Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Síða 19
— og vandar þig. Samþykkt?
Hún skildi orðin, en áttaði sig
ekki á því, hvað bak við þau bjó.
Hún kraup á kné fyrir framan
hann, fljótandi í tárum, og kyssti
óhrein stígvél hans.
Tarsía kom með mynd af pilt-
inum. Einkennisbúningurinn bar
nieð sér, að hann hafði verið í sjó-
hernum — hvítblá blússa með
röndum og húfa með einkennis-
borða Svartahafsflo'tans. Þetta var
dálítið píreygur piltur og kinn-
beinin há og fyrirferðarmikil.
Ég reyndi að leggja fólkinu liðs-
yrði. Ég sagði við liðsforingjann,
að kannski gæti hann farið
fram á að fá piltinn sem matsvein
eða sagzt þurfa hjálp við skotgraf-
irnar.
— Manngæzkan kvelur þig eins
og fyrri daginn, sagði hann háðs-
lega.
Já, mér leið illa. Mér datt margt
í hug um nóttina og morguninn
eftir, og undarlegar hugsanir sóttu
á mig á leiðinni til Baksí. Ég vildi
frelsa piltinn, grípa til einhvers
snjallræðis, taka fram fyrir hend-
urnar á yfirmönnum mínum, eða
snúa á þá, ef liðsforinginn ætlaði
að leggjast svo lágt að svíkja þetta
hrekklausa fólk.
Veðrið var eins og það getur
fegurst verið á Krím: Heiður him-
inn, steikjandi sólarhiti, svalandi
skuggar. Jajlafjöllin gnæfðu í
vestri og minntu á sög eða tann-
hjól. Nikóla var með okkur. Hann
hefði fengið leyfi sjálfs liðsforingj-
ans til farinnar. Hann hafði
þvegið sér af mikilli vandvirkni
og greitt vott hárið eins og bezt
hann kunni.
í Baksí voru fjögur þúsund stríðs
fangar. Þeim hafði verið hrúgað
saman í skólabyggingu og gadda-
vírsflækjur hendgar á grindurn-
ar umhverfis skólalóðina. Hér og
þar utan við girðinguna voru her-
menn með vélbyssur. Við námum
staðar. Liðsforinginn tók taumana
úr höndum mér og mælti:
— Hér fara frelsarar mannkyns-
ins úr vagninum og leita að herra-
manninum. Ég kem aftur eftir eina
klukkustund.
— Ætlar liðsforinginn að tala
við hershöfðingjann? sagði ég.
— Þú ímyndar þér þetta allt of-
ureinfalt, svaraði hann og sló í
hestana.
Hann hafði látið okkur Nikóla
fara úr vagninum við hliðið. Þar
stóð vopnaður vörður, holdugur
maður í óhreinum einkennisbún-
ingi og með leðurstígvél á fótum.
— Hvað vilt þú? spurði hann.
— Ég þarf að komast inn í fanga
búðirnar til þess að leita þar að
manni.
— Bannað, svaraði hann.
— Það stendur sérstaklega á.
Bróðir þessa manns er hérna. Hann
verður að fá að sjá hann.
Varðmaðurinn rak vísifingurinn
á enni sér.
— Þú ert líklega ekki með öll-
um mjalla, hreytti hann út úr sér.
— Liðsforinginn er hjá hers-
höfðingjanum. Hann ætlaði að fá
þennan mann í þjónustu sína.
En ekki beit þetta á varðmann-
inn. Þá réðst ég á hann
með skömmum, en hann kallaði á
flokksstjórann. Hann rak okkur
burt. Við Nikóla röltum meðfram
gaddavírsflækjunum, og Nikóla
kom auga á bróður sinn. Hann sat
með krosslagða fætur innan við
girðinguna. Hann reis upp, þegar
Nikóla kallaði á hann og færði sig
nær. Nikóla kallaði til hans frétt-
irnar: Það átti að frelsa hann úr
fangabúðunum. Ilja svaraði ekki.
En hann brosti hvað eftir annað
til bróður síns.
— Hvað segirðu mér af dúfun-
um mínum? sagði Ilja allt í einu.
— Allt gott, ekkert nema gott.
Þær eru allar lifandi. Liðsforing-
inn vildi éta þær, en mamma leyfði
honum það ekki. Hún bannaði hon-
um það.
— Hirðið þær vel. Og ef ég kem
ekki heim framar, þá átt þú að
eiga þær.
Liðsforinginn var stundvís.
Hann kom að klukkutíma liðnum.
Ég sá, að hann var ölvaður. Hann
drakk sig alltaf fullan, þegar hann
komst í birgðastöðvarnar.
— Af stað með ykkur báða, öskr
aði hann til okkar.
— En hvernig fer með mann-
inn?
— Með hvern?
— Bróður diengsins. Við ver'ð-
um að ná honum. Annars fáum
við ekki...
— Hættu þessu nuddi, urraði
liðsforinginn.
— Liðsforinginn lofaði móður
hans ...
— Lofaði og lofaði. Það getur
enginn keypt föngum frelsi. Og
svo verður farið burt með þá í
nótt. Heim. Ríkið þarfnast fleiri
verkamanna. Það er allur munur
að fá að fara þangað. Heyrirðu það,
Nikóla: Bróðir þinn á að fara til
Þýzkalands. Nix domoi. Germania
domoi.
— Ég skil liðsforingi, sagði
Nikóla.
Og Ilja, sem beið bak við gadda-
vírsflækjurnar, skildi líka, hvað
gerzt hafði. Hann sneri við og gekk
seinlega inn í skólahúsið.
Mæðgurnar stóðu fyrir dyrum
úti, þegar við komum akandi upp
þorpsgötuna. Þær voru báðar
sparibúnar og biðu þess að heyra
ferðasöguna
Ég spennti hestana frá vagnin-
um, vatnaði þeim og gaf
þeim hálm. Síðan burstaði ég stíg-
vélin mín og þvoði mér. Ég dund-
aði lengi við þetta. Loks rambaði
ég inn í herbergið okkar. Þar sat
liðsforinginn og hámaði í sig dúfna
steik. Enn átti hann tólf dúfur ó-
étnar. Krásirnar höfðu beðið hans
rjúkandi á borðinu, þegar hann
kom heim. Öðru, sem honum
hafði verið heitið, höfðu mæðgurn-
ar raðað í kassa, sem stóð á gólf-
inu.
Liðsforinginn mælti:
— Betri þykja mér dúfurnar,
eins og þú steikir þær.
Ég svaraði honum ekki.
— Hefurðu ekki lyst á einni
sjálfur? sagði hann.
— Hver segir það? anzaði ég.
— Hver segir það? Ert bú að
svara mér út af? Hver segir það?
Ég var að bjóða þér dúfnasteik —
ég torga þessu ekki einn.
Nei, ég hafði ekki lyst á þess-
um dúfum. Og ég veit ekki, hvort
ég get nokkurn tíma framar bragð-
að dúfnasteik.
Morguninn eftir skipaði hann
mér að vefja dagblöð utan um
fjórar dúfur, sem hann hafði ekki
komið í sig, og láta þær i pappa-
kassa. Hann ætlaði að gera þcin
skil um hádegið úti við skotgraf-
irnar. En honum entist ekki ald-
ur til þess að smjatta á þeim. A
leiðinni niður að ströndinni var
jarðfall við veginn. Þar var hann
skotinn til bana.
Af völdum skæruliða, sem lágu
í launsátri, var sagt í skýrslum
hersins.
J.H. þýddi.
□
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
475