Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Síða 6
58GMAR ÞORMAR: Lagarfljótsbrúin og Lagarfljótsormurinn Árið 1905 má kallast tímamóta- ár í samgöngumálum á Fljótsdals- héraði. Þá var stofnað hlutafélagið Lagarfljótsormurinn, sem hafði það markmið að kaupa vélbát til vöruflutninga á Lagarfljóti, og skyldi hann vera í ferðum frá Eg- ilsstöðum að Brekku í Fljótsdal með viðkomu á þeim bæj- um, sem farþegar þurftu að komast á land eða setja átti upp vörur. Hlutaféð fékkst greiðlega, og nýr bátur var keyptur á Seyðisfirði. Var það opinn vélbátur, nægjanlega stór til þess að annast alla flutninga á þessari leið. Var hann að sjálfsögðu nefndur Lagarfljótsormurinn. Örðugasta verkið var eftir, þeg- ar búið var að ganga frá kaup- unum: Að koma bátnum á fljótið. Var það ráð tekið að sigla honum norður á Héraðsflóa og inn í Lag- arfljótsós. Gekk ferðin vel allt upp að Lagarfossi — þar varð að taka bátinn á land og draga hann upp fyrir fossinn. Var það mjög erfitt verk með þeim tækjum, sem menn höfðu þá yfir að ráða. Þegar upp var komið, var bátnum hrund- ið á flot á ný, vélin sett í gang og haldið til Egilsstaða. Naut bát- urinn lítils háttar styrks úr land- sjóði, og gekk rekstur hans vel. Aðdrættir á Héraði voru langir og erfiðir, en léttust að mun við tilkomu bátsins. En því miður var fljótið ekki bltgengt nema skammt út fyrir Egilsstaði, og voru það því eingöngu Upphéraðsmenn, sem þægindanna nutu, enda voru það þeir, sem lögðu fé í bátskaupin. Geymsluhús voru byggð á enda- stöðvum, Egilsstöðum og Brekku. Gátu vörurnar því legið á Egils- stöðum til næstu áætlunarferðar bátsins, sem flutti þær áfram um þrjátíu kílómetra leið að Brekku, þar sem þær voru síðan geymdar, þar til eigendurnir vitjuðu þeirra. Það mun hafa verið árið 1903, að byrjað var að leggja akfæran veg um Fagradal. Tók það fjögur eða fimm ár að Ijúka því verki. En að því loknu fluttust viðskipt- in á Héraði að ntestu frá Seyðis- firði til Reyðarfjarðar. Var nú unnt að aka öllu á vögnum til Egilsstaða þar sem báturinn tók við og flutti það áfram upp Lagarfjjót. Þriðja og örðugastá skrefið, sem tekið var í samgöngumálum héraðs ins, var brúin yfir Lagarfljót. Lög um smíði hennar voru staðfest í febrúarmánuði árið 1900, en verk- inu lauk ekki fyrr en í september- mánuði 1905. Þessi langi dráttur stafaði fyrst og fremst af tækni- legum mistökum hjá dönskum verkfræðingi. Lýsingu á brú- arsmíðinni og þeim mistökum, sem urðu við undirbúning, er að finna í riti Sögufélags Austurlands, Múla þingi, 1. hefti 1966. Loks rann upp hinn mikli dag- ur, 14. september 1905. Þá skyldi brúin aflrent til umferðar með há- tíðlegri athöfn. Safnaðist brótt sam an mikið fjölmenni. Tjöld voru reist og veitingar framreiddar, og gerðust menn kátir og orðhvatir. Klemens Jónsson landdtari kom austur í stað Hannesar Hafsteins ráðherra, sem ekki gat komið. Hélt Klemens snjalla ræðu, en ein af hinum gömlu hetjum Bakkusar í héraðinu var ekki með öllu sam- mála ræðumanni og tók að kalla fram í og láta uppi sínar skoðan- ir. Varð af þessu nokkur truflun. Tók einn af forustumönnum hátíð- arinnar það til bragðs að gefa hetj- unni flösku með einhverjum guða- veigum í, en setti það skilyrði, að hann færi út af hátíðasvæðinu og dveldist utan þess, unz ræðuhöld væru úti. Efndi hetjan það vel, en Klemens hélt áfram ræðu sinni og lýsti að lokum brúna opnaða til umferðar. Fleiri tóku til máls og glöddust yfir þessari samgöngu bót, sem kostað hafði hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Að ræðuhöldunum loknum var gengin skrúðganga yfir brúna,''og gekk fremstur séra Þórarinu Þór arinsson á Valþjófsstað og bar fána. Var síðan haldið uppi gleð- skap fram á kvöld. Hinn nýi bátur, Lagíirfljótsonn- urinn, hafði komið frá Brekku, hlaðinn farþegum, og auk var bætt í hann fólki í Vallanesi, þar eð veður var kyrrt um morguninn. Þegar kom fram á kvöldið, vildi bátstjórinn leggja af stað. því að honum var umhugað að komast til baka í björtu. Fólkið hafði dreifzt í allar áttir, svo að tölu- verðan tíma tók að ná þvf saman. Tókst það samt og báturin i lagði af stað í bezta veðri. Bátstjórinn var Tryggvi Ólafsson, faðir Ólafs Tryggvasonar læknis, og liafði hann einn mann sér til aðstoðar. Báturinn hvarf fljótlega úr aug- sýn, og datt engum nein hætta í hug. Fór nú fólfc yfjrleitt að tygja sig til ferðar og þar á meðal Fljótsdælingar ■ Lagarfljótsormurinn, báturinn, sem í förum var á Lagarfljóti. 534 T í R1 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.