Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Page 22
urinn klesstu bifreið sinni utan
í símastaur og námu staðar á
hvolfi rétt fyrir utan veginn. Báð-
ir voru þeir ómeiddir, en 411en
týndi gleraugunum og handritum
sínum. Lögreglunni þótti lítill
sómi að ferð félaganna og stakk
Allen inn á geðveikrahæli.
Átta mánuðum síðar var Allen
aftur frjáls maður, og þótti hon-
um nú tími til kominn að hefja
reglubundið líferni. Fór hann að
nota jakkaföt og hálsbindi, og um
eitt skeið var hætta á, að hann
fengi fasta atvinnu við dagblað.
Fjölskylda Allens réð sér ekki
fvrir gleði, en Allen harmaði hl.it
sinn. Reglubundið líferni var hon-
um alls ekki að skapi. Eirðarleysi
og þunglyndi náðu tökum á hon-
um, og árið 1955 leitaði hann til
sálfræðings.
..Mig langar til þess að gefa skít
i allt saman, vinnuna, fötin, há’s-
bindið og ibúðina. Segja því að
fara til andskotans og leigja mér
hei’bergi með Pétri. Helga mig í-
hugun og skáldskap, Blake og
eiturlyfjum."
„Farðu þá og gerðu þetta“, sagði
sálfræðingurinn.
„En hvað heldurðu að verði um
mig, þegar ég eldist í skítugum
nærfötum, leigi rakasælt kjallara
herbergi og enginn skiptir sér af
mér. Ég, — gráhærður og fátækur
og þurrir brauðmolar falla úr
greip minni á gólfið."
„Blessaður vertu, hafði ekki a-
hyggjur af því,“ svaraði sálfræð-
-- -lyrinn og klappaði Allen á öxl-
a. „Þú hefur persónutöfra, og
fólki mun alltaf þykja vænt um
þig“
Þá var það ákveðið. Allen gaf
skít í allt saman, leigði herbergi
með Pétri Orlovsky og fór að
yrkja. Hann gaf út fyrstu ljóða-
bókina, „Howl“, og varð skyndi-
lega landsfrægur. Hlussudólgar
dýrkuðu hann sem málsvara sinn,
róttækir menntamenn töldu hann
boðbera nýrrar stefnu í bandarísk-
um bókmenntum, og fína fólkinu.
þótti hann tilvalinn sem „happen-
ing“ (þ.e. óvæntur og sérstæður
gestkomandi í samkvæmum. Öll
þessi hlutverk lék Allen af stakri
prýði, einkanlega þó samkvæmis-
hlutverkið. „Kúltúrsnobbar" buðu
honum í ótal veizlur, og þar átti
hann það til að fara úr fötum
og spranga nakinn um stofur, ræða
um skáldskap við karlmenn og um
kynlíf við konur.
Shiki fu i ku ku. . .
Árin liðu, og loks þótti Allen
nóg komið. Var hann ekki bara
að sýnast. Gegndi hann sínu eina
og rétta hlutverki. Vissulega trúði
hann á algera alheimsnekt (total
cosmic nakedness, en var honum
nóg að striplast og hvekkja sið-
prútt fólk. Allen átti í miklu hug-
arstríði, og loks ákvað hann að
ferðast til Austurlanda og leita
huggunar í trúspeki. Hann hvarf
frá Bandaríkium árið 1961.
Sjaldan hefur nokkur maður
ferðazt jafn mikið og Allen í þetta
skipti. Hann fór til Perú og naut
töfralyfsins ayahuasca ásamt nokkr
um galdralæknum. Hann vann á
kakóekrum í Guatemala. Hann fór
til Tangier „og ældi ofan af hús-
þökum“. Hann heimsótti Parísar-
borg, Prag og Havönu. Hann fór
til Indlands. Þar lagði hann stund
á trúspeki Hindúa. Námið er
strangt, ef ekki er notið leiðsagn-
ar gúrú (iþ. e. trúfræðara), og því
skálmaði Allen um götur og torg
í leit að gúrú og muldraði í sí-
felldu: Gúrúgúrúgúrúgúrú. Loks-
fann Allen gúrú og i>am Hindúa-
fræði. Hann stikaði berfættur
um Himalajafjöll, heimsótti tí-
bezka munka, iðkaði jóga og önd-
unaræíingar, sat dögum saman
hugpi í ganjavímu (ganja er eins
konar marí.júana, söng möntrur,
ferðaðist til Japan og dvaldist í
Zenklaustrum, tuldraði með sjálf-
um sér hið heilaga orð om unz
það varð samhljóma huga hans og
hjarta.
Og þá fékk Allen aftur vitrun
árið 1963. Hann sat í járnbrautar-
klefa og varð gagntekinn yfir-
náttúrlegri skynjun. Honum þótti
hann taka við nýju hlutverki. Dýrð
in hans Blake var horfin. Nú voru
það mennirnir sjálfir, veröldin
eins og hún er í dag, lífið sjálft,
sem bað Allen Ginsberg um hjálp.
Hann dró upp pappírshefti og orti
ljóðið „Breyting“.
Þegar til Bandaríkja kom, tók
Allen strax upp fyrra líferni, en
viðfangsefni ljóða hans urðu önn-
ur, og nú varð hann þekktari og
virtrari en áður. Mun stjarna hans
enn vera skær.
Þvi miður brestur greinarhöf-
und bæði skilning, þekkingu og
vit til að greina frá heimspeki og
skáldskap Allens Ginsberg. Þó má
geta þess, að Allen er einlægur
friðarsinni og elskar háa sem lága.
Hann setur frelsið ofar öllu öðru
og fordæmir styrjaldir, vígbúnað,
stéttaskiptingu, kynjaskiptingu,
kúgun, nauðung og allar þær siða-
reglur, sem við hin höfum tekið í
sátt. Og það þarf víst enginn að
efast um, hverjum hann fylgir að
málum í Víet-nam. „Blíða nærir
líkama mannsins, og sé hún ekki
til, deyr hann.“
Shiki fu i ku ku...
Og Fólksvagninn ekur frá há-
skólabænum. Pétur situr undir
stýri. Allen hefur segulbandstæk-
ið á hnjánum og syngur möntrur.
Júlíus hímir þögull í aftursætinu.
í kennslustofum háskólans sitja
ungir menn og velta því fyrir sér,
hvort þeir eigi að taka Allen Gins-
berg alvarlega eða hlæja að hon-
um. Greinarhöfundur lætur það
einnig lesendum eftir.
Shiki fu i ku ku. ..
jöm
Þeir sen't hugsa sér
að halda Sunnudags-
blaðinu saman, ættu
þv; að athuga fyrr en
síðar, hvort eitthvað
vantar í hiá þeim og
ráða bót á bví.
Lausn
19. krossgátu
Y<? N \ K £ \ \ \N
-a G fí M fí L l. T fl'
\ T n L s i M ft \
r ■R u M K 1? R r t
K t s a \ fl Þ L fl
s K 0 D p R N 0 M L
j WtL 0 Ð I E> \ G fl jR fí Ín
N T * ó N p I L J N fl
s V I (K Nr. u S A 6 w InK
\ fc tIl fij N \ l fí U r fflíF fl !K
\ R í M1P\ c fi’ R r V \fi Í5 N!fl'
\\[Ý Nj\lp L > 1 N G I \|J Ó >L
\ H UiGlN E £ ■R Ó I N NO LjP
NJ \ fl’ v T I \ R s k flf\
\[ú V fí U M \ T R Glfl
\K £ L V R o G G \ ó A \r
\ R E M \K A R R 2>N H t L
& u R f\ f\ R M D T \16 Ú «\
\ R \ 1? 6 S \ L r \ W S t P
\ D P S T ->* fi V H |R I >15
u 0 b f G K Á. L
<78
TÍOINN - SUNNUDAGSBLAÐ