræjum yfir vetrar-
mánuðina. Þegar ungarnir eru
skriðnir úr eggjum,sækir örninn
mjög í rauðmaga. Grásleppan íigg-
ur í smálónum, og á fjöru flögrar
örninn yfir sjávarmálinu, skimar
og hvimar og hirðir rauðmaga úr
pollunum. Útfallið er veiðit.ími arn-
arins. Ég hef séð til hans við
Breiðafjörð og eins hér í Hval-
firði. Á sumrin lifir örninn eink-
um á laxi og silungi, lunda og öðr-
um sjófuglum.
— Hvernig hremmir örninn
bráðina?
— Þegar örninn veiðir fugl,
rennir hann sér að varpinu og
grípur fuglinn í klærnar, um !eið
og hann flýgur upp. Svo mun hann
einnig veiða rauðmaga, skýzt nið-
ur að yfirborði sjávar og læsir
klónum í fiskinn. Þessari aðferð
470
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ