Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Síða 18
myrkjuskán, sem víða er notuð
sem eldsneyti á Krím, þar sem trjá
gróður er lítill, verið hlaðið í
hrauk.
Við rákumst á húsfreyju þarna
úti. Þegar henni hafði loks skilizt,
hvers við kröfðumst, opnaði hún
forstofudyrnar, hvarf og fór að
taka til í herbergi, sem hún ætlaði
okkur. Þetta var stórt herbergi,
og þar inni var borð, stólar og tvö
járnrúm, full af sængum og kodd
um. Á þilinu hékk spegill, og þar
var lampi, helgimyndir og gamlar
ljósmyndir. Við smeygðum okkur
úr einkennisfrökkunum og buxun-
um og köstuðum okkur upp í rúm
in.
Liðsforinginn vakti mig nokkuð
hranalega.
— Ég er svangur, sagði hann.
Ég brölti fram úr og leysti pott-
ana af bakpokanum.
— Þú sást náttúrlega dúfurnar,
sagði hann.
— Jú — ég sá þær.
— Við skulum segja fjórar —
þrjár handa mér, og þú færð eina.
— Fjórár dúfur, liðsforingi —
fjórar.
— Já, fjórar, endurtók hann.
Konan lá á hjánum við eldstóna,
þegar ég kom út í garðinn, og
—hafði sett járnpott á hióðir. Suð-
an var komin upp, og í pottinum^
var eitthvað, sem mér virtist vera
grænmeti. Ég renndi augum til
hennar, sagði fáein orð og ætlaði
að fá hana til að brosa. En hún
brosti ekki. Stúlka kom út úr hús-
inu í þessum svifum, dóttir henn-
ar, og hét Tarsía. Hálfstálpaður
drengur, Nikóla, elti hana. Hann
var bróðir hennar. Þau störðu á
mig opinmynnt. Konan sagði, að
hún gæti látið okkur fá i sleif úr
pottinum.
— Ég þakka, sagði ég. En við
viljum samt fá eitthvað betra. Okk-
ur liðsforingjanum datt í hug að
steikja fáeina fugla.
Þau störðu öll á mig spyrjandi
augum. Ég talaði rússnesku svo,
að nægja mátti, en ég gat ekki
komið fyrir mig, hvað dúfa var
á máli Rússa. Og nú voru dúfurn-
ar inni í skýli sínu, svo að ég gat
ekki bent á þær. Þess vegna varð
mér það fyrir að leika tilburði
þeirra. Svo vel vildi til, að ég hafði
iðkað þann leik að líkja eftir dýr-
um, og margir höfðu haft gaman
af þvi, tii dæmis hermenn f jóla-
gildum og liðsforingarnir þegar
þeir fengu mig í samkvæmi sín.
Raunar voru það spendýr, sem ég
líkti þá eftir — sauðkmd-
ur, geitur og apar. Og það
var auðveldara en líkja eft-
ir dúfum. En þetta reyndi ég að
minnsta kosti. Ég settist á hækjur
mér, glennti út fingurna fyrir aft-
an bak eins og þeir væru stél, hopp
aði fram og aftur, belgdi út háls-
inn og kurraði.
Mæðginunum stökk ekki bros.
En þau skildu mig og ráku jafn-
skjótt upp angistaróp. Ég spurði:
— Dirfizt þið að andmæla? Hafa
ekki þýzkir hermenn komið hér
á undan okkur og tekið það, sem
þeim sýndist? Þið vitið kannski
ekki, að það er stríð — stórstyrj-
öld? i
Tarsía mælti:
— Taktu allt, sem við eigum —
bara ef þið hlífið dúfunum. Við
eigum ekki dúfurnar. Bróðir minn
á þær — Ilja. Og hann er á víg-
stöðvunum við Sevastópól.
Mér féllst satt að segja hálfvegis
hugur. En hvað gat ég sagt liðs-
foringjanum? Ég velti vöngum.
— Já, bróðir þinn á dúfurnar —
láttu dúfurnar í friði. En liðsfor-
inginn, manneskja? Skilurðu það
ekki — liðsforinginn heimtar dúf-
urnar, því að hann ætlar að éta
þær.
Ég vatt mér að hlöðudyrunum,
sem stóðu opnar. Ég ætlaði að reisa
stiga og klifra upp á þakið. Kon-
an hvessti á mig augum. Svo skauzt
hún fram hjá mér, tók sér stöðu
við stigann og _ greip höndunum
aftur fyrir sig. Ég reyndi að draga
hana burt. En mér tókst það ekki
— hún ríghélt sér. Mér stóð mest-
ur geigur af augnaráði hennar.
Nikóla skarst líka í leikinn. Hann
þreif Ijá, sem lá á hlöðugólfinu.
Ég gafst upp.
Morguninn eftir komu ný fyrir-
mæli. Það átti að grafa skotgrafir
niðri á ströndinni. Liðsforinginn
kom ekki heim fyrr en seint um
kvöldið. Þá var hann dauðþreytt-
ur. Ég hafði skotið tvær dúfur á
öðru húsþaki í þorpinu og steikt
þær. Heimadúfurnar flögruðu
kringum mig á meðan ég var að
því.
Það var hvort tveggja í senn:
Mér þótti orðið vænt um þessar
dúfur, og mér var illa við þær.
Eigandinn var maður I svipuðum
sporum og ég. Hann var hewnað-
ur i striði, langt í burtu. Móðir
hans vakti yfir dúfum hans. Ég
hefði átt bágt með að granda þeim,
og það var eins og fuglaskrattarn-
ir vissu þetta. Þetta voru frekar og
aðsópsmiklar dúfur, sem flögruðu
um hlöðin, spígsporandi fyrir fram
an mig, kurruðu og snurfusuðu
sig. Þær settust á grindurnar við
trjágarðinn og tíndu korn úr lófa
manns. Þær sveifluðu sér upp á
húsþökin, en komu samstundis aft-
ur, tylltu sér á skánarhraukinn og
litu jafnvel niður í pottinn, þar
sem ég var byrjaður að steikja hin
ar dúfurnar. Sumar léku ýmsar
fluglistir fyrir mig. Þetta voru
ungar og fallegar dúfur — páfugla
dúfur og tyrkneskar dúfur.
Við höfðum hafzt við tíu daga
í þessu húsi, en Nikóla var send-
ur til Baksí einn morguninn. Hann
átti að færa ættingjum þar græn-
meti í poka. Þangað voru fjörutíu
kílómetrar, og þetta var stór bær,
þar sem hershöfðingi hafði aðset-
ur og birgðastöðvum hafði verið
komið upp. Við leyfðum Nikóla
að sitja í vistavagni, er fór til
Baksí.
Hann kom aftur um kvöldið og
hljóp eins og fætur toguðu inn
í eldhúsið. í næstu andrá heyrð-
ust ógurlegar hrinur. Konan kom
að lítilli stundu liðinni inn í her-
bergið okkar — í fyrsta skipti síð-
an við bjuggumst þar um. Hún
baðaði út höndunum, og orðin
ruddust út úr henni. Mér skild-
ist, að Nikóla hefði séð bróður sinn
í Baksí.
— Hann er fangi hjá Þjóðverj-
um. Þeir hafa sett hann í fanga-
búðir í Baksí — hérna rétt hjá.
Liðsforinginn getur fengið hann
lausan. Ég verð að fá að sjá hann,
fá að faðma hann að mér. Ég skal
gera allt, sem liðsforinginn biður
mig um. Ég gef honum kartöflurn
ar og hænsnin og geiturnar og
mjölið ög rósaolíuna og teið, sem
ég fékk frá Asserbædsjan. Og
helgimyndirnar, sem ég hef falið
og þýzku hermennirnir sækjast svo
mikið eftir, og silkidúk, sem ég á,
og gullmen og — og dúfurnar
líka — dúfurnar hans.
Ég þýddi orð konunnar á þýzku,
og liðsforinginn sagði við mig:
— Hvað gerir maður ekki, þeg-
ar dúfur eru f boði. Og við kon-
una sagði hann: Jæja, kerling, þú
skalt fá strákfjandann heim. Á
morgun er sunnudagur, og þá för-
um við og sækjum hann. Já, við
komum með hann hingað — hing-
að heim, skilurðu. Og þú notar
tímann vel og matreiðir dúfurnar
474 *
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ