Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Qupperneq 16
Þegar Magnús tók þessa mynd af unganum, flögraði móSlrin yfir stapanum, og er unginn aS gagga til hennar.
Ungfuglar verpa ekki á hverju
sumri. Þriðja eða fjórða hvert ár
virðast þeir taka sér hvíld í eitt
ár eða svo. Fyrir því munu vera
líffræðilegar orsakir. Arnarhjón
in í Hvalfirði voru að mínu áliti
mjög fullorðin, og í fjölda ára
sinntu þau ekki hreiðri, en þau
héldu saman eigi að síður.
Þó munu þau hafa átt hreiður ár-
ið 1956 og veit ég með vissu, að
þá hafði ekki fundizt arnarhreiður
í Hvalfirði í fjögur eða fimm ár.
— Erninum hefur fækkað, síð-
an þú fórst að fylgjast með hátt-
um hans?
— Ekki þori ég að fara með
tölur í þessu efni, en á því er
enginn efi, að erninum hefur fækk
að gífurlega frá síðustu aldamót-
um. Þá voru ernir hér á Reykja-
nesi, í Ölfusi, í Hvalfirði, í Mos-
fellssveit, í Akrafjalli, um allar
Mýrar og víðar. Nú er vitað, að
síðustu hjónin í Ölfusi féllu
skömmu eftir 1930. Fuglarnir í
Hvalfirði áttu hreiður árið 1956
eins og fyrr getur, en samsumars
féllu báðir. Annar rakst á bifreið,
og hinn mun hafa verið skotinn af
einhverjum vandræðamönnum. Nú
má einstaka sinnum sjá erni á
flögri í Hvalfirði, en það eru
flökkufuglar frá Breiðafirði, ung-
fuglar, sem leita sér ætis. Þeir taka
sér ekki bólfestu!
— Verpa ernir einungis í heima-
högum?
— Já. Ungfuglar flakka um
landið, unz kynþroska er náð, í
fimm ár eða um það bil, en þá
leita þeir aftur á bernskuslóðir.
— Þeir eru fimm ár að ná kyn-
þroska?
— Já, fimm eða sex ár, og því
er eðlilegt, að fjölgunin sé ekki
mikil. Margt getur orðið fuglinutn
að bana á þessum fimm árum.
— Hefur fækkunar orðið vart á
síðustu árum?
— Útkoma talningar segir svo,
að örnum fækki hvorki né fjölgi
á íslandi, en þó fréttum við árlega
af þremur eða fjórúrn fuglum
sem farizt hafa af eitri, og það
gefur auga leið, að ekki finnst sér-
hver skepna, sem deyr af þessum
orsökum. Án éfá drepast 'fleiri en
við vitum skil á. k’ uridaníörn-
um árum hafa verið táldir þeir
ungar, sem komast árlega til flugs,
og þegar bezt lætur, hefur útkom-
an verið átta eða níu fuglar, en
stundum hafa þeir ekki verið fleiri
en þrír. Segjum sem svo, að til
jafnaðar komist sex fuglar til
flugs á ári og að minnsta kosti
fjórir drepist af eitrun. Útkoman
verður neikvæð. Það hlýtur að
ganga á stofninn, og ég held, að
örnin sé smám saman að hverfa.
Að minnsta kosti þarf að taka
betur til hendi en gert hefur verið
hingað til, ef takast á að vernda
stofninn. Það eru síðustu forvöð.
— Hvernig má það verða?
— Þetta er sennilega nokkuð
fjölþætt mál, en ég tel, að tegund-
inni verði einungis haldið við með
því að vernda hana. Þó sami arn-
arstofn sé í Noregi og á Græn-
landi, er gagnslaust að flytja hing-
að fugla. Örninn verpir ekki nema
í heimahögum eins og kornið hef-
ur fram hér áður í rabbinu. Eina
ráðið er að verja og vernda þá
fugla, sem enn eru á lífi hér á
landi. Banna eitrun og gæta þess,
að ekki séu framin launvíg á ern-
inum. Mönnum hefur komið til
hugar að hjálpa erninum yfir erf-
iðasta hjallann í apríl með því að
bera út kindaskrokka. Það hjálpar
eitthvað, en það er engin endan-
leg lausn.
— Telur þú ekki ólíklegt, að
þeir bændur, sem hafa æðarvarp,
fáist til að stuðla að fjölgun arn-
arins?
472
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ