Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Blaðsíða 21
Eí kvæðin eru opinská að dómi Al'lens, hefur hann oftast formála fyrir þeim. Hér kemur einn slíkur: „Við þekkjum öll öngþveiti nú- tálmans. Við óttumst offjölgun og kjarnorkustríð. Ef til vill munum við yfirgefa móður jörð og halda til annarra hnatta. Ef til vill deyja milljónir manna. Ástandið er svo uggvæniegt, að við verðum að tjá hug okkar allan og svipta tngerðarhulunni af sál okkar. Við verðum að segja sannleikann, og sökum þess flyt ég nú mjög per- sónulegt kvæði“. Lestrinum lýkur, og Allen skálmar út úr salnum við dynj- andi lófatak. Hann hefur sigrað hér eins og annars staðar í banda- riskum háskólum. Hann er send- ing frá himnum ofan til þess að hrista svolítið upp í hugum banda- riskra menntamanna. Og þó er hann bölvaður gai'mur, og stund- um heimskulegt að nefna menn- ingu og menntun í sömu andrá og Allen Ginsberg. Allen Ginsberg er fæddur í Pat- erson í New Jersey. „Að mér standa vinstrisinnaðir guðleysingj- ar af rússneskum Gyðingaættum." Faðir Allens er kennari og fæst við skáldskap í tómstundum. Móð- ir Allens hefur þjáðst af geðklofa- sýki í tugi ára. Allen lét innritast í Kólúmbíu- háskóla árið 1943, og var þá sann- færður um, að hann væri útvalinn lausnari og spámaður öreiganna í öllum löndum. En brátt uppgötv- aði Allen sér til mikillar hrelling- ar, að hann var einungis skóla- strákur með skáldagrillur, og hætti námi. Vildi hann horfast í augu við mannlífið og gerðist næturvörður á gistihúsum, upp- þvottastrákur og lyftuþjónn. Fljót- lega var hann tekinn í samfélag undirheima, þar sem eiturlyfja- neytendur, götustelpur, innbrots- þjófar, kynvillingar og annað sóma fólk kom honum til nokkurs þroska. Árið 1948 fékk Ailen vitrun. Hann bjó þá í Harlem, hafði einn í'búð, nærðist á grænmeti og las Plato, Biake og Plotinus. Dag nokk urn, þegar Allen lá í sóffa og las Sóleyjarkvæði eftir Blake, heyrði hann rödd skáldsins tala til sín milda og föðurlega. Var stund þessi þrungin slíkri hátign og feg- urð, að Allen gleymdi sér í heilt ár. Meðan AMen sat utangátta í ibúðinni, fyMtist hún af þjófum Nakinn kom ég af móðurkviði. Augnabl iksmynd af Allen Ginsberg. þar sem hann baðast í ánni Ganges, þrunginn spámannlegum guðmóði og sérstæðri anda. gift. Nóg er af Filisteum, en hvar er Dalía. og eituriyfjakaupmönnum, og þeg- ar hann ránkaði við sér, þótti hon- um of harðneskjulegt að reka hysk ið á dyr. Bráðlega varð ekki þver- fótað i húsinu fyrir stolnum hús- gögnum, silfurmunum, fötum og öðru slíku, og Allen afréð að flytj- ast á brott. Ásamt einum þjófanna bar hann föggur sínar út í bíl, og síðan óku þeir sem leið liggur frá borginni. Allen vældi möntrur, og þjófurinn gaf í botn. Eitthvað hefur lögreglunni þótt grunsam- legt við ferðir þeirra. Hófst æðis- legur eltingarleikur, og lyktaði honum með því að Allen og þjóf- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 477

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.