Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Síða 20
SHIKIFUIKUKU
Tilraun um atómskáldið Allen Ginsberg
í upphafi skal á það bent, að
höfundur þessa greinarkorns hef-
ur aldrei komizt í persónuleg
tengsl við skáldið Allen Ginsberg,
— að staðreyndir eru teknar úr
bandarískum betri-manna-blöð-
um, og getur því sumt verið ýkt
og logið, — að lýsingar á einka-
lífi skáldsins eru óprenthæfar, —
að greinin er ekki skrifuð handa
dagfarsprúðum manneskjum.
Shiki fu i ku ku fu shiki shiki
soku ze ku ku soku ze shiki.
Form er eigi frábrugðið tæmi,
tæmi eigi frábrugðið formi. Form
er tæoni, tæmi er form.
Shiki fu i ku ku. ..
Seint að kvöldi er Fólksvagni
ekið um úthverfi háskólabæjar í
Bandarikjunum. í vagninum sitja
þrír kyndugir náungar, tveir í
framsæti og einn í aftursæti. Bif-
reiðarstjórinn hefur lokka að belt-
isstað. Farþeginn á hlið honum ber
gleraugu í svartri umgerð, en að
öðru leyti hylur hann kófþykkt
hárstrý, sem virðist hvorki hafa
verið kembt né klippt síðan eig-
andi þess náði fyrsta andardrætt-
inum. Hann hallar sér aftur í sæt-
ið og gólar á annarlegri tungu.
Shiki fu i ku ku...
Farþeginn í aftursæti horfii
þögull á fólkið og húsin í kring.
Hann er fölur og gelgjulegur og
gæti í senn verið tíu ára og sextug
ur. Þeir aka hratt, svo hvin í hjól-
um, þegar bifreiðin þeytist fyrir
horn.
Shiki fu i ku ku. . .
Hverjir eru þarna á ferð? Fólk-
ið á gangstéttunum gónir með
undrunarsvip, og karlmenn drepa
á garðsláttuvélum, svo þeir heyri
betur söngvælið. Er þetta Móse
spámaður ásamt Jósúa Núnssyni
og Aroni presti? Eru þetta ótínd-
ir glæpamenn frá New York, koinn
ir hingað til þess að myrða konur
og selja eiturlyf? Eða eru þetta
þrjú villidýr, sem gert hafa upp-
reist móti ríkjandi siðalögmálum
og fyrirlíta almennt velsæmi,
hreinlæti og heilbrigt líf?
Shiki fu i ku ku...
Maðurinn, er spangólar á bak
við gleraugun og skeggið, heitir
Allen Ginsberg, og hann er fræg-
asti hlussudólgur (beatnik) á norð-
urhveli jarðar og þekktasta og
jafnframt alræmdasta atómskáld
Bandaríkja. Hann er kominn hing
að til þess að lesa ljóð fyrir stú-
denta háskólans. Þeir bíða hans
■með eftirvæntingu, því i augum
þeirra er Allen Ginsberg sannorð-
ur og kærleiksríkur fræðari um
allt, er breytt gæti jörðinni úr
steingerðu kjarnorkuhelvíti í himn
eska paradís.
Og Allen Ginsberg er margt
fleira. Hann er ókrýndur konung-
ur LSD-neytenda og forseti fé-
lags áhugamanna um frjáls kyn-
mök. Þegar Allen stundaði nám
við menntaskóla í Kólúmbíu, var
hann nefndur „Columbia College
Criminal Genius“ eða „afburðamað
ur í glæpsamlegu athæfi“, og fáir
munu jafn tíðir gestir í húsakynn-
um lögreglunnar. Hann er mjög
fróður um austræn trúarbrögð,
hefur tekið ótal launvígslur og
dvalizt á fjórum eða fimin tilveru-
stigum. Hann hefur ferðazt um
meginhluta jarðkringlunnar og
tekið sér margt fyrir hendur, ver-
ið betlari, búddamunkur og bók-
menntagagnrýnandi, og ýmist er
hann hylltur og dáður eða níddur
og fyrirlitinn. Hann hefur sent frá
sér þrjár ljóðabækur: „Howl“ (Ýlf
ur „Kaddish" (þ.e. Gyðingiegur
sorgarslagur og „Reality Sand-
wiches“ (Samlokur raunveruleik-
ans), en bækur þessar nefna sum-
ir salernispappír og nota þær ekki
til annarra hluta, og aðrir telja
skáldskap Ginsbergs opinberun
mannkærleikans og boðskap al-
heimsfriðar.
Allen Ginsberg brosir góðlát-
lega að dómum þjóðar sinnar.
Hann vælir bara sína búddísku
möntru í Fólksvagninum og slær
hljómfallið á segulbandstæki, er
geumir nokkur ljóð, ort uin dag-
inn.
Shiki fu i ku ku. ..
Bifreiðarstjórinn er Pétur Orlov
sky, „unnusti“ og einkavinur AIl-
ens, „hinn dularfulli og fíngerði
nj-.öur, swn ekur sjúkrabifreið“.
Farþeginn í aftursætinu er bróðir
Péturs, Júlíus. Sem barn truflaðist
hann á geðsmunum og dvaldist
fjórtán ár í húsagörðum ríkis-
spítala, en Pétur og Allen tóku
hann loks til sín, og nú situr
hann í aftursætinu á Fólksvagnin-
um, hvert sem farið er, og segir
aldrei eitt aukatekið orð. Vinir
hans kalla hann „Julie“ og stund-
um „Buster Keaton“.
Og áfram þýtur Fólksvagninn,
og garðsláttuvéiunum er snúið í
gang.
Ljóðalestur í samkomusal há-
skólans, og þröng er á þingi. All-
en Ginsberg stendur í púltinu
líkastur afrískum töframanni,
klingir tíbezkum fingurbjörgum
og syngur búddískar möntrur. Pét-
ur leikur undir á lítið harmóníum.
Möntrur eru búddísk heigiljóð,
en Allen telur þær frábærar til
þess að túlka tilfinningar blátt á-
fram og milliliðalaust. Allir vel
menntaðir og hrifnæmir lesendur
hljóta að skynja þessa tilfinningu:
Shiki fu i ku ku fu shiki shiki
soku ze ku ku soku ze shiki. (Bara
að Jónas hefði þekkt þetta bragar-
form).
Þegar söngnum er lokið, hefst
Ijóðaflutningur Allens og stendur
í tvær klukkustundir samfleytt.
Allen þrumar og hvíslar, og að
hálftíma liðnum hefur hann sagt
allt, sem bannað er að segja í
Bandaríkjum, lýst öllu, sem bann-
að er að lýsa, fordæmt allt, sem
njóta skal virðingar, og vakið for-
boðnar hugsanir í hugum áheyr-
enda sinna. Skáldinu er ekkert
viðkvæmnismál. Hann segir frá
einkalífi sínu og flytur persónu-
legar játningar án þess að blikna
eða blána. Hann lofsyngur mann-
legt eðli, hvort sem það er heil-
brigt. eða sjúkt, og fyrirlítur orða-
tiltæki eins og „oft má satt kyrrt
liggja“. Gróftyngdum mönnum
þykir hann stundum ganga einum
of langt í orða- og efnisvali, en
stúdentarnir líta með lotningu á
þennan undarlega spámann, sem
ræðir um skuggahliðar mannlífs-
ins eins og venjulegt fólk talar
um veðrið. Öllum kemur hann í
bobba. Eitt sinn var hann spurð-
ur, hvers vegna hann hirti ekki um
að klippa á sér hárið og snyrta
skeggið. „Hárið á mér er bara
þarna“, svaraði hann, „það er
ekki fáni eða tákn um eitthvað,
það er bara þarna“.
476
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ